23.12.2022
Við óskum nemendum og foreldrum þeirra okkar bestu jóla - og nýárskveðjur.
Skólastarf hefst að ný þriðjudaginn 3. janúar.
Starfsfólk Naustaskóla.
Lesa meira
25.11.2022
Þemadagar Naustaskóla 2022
Naustaskóli stefnir á að verða Réttindaskóli Unicef á þessu skólaári. Í tilefni af því ákváðum við að þemadagarnir í ár yrðu helgaðir Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Nokkrir nemendur í 8. -10. bekk tóku það að sér að vera fréttafólk. Þau tóku viðtöl við bæði starfsfólk og nemendur og einnig tóku þau myndir og myndbönd af því sem fram fór á þemadögunum. Þetta má allt saman sjá hér á síðunni ef farið er í valmyndina efst til hægri (vinstra megin ef síðan er skoðuð í síma). https://sites.google.com/naustaskoli.com/themadagarnaustaskola2022/
Góða skemmtun!
Lesa meira
24.11.2022
Um síðastliðna helgi fór Legolið Naustaskóla til Reykjavíkur og tók þátt í First Lego League 2022 sem var haldin laugardaginn 19.nóvember 2022 í Háskólabíó. https://firstlego.is/keppnin/ Lego lið Naustaskóla var skipað þeim Ingólfi, Patreki, Viktori, Jóel, Rúnari og Lárusi. Þau sem komu liðinu til aðstoðar voru Ísold sem sá um hönnun á logoi á bolum liðsins og Jóhann Valur sem hannaði og bjó til spil sem liðið notaði. Þema ársins var SUPERPOWERED℠ áskorun. FIRST LEGO League liðin könnuðu hvaðan orka kemur og hvernig henni er dreift, hvernig hún er geymd og notuð – þá munu þau leggja til sína ofurkrafta og beita aðferðum rannsókna og nýsköpunar við að koma með hugmyndir að betri framtíð í orkumálum. Stóðu þau sig mjög vel og fer þessi keppni í reynslubanka þeirra.
Lesa meira
24.11.2022
Hér eru myndir frá vel heppnuðum þemadögum!
Lesa meira
21.11.2022
Það er líf og fjör í Naustaskóla þessa dagana. Í dag mánudag 21.nóv byrjuðu þemadagar sem standa fram á miðvikudag.
Þemadagarnir eru helgaðir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að þessu sinni.
Nemendum skólans er skipt niður á þrjú svæði og eru margar stöðvar á hverju svæði.
Vonandi verður þetta til að auðga kunnáttu nemenda og starfsfólks á Barnsáttmálanum.
Við endum síðan með Barnaþingi næstkomandi fimmtudag þar sem málefni sem nemendur hafa sjálfir komið með tillögur að, eru rædd.
Lesa meira
29.09.2022
Minnum á að það er starfsdagur í Naustaskóla á morgun, föstudag og því enginn skóli. Frístund er opin frá kl. 13:00 fyrir börn sem þar eru skráð.
Lesa meira
22.09.2022
Minnum á Ólympíuhlaup ÍSÍ á morgun, föstudag. Nemendur mæti í góðum skóm og klæðnaði eftir veðri.
Lesa meira
22.09.2022
Aðalfundur foreldrafélags Naustaskóla er hér með auglýstur. Stjórn frá fyrra ári samanstendur af mæðrum sem eiga börn í 2., 5., 6., 8., og 9. bekk, og ef áhugi er fyrir hendi þá værum við alveg til í að taka á móti foreldrum barna í 1., 3., 7., og 10. bekk svo öll börnin í skólanum eigi fulltrúa í foreldrafélaginu - endilega sendið Fanney formanni/fanneybergros@gmail.com línu ef hafið áhuga, fundir á ca. 6 vikna fresti og mjög skemmtilegt starf.
Sjáumst
Lesa meira
01.09.2022
Útivistardagurinn var ákveðinn með stuttum fyrirvara vegna hagstæðrar veðurspár sem gekk eftir og áttum við ljómandi góðan dag. Börnin völdu sér ýmsar leiðir, göngutúra, fjallgöngur, hjólatúra og ýmsar skoðunarferðir. Gengið var á Súlur, Fálkafell, upp að Gamla, inn í Kjarnaskóg, Naustaborgir og Krossanesborgir svo eitthvað sé nefnt. Gaman er að segja frá því að hópur hjólara sem fór inn í Kjarnaskóg var svo heppinn að hitta þar fyrir gönguklúbb eldri borgara sem var að slútta sumrinu með grilli, söng og dansi og tóku nemendur þátt með þeim. Hér koma nokkrar myndir frá deginum.
Lesa meira
11.08.2022
Skólasetning Naustaskóla verður mánudaginn 22. ágúst nk. Nemendur mæti á eftirfarandi tímum á sal skólans:
Kl. 10:00 nemendur í 2.-5. bekk
Kl. 11:00 nemendur í 6.-10. bekk.
Á skólasetningunni hitta nemendur umsjónarkennara, fá stundaskrá og fræðast um starfið í vetur.
Kennsla hjá börnum í 2.-10. bekk hefst svo þriðjudaginn 23. ágúst samkvæmt stundaskrá en hjá 1. bekk hefst kennsla miðvikudaginn 24. ágúst. Foreldrar barna í 1. bekk fá nánari upplýsingar í bréfi.
Lesa meira