27.04.2018
Í morgun áttum við góða stund á sal þegar lestrarátaki var hrint af stað. Við fengum til okkar Arnar Má Arngrímsson rithöfund sem las úr bók sinni Sölvasaga unglins. Í lestrarátakinu er lögð áhersla á að nemendur kynni bókina sem þeir lesa. Við hvetjum foreldra til að taka þátt í lestrarátakinu með okkur með því að hjálpa til við val á bókum og ræða um efni og söguþráð bókanna. Hér má sjá nokkrar myndir frá morgninum.
Lesa meira
06.04.2018
Sumarball á vegum 10. bekkjar verður haldið í Naustaskóla í kvöld frá kl. 21:00-24:00. 7. bekkingar fara þó heim kl. 23:00. Aðgangseyrir er 1000 kr. og sjoppa verður á staðnum.
Lesa meira
26.03.2018
Eftir vel heppnaða árshátíð og mikla vinnu síðustu vikna fyrir hana var uppbrotsdagur í skólanum sl. föstudag. Stöðvar voru settar upp um allan skóla þar sem boðið var upp á dans, spil, föndur, leiki í íþróttahúsinu og horft á bíómyndir. Nemendur og starfsfólk mætti í sparifötunum og í hádeginu var boðið upp á hátíðarmat. Nemendur og starfsfólk héldu því glaðbeittir í frí og óskum við öllum gleðilegra páska. Hér má sjá myndir frá deginum!
Lesa meira
23.03.2018
Í gær áttu nemendur, foreldrar og starfsfólk Naustaskóla ljómandi góðan dag á árshátíðinn okkar. Á sviðinu unnust óteljandi leiksigrar og leikgleðin var allsráðandi. Við þökkum foreldrum og aðstandendum kærlega fyrir að koma og taka þátt í þessum degi með okkur. Fyrir hönd 10. bekkjar þökkum við kærlega fyrir allt kaffibrauðið sem þið foreldrar lögðuð til. Það gladdi munn og maga.
Lesa meira
19.03.2018
Undirbúningur fyrir árshátíðina á fimmtudaginn er nú í fullum gangi og æfingar og generalprufur standa yfir.
Lesa meira