Fréttir

Árshátíð Naustaskóla

Árshátíðin fer fram fimmtudaginn 10. apríl Sjá frekara skipulag í frétt
Lesa meira

Listaverk í Hofi eftir nemendur úr Naustaskóla

Á listasýningunni eru listaverk eftir nemendur í 2. til 10. bekk í Naustaskóla. Sýningin fjallar um einstaka náttúru Íslands.
Lesa meira

Starfsdagur mánudaginn 24. mars

Við minnum á starfsdaginn mánudaginn 24. mars. Frístund er opin frá kl 13:00 - 16:15 fyrir börn sem eru skráð.
Lesa meira

Hegðunarvandi og ofbeldi nemenda - Fræðsla fyrir foreldra

Mánudaginn 24. mars verður Soffía Ámundadóttir með fræðslu á sal skólans um hegðunarvanda og ofbeldi nemenda. Fræðslan er opin öllum foreldrum og forráðamönnum skólabarna á Akureyri.
Lesa meira

Upphátt upplestrarkeppni grunnskólanna

Upphátt, upplestrarkeppni grunnskólanna verður haldin á hátíðarsal Háskólans á Akureyri þriðjudaginn 18. mars kl. 14:30 Þar munu þeir Baldur Tristan og Brynjar Berg keppa fyrir hönd skólans. Við óskum þeim góðs gengis.
Lesa meira

Forkeppni Upphátt, upplestrarkeppni 7. bekkjar

Í dag var haldin forkeppni Upphátt, upplestrarkeppni 7. bekkjar. Krakkarnir lásu kafla úr sögu og ljóð á sal og stóðu sig öll með prýði. Kennarar þeirra, Ólöf Harpa Jósefsdóttir og Dagný Hlín Rafnsdóttir hafa unnið vel með krökkunum í undirbúiningi fyrir upplesturinn. Dómnefndina skipuðu Helga Hauksdóttir, Björn Valur Gíslason og Halldóra Steinunn Gestsdóttir og völdu þau þessi þrjú í efstu sætin: Baldur Tristan Stefánsson, Brynjar Berg Jóhannsson og Berglindi Gyðu Benediktsdóttir. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn og óskum þeim góðs gengis sem taka þátt í aðal keppninni sem haldin verður þriðjudaginn 18. mars á hátíðarsal Háskólans á Akureyri.
Lesa meira

Ágúst á söngsal!

Við vorum svo heppin að fá Ágúst úr söngvakeppninni til okkar á söngsal í dag. Að vonum var vel tekið á móti honum og krakkarnir sungu hástöfum með honum. Hér má sjá myndir frá skemmtilegri stund.
Lesa meira

VERUM ÁSTFANGIN AF LÍFINU – Fyrirlestur Þorgríms Þráinssonar

Þorgrímur Þráinsson heldur fyrirlesturinn VERUM ÁSTFANGIN AF LÍFINU fyrir foreldra, forsjáraðila og aðra áhugasama fimmtudaginn 13. febrúar kl. 20:00 í Brekkuskóla. Þetta er sami fyrirlestur og hann flytur fyrir 10. bekkinga um allt land og fjallar um: • Að bera ábyrgð á eigin lífi • Að vera góð manneskja • Að setja sér markmið og sýna seiglu • Að hjálpa öðrum og byggja upp jákvætt sjálfsálit Fyrirlesturinn varir í um 40 mínútur, og aðgangur er ókeypis. Við hvetjum alla foreldra, forsjáraðila og aðra áhugasama til að nýta þetta einstaka tækifæri og mæta! Hér má nálgast viðburðinn á Facebook: https://fb.me/e/7V6Z8nnK0
Lesa meira