Fréttir

Forkeppni Upphátt, upplestrarkeppni 7. bekkjar

Í dag var haldin forkeppni Upphátt, upplestrarkeppni 7. bekkjar. Krakkarnir lásu kafla úr sögu og ljóð á sal og stóðu sig öll með prýði. Kennarar þeirra, Ólöf Harpa Jósefsdóttir og Dagný Hlín Rafnsdóttir hafa unnið vel með krökkunum í undirbúiningi fyrir upplesturinn. Dómnefndina skipuðu Helga Hauksdóttir, Björn Valur Gíslason og Halldóra Steinunn Gestsdóttir og völdu þau þessi þrjú í efstu sætin: Baldur Tristan Stefánsson, Brynjar Berg Jóhannsson og Berglindi Gyðu Benediktsdóttir. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn og óskum þeim góðs gengis sem taka þátt í aðal keppninni sem haldin verður þriðjudaginn 18. mars á hátíðarsal Háskólans á Akureyri.
Lesa meira

Ágúst á söngsal!

Við vorum svo heppin að fá Ágúst úr söngvakeppninni til okkar á söngsal í dag. Að vonum var vel tekið á móti honum og krakkarnir sungu hástöfum með honum. Hér má sjá myndir frá skemmtilegri stund.
Lesa meira

VERUM ÁSTFANGIN AF LÍFINU – Fyrirlestur Þorgríms Þráinssonar

Þorgrímur Þráinsson heldur fyrirlesturinn VERUM ÁSTFANGIN AF LÍFINU fyrir foreldra, forsjáraðila og aðra áhugasama fimmtudaginn 13. febrúar kl. 20:00 í Brekkuskóla. Þetta er sami fyrirlestur og hann flytur fyrir 10. bekkinga um allt land og fjallar um: • Að bera ábyrgð á eigin lífi • Að vera góð manneskja • Að setja sér markmið og sýna seiglu • Að hjálpa öðrum og byggja upp jákvætt sjálfsálit Fyrirlesturinn varir í um 40 mínútur, og aðgangur er ókeypis. Við hvetjum alla foreldra, forsjáraðila og aðra áhugasama til að nýta þetta einstaka tækifæri og mæta! Hér má nálgast viðburðinn á Facebook: https://fb.me/e/7V6Z8nnK0
Lesa meira

Það er skóli í dag!

Góðan dag Það er óbreytt staða varðandi skólahald í dag. Leik- og grunnskólar verða opnir. Foreldrar meta sjálfir hvort þeir sendi börn sín í skólann og eru þeir hvattir til að fylgja barni eða aka því í skólann ef ástæða þykir til. Sé barn heima vegna veðurs eða ófærðar er nauðsynlegt að tilkynna það til skólans í síma eða með tölvupósti.
Lesa meira

600 Mathöll í Naustaskóla fimmtudag

Góðan dag Við minnum á viðburð á vegum 10. bekkjar á fimmtudaginn nk. eða 6. febrúar. Krakkarnir endurtaka leikinn frá síðasta ári þegar skólanum var breytt í dýrindis mathöll og hér kynnumst við mismundandi matarmenningu framandi landa. Þetta er liður í þeirra fjáröflun en um leið liður í námi um menningu og siði. Opið verður frá kl. 17:00-20:00 í 600 Mathöll og vonumst til að sjá sem flesta. Hér er fyrir neðan er linkur á viðburðinn á facebook: https://www.facebook.com/events/1144967990638114?acontext=%7B%22event_action_history%22%3A[%7B%22mechanism%22%3A%22attachment%22%2C%22surface%22%3A%22newsfeed%22%7D]%2C%22ref_notif_type%22%3Anull%7D
Lesa meira

Fréttabréf unglingadeildar

https://www.canva.com/design/DAGcKO37ndA/CZ_nyuLJ1wTNxUVKQw2pHQ/view?utm_content=DAGcKO37ndA&utm_campaign=designshare&utm_medium=link2&utm_source=uniquelinks&utlId=h5299f0f4af
Lesa meira

Gleðileg jól! - myndir

Litlu jólin voru haldin í dag hjá 1.-7. bekk sem hófust á sal skólans þar sem 4. bekkur sýndi fallegan helgileik. Síðan fóru allir inn í jólaskreyttan íþróttasalinn þar sem dansað var kringum jólatré við undirleik Bobbu okkar. Við fengum þrjá skemmtilega jólasveina í heimsókn sem tóku hressilega undir í söng og dansi. Börnin fóru síðan inn á sín svæði og áttu notalega stund með sínum kennurum áður en þau fóru heim í langþráð jólafrí. Unglingadeildin hélt sín Litlu jól í gærkvöldi. Hér má sjá myndir frá jólaþema og viðburðum í desember. Að lokum óskum við ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Minnum á að árið hefst á starfsdegi 3. janúar og þá er frístund lokuð. Skóli hefst svo samkvæmt stundarskrá mánudaginn 6. janúar.
Lesa meira

Hurðarskreytingarsamkeppni

Í ár var ákveðið að skreyta hurðar skólans fyrir jólin og var gaman að sjá mismunandi skemmtilegar skreytingar. Dómnefnd valdi glæsilegustu hurðirnar eftir erfitt mat og varð niðurstaðan þessi: 1. sæti 4.-5. bekkur 2. sæti 8.-10. bekkur 3. sæti 6.-7. bekkur fyrir frumlegustu hurðina. Hér má sjá myndir af þessum glæsilegu hurðum þar sem mikill metnaður var lagður í verkin!
Lesa meira