Síðastliðinn fimmtudag fékk kennarateymi 1. bekkjar í Naustaskóla viðurkenningu frá Fræðslu – og lýðheilsuráði fyrir vikulegan útiskóla í Naustaborgum. Í útiskólanum saga nemendur sinn eigin eldivið, ferðast með hann upp í Naustaborgir, kveikja eld og grilla nestið sitt yfir opnum eldi. Lærdómstækifærin í útikennslu eru endalaus. Nemendur læra ógrynni af nýjum orðum tengd náttúrunni og nánasta umhverfi Akureyrar, þau læra að bera virðingu fyrir náttúrunni, týna rusl og taka það með aftur í skólann til að setja í viðeigandi tunnur. Ásamt því að öðlast góða þjálfun í hugrekki og seiglu enda áskorun fyrir 6 ára börn að labba upp í Naustaborgir, grilla yfir opnum eldi og klifra í trjám.
Hér á myndinn er kennarateymi 1. bekkjar þær Aníta Hjaltadóttir, Berglind Hannesdóttir, Stella Bryndís Karlsdóttir og Vala Björt Harðardóttir.
Hólmatún 2 | 600 Akureyri Sími: 460 4100 Frístund: 460 4111 Netfang: naustaskoli@akureyri.is
|
|
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 460 4100 / naustaskoli@akureyri.is