07.04.2025
Árshátíðin fer fram fimmtudaginn 10. apríl
Sjá frekara skipulag í frétt
Lesa meira
07.04.2025
Á listasýningunni eru listaverk eftir nemendur í 2. til 10. bekk í Naustaskóla. Sýningin fjallar um einstaka náttúru Íslands.
Lesa meira
23.03.2025
Við minnum á starfsdaginn mánudaginn 24. mars. Frístund er opin frá kl 13:00 - 16:15 fyrir börn sem eru skráð.
Lesa meira
20.03.2025
Mánudaginn 24. mars verður Soffía Ámundadóttir með fræðslu á sal skólans um hegðunarvanda og ofbeldi nemenda. Fræðslan er opin öllum foreldrum og forráðamönnum skólabarna á Akureyri.
Lesa meira
14.03.2025
Upphátt, upplestrarkeppni grunnskólanna verður haldin á hátíðarsal Háskólans á Akureyri þriðjudaginn 18. mars kl. 14:30 Þar munu þeir Baldur Tristan og Brynjar Berg keppa fyrir hönd skólans. Við óskum þeim góðs gengis.
Lesa meira
21.02.2025
Í dag var haldin forkeppni Upphátt, upplestrarkeppni 7. bekkjar. Krakkarnir lásu kafla úr sögu og ljóð á sal og stóðu sig öll með prýði. Kennarar þeirra, Ólöf Harpa Jósefsdóttir og Dagný Hlín Rafnsdóttir hafa unnið vel með krökkunum í undirbúiningi fyrir upplesturinn. Dómnefndina skipuðu Helga Hauksdóttir, Björn Valur Gíslason og Halldóra Steinunn Gestsdóttir og völdu þau þessi þrjú í efstu sætin: Baldur Tristan Stefánsson, Brynjar Berg Jóhannsson og Berglindi Gyðu Benediktsdóttir. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn og óskum þeim góðs gengis sem taka þátt í aðal keppninni sem haldin verður þriðjudaginn 18. mars á hátíðarsal Háskólans á Akureyri.
Lesa meira
14.02.2025
Við vorum svo heppin að fá Ágúst úr söngvakeppninni til okkar á söngsal í dag. Að vonum var vel tekið á móti honum og krakkarnir sungu hástöfum með honum. Hér má sjá myndir frá skemmtilegri stund.
Lesa meira
12.02.2025
Þorgrímur Þráinsson heldur fyrirlesturinn VERUM ÁSTFANGIN AF LÍFINU fyrir foreldra, forsjáraðila og aðra áhugasama fimmtudaginn 13. febrúar kl. 20:00 í Brekkuskóla.
Þetta er sami fyrirlestur og hann flytur fyrir 10. bekkinga um allt land og fjallar um:
• Að bera ábyrgð á eigin lífi
• Að vera góð manneskja
• Að setja sér markmið og sýna seiglu
• Að hjálpa öðrum og byggja upp jákvætt sjálfsálit
Fyrirlesturinn varir í um 40 mínútur, og aðgangur er ókeypis.
Við hvetjum alla foreldra, forsjáraðila og aðra áhugasama til að nýta þetta einstaka tækifæri og mæta!
Hér má nálgast viðburðinn á Facebook: https://fb.me/e/7V6Z8nnK0
Lesa meira