17.05.2022
Valgreinar 2022-2023
Smellið hér á link fyrir valgeinar unglingadeildar skóla árið 2022-2023
Einnig má finna hann hér á síðunni undir Nemendur - Valgreinar
Lesa meira
09.05.2022
Skipulag skólaslitadags föstudagsins 3. júní :
• Kl. 09:00 mæta nemendur 1,3,5, og 9.bekkjar á sal skólans og fara síðan inn á sín svæði.
• Kl. 11:00 mæta nemendur 2,4,6 og 8.bekkjar á sal skólans og fara síðan inn á sín svæði.
• Frístund er lokuð á skólaslitadaginn.
• Útskrift 10.bekkjar fer fram á sal skólans kl. 15:00 – að henni lokinni er kaffihlaðborð í boði foreldra 9. bekkinga.
Útskrift 10. bekkjar
Foreldrum og ættingjum 10. Bekkjar er boðið til útskriftarathafnar 10. bekkjar á sal Naustaskóla föstudaginn 3. júní kl. 15:00
Að útskrift lokinni verður boðið upp á kaffiveitingar. Við vonumst til að þið sjáið ykkur fært að koma og gleðjast með útskriftarnemendum á þessum tímamótum.
Lesa meira
06.05.2022
Þessir flottu unglingar tóku þátt í Fiðringi 2022, hæfileikakeppni grunnskóla Akureyrar og nágrennis. Krakkarnir sýndu frumsamið atriði sitt og urðu í 3. sæti í keppninni og stóðu sig frábærlega undir styrkri stjórn Sigurlaugar Indriðadóttur kennara.
Lesa meira
05.04.2022
Árshátíð Naustaskóla verður haldin miðvikudag og fimmtudag. Alls verða fjórar sýningar, tvær á miðvikudag og tvær á fimmtudag. 10. bekkur býður upp á kaffihlaðborð eftir hverja sýningu og kostar það 1000 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn, frítt er fyrir yngri en 6 ára. Posi á staðnum.
Lesa meira
10.03.2022
Í gær, miðvikudag fór fram undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk. Nemendur lásu texta og ljóð sem þau höfðu æft að undanförnu undir stjórn kennara sinna, Þóru Sveinsdóttur og Sunnu Friðþjófsdóttur. Krakkarnir stóðu sig öll með prýði og dómnefnd valdi tvo fulltrúa og einn til vara fyrir aðalkeppnina sem fram í Menntaskólanum á Akureyri þann 23. mars nk. Þau sem urðu fyrir valinu eru Styrmir Snær Þórðarson, Lilja Maren Jónsdóttir og til vara Richard Örn Blischke. Dómnefndina skipuðu Berglind Bergvinsdóttir, Heimir Örn Árnason og Kristjana Sigurgeirsdóttir.
Lesa meira
22.02.2022
Samkvæmt veðurspá í dag mun veðrið versna um hádegisbil og eru foreldrar og forráðamenn beðnir um að fylgjast með veðrinu. Mikilvægt er að foreldrar hugi að heimferð barna sinna á þeim tíma.
Lesa meira
07.02.2022
Í dag opnar Frístund kl. 13:00 fyrir þau börn sem eru skráð í Frístund.
Lesa meira
06.02.2022
Á fundi aðgerðarstjórnar Almannavarna á Norðurlandi eystra núna seinnipartinn var þeim tilmælum beint til sveitarfélaga að aflýsa á morgun öllu skólahaldi í leik-, grunn- og tónlistarskólum á grundvelli veðurspár. Búist er við að bæði veðurhæð og aðstæður á okkar svæði verði með þeim hætti að enginn ætti að vera á ferli þegar veðrið gengur yfir. Því hefur verið ákveðið að fella niður skólahald bæði í leik- og grunnskólum Akureyrar og tónlistarskólanum á morgun mánudaginn 7. febrúar. Allt starfsfólk er beðið um að halda kyrru fyrir heima meðan veðrið gengur yfir.
Aðgerðarstjórn mun fylgjast með framvindu mála og senda út tilkynningu þegar óhætt verður að vera á ferli.
Lesa meira