Forkeppni Upphátt, upplestrarkeppni 7. bekkjar

Brynjar Berg, Baldur Tristan og Berglind ásamt kennurum sínum, Ólöfu Hörpu og Dagnýju Hlín
Brynjar Berg, Baldur Tristan og Berglind ásamt kennurum sínum, Ólöfu Hörpu og Dagnýju Hlín

Í dag var haldin forkeppni Upphátt, upplestrarkeppni 7. bekkjar. Krakkarnir lásu kafla úr sögu og ljóð á sal og stóðu sig öll með prýði. Kennarar þeirra, Ólöf Harpa Jósefsdóttir og Dagný Hlín Rafnsdóttir hafa unnið vel með krökkunum í undirbúiningi fyrir upplesturinn. Dómnefndina skipuðu Helga Hauksdóttir, Björn Valur Gíslason og Halldóra Steinunn Gestsdóttir og völdu þau þessi þrjú í efstu sætin: Baldur Tristan Stefánsson, Brynjar Berg Jóhannsson og Berglindi Gyðu Benediktsdóttir. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn og óskum þeim góðs gengis sem taka þátt í aðal keppninni sem haldin verður þriðjudaginn 18. mars á hátíðarsal Háskólans á Akureyri. Hér eru fleiri myndir..