Árshátíð Naustaskóla

Hér má sjá frekara skipulag yfir sýningar á árshátíðinni
Sú skemmtilega hefð hefur skapast í Naustaskóla að hvert heimili kemur með einn rétt eða eina köku á kaffihlaðborðið. Búið er að setja upp skipulag yfir hvað ætlast er til að hver árgangur komi með. Ef í skólanum eru fleira en eitt barn frá sama heimili má velja hvorn réttinn það kemur með. Við tökum á móti veitingum í heimilisfræðistofunni á milli kl 8:10 - 9:00 á árshátíðardaginn. Hefð er komin fyrir þessu fyrikomulagi í tengslum við árshátíð skólans og hefur það gengið vel hingað til og vonum við að svo verði áfram. Við biðjum ykkur að merkja ílát vel með nafni barns ykkar svo það skili sér aftur heim.