21.02.2025
Í dag var haldin forkeppni Upphátt, upplestrarkeppni 7. bekkjar. Krakkarnir lásu kafla úr sögu og ljóð á sal og stóðu sig öll með prýði. Kennarar þeirra, Ólöf Harpa Jósefsdóttir og Dagný Hlín Rafnsdóttir hafa unnið vel með krökkunum í undirbúiningi fyrir upplesturinn. Dómnefndina skipuðu Helga Hauksdóttir, Björn Valur Gíslason og Halldóra Steinunn Gestsdóttir og völdu þau þessi þrjú í efstu sætin: Baldur Tristan Stefánsson, Brynjar Berg Jóhannsson og Berglindi Gyðu Benediktsdóttir. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn og óskum þeim góðs gengis sem taka þátt í aðal keppninni sem haldin verður þriðjudaginn 18. mars á hátíðarsal Háskólans á Akureyri.
Lesa meira
14.02.2025
Við vorum svo heppin að fá Ágúst úr söngvakeppninni til okkar á söngsal í dag. Að vonum var vel tekið á móti honum og krakkarnir sungu hástöfum með honum. Hér má sjá myndir frá skemmtilegri stund.
Lesa meira
12.02.2025
Þorgrímur Þráinsson heldur fyrirlesturinn VERUM ÁSTFANGIN AF LÍFINU fyrir foreldra, forsjáraðila og aðra áhugasama fimmtudaginn 13. febrúar kl. 20:00 í Brekkuskóla.
Þetta er sami fyrirlestur og hann flytur fyrir 10. bekkinga um allt land og fjallar um:
• Að bera ábyrgð á eigin lífi
• Að vera góð manneskja
• Að setja sér markmið og sýna seiglu
• Að hjálpa öðrum og byggja upp jákvætt sjálfsálit
Fyrirlesturinn varir í um 40 mínútur, og aðgangur er ókeypis.
Við hvetjum alla foreldra, forsjáraðila og aðra áhugasama til að nýta þetta einstaka tækifæri og mæta!
Hér má nálgast viðburðinn á Facebook: https://fb.me/e/7V6Z8nnK0
Lesa meira
06.02.2025
Góðan dag
Það er óbreytt staða varðandi skólahald í dag.
Leik- og grunnskólar verða opnir. Foreldrar meta sjálfir hvort þeir sendi börn sín í skólann og eru þeir hvattir til að fylgja barni eða aka því í skólann ef ástæða þykir til. Sé barn heima vegna veðurs eða ófærðar er nauðsynlegt að tilkynna það til skólans í síma eða með tölvupósti.
Lesa meira
04.02.2025
Góðan dag
Við minnum á viðburð á vegum 10. bekkjar á fimmtudaginn nk. eða 6. febrúar. Krakkarnir endurtaka leikinn frá síðasta ári þegar skólanum var breytt í dýrindis mathöll og hér kynnumst við mismundandi matarmenningu framandi landa. Þetta er liður í þeirra fjáröflun en um leið liður í námi um menningu og siði.
Opið verður frá kl. 17:00-20:00 í 600 Mathöll og vonumst til að sjá sem flesta.
Hér er fyrir neðan er linkur á viðburðinn á facebook:
https://www.facebook.com/events/1144967990638114?acontext=%7B%22event_action_history%22%3A[%7B%22mechanism%22%3A%22attachment%22%2C%22surface%22%3A%22newsfeed%22%7D]%2C%22ref_notif_type%22%3Anull%7D
Lesa meira
30.01.2025
https://www.canva.com/design/DAGcKO37ndA/CZ_nyuLJ1wTNxUVKQw2pHQ/view?utm_content=DAGcKO37ndA&utm_campaign=designshare&utm_medium=link2&utm_source=uniquelinks&utlId=h5299f0f4af
Lesa meira
20.12.2024
Litlu jólin voru haldin í dag hjá 1.-7. bekk sem hófust á sal skólans þar sem 4. bekkur sýndi fallegan helgileik. Síðan fóru allir inn í jólaskreyttan íþróttasalinn þar sem dansað var kringum jólatré við undirleik Bobbu okkar. Við fengum þrjá skemmtilega jólasveina í heimsókn sem tóku hressilega undir í söng og dansi. Börnin fóru síðan inn á sín svæði og áttu notalega stund með sínum kennurum áður en þau fóru heim í langþráð jólafrí. Unglingadeildin hélt sín Litlu jól í gærkvöldi. Hér má sjá myndir frá jólaþema og viðburðum í desember.
Að lokum óskum við ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Minnum á að árið hefst á starfsdegi 3. janúar og þá er frístund lokuð. Skóli hefst svo samkvæmt stundarskrá mánudaginn 6. janúar.
Lesa meira
16.12.2024
Í ár var ákveðið að skreyta hurðar skólans fyrir jólin og var gaman að sjá mismunandi skemmtilegar skreytingar. Dómnefnd valdi glæsilegustu hurðirnar eftir erfitt mat og varð niðurstaðan þessi:
1. sæti 4.-5. bekkur
2. sæti 8.-10. bekkur
3. sæti 6.-7. bekkur fyrir frumlegustu hurðina.
Hér má sjá myndir af þessum glæsilegu hurðum þar sem mikill metnaður var lagður í verkin!
Lesa meira