Í dag var haldin forkeppni Upphátt, upplestrarkeppni 7. bekkjar. Krakkarnir lásu kafla úr sögu og ljóð á sal og stóðu sig öll með prýði. Kennarar þeirra, Ólöf Harpa Jósefsdóttir og Dagný Hlín Rafnsdóttir hafa unnið vel með krökkunum í undirbúiningi fyrir upplesturinn. Dómnefndina skipuðu Helga Hauksdóttir, Björn Valur Gíslason og Halldóra Steinunn Gestsdóttir og völdu þau þessi þrjú í efstu sætin: Baldur Tristan Stefánsson, Brynjar Berg Jóhannsson og Berglindi Gyðu Benediktsdóttir. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn og óskum þeim góðs gengis sem taka þátt í aðal keppninni sem haldin verður þriðjudaginn 18. mars á hátíðarsal Háskólans á Akureyri. Hér eru fleiri myndir..
Hólmatún 2 | 600 Akureyri Sími: 460 4100 Frístund: 460 4111 Netfang: naustaskoli@akureyri.is
|
|
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 460 4100 / naustaskoli@akureyri.is