Fréttir

Ath. Frestun á Norræna skólahlaupinu!

Því miður verðum við að fresta Norræna skólahlaupinu sem átti að vera á morgun vegna slæmrar veðurspár. Stefnum að því að hlaupa eftir viku eða miðvikudaginn 26. sept.
Lesa meira

Norræna skólahlaupið nk. miðvikudag

Á miðvikudaginn 19. sept. er Norræna skólahlaupið. Við stefnum að því að allir hlaupi / skokki / labbi milli klukkan 10 og 11. Að sjálfsögðu biðjum við alla að koma vel klædd til útiveru og hreyfingar, t.d. góða skó. Kveðja, íþróttakennarar
Lesa meira

Ath. frestun á skólafærninámskeiði!

Ath. frestun á skólafærninámskeiði! Af óviðráðanlegum orsökum þá frestum við skólafærninámskeiðinu fyrir foreldra 1. bekkjar sem vera átti miðvikudaginn 19. september. Nýr tími fyrir námskeiðið verður mánudaginn 1. október kl. 17 – 19. Boðið er upp á barnagæslu á meðan námskeiðið stendur. með kveðju Bryndís skólastjóri.
Lesa meira

Skólafærninámskeið fyrir foreldra nýnema í Naustaskóla

Skólafærninámskeið fyrir foreldra nýnema í Naustaskóla verður haldið miðvikudaginn 19. september kl. 17:00-19:00. Námskeið af þessu tagi eru haldin árlega fyrir foreldra nýnema, en markmiðið með þeim er að fræða foreldra um skólann okkar og grunnskólakerfið almennt. Dagskrá þess verður sem hér segir: Kennarar í 1. bekk kynna kennsluaðferðir og skipulag í 1. bekk. Veittar verða ýmsar upplýsingar tengdar starfsháttum, stefnu og agastefnu Naustaskóla. Kynning á stoðþjónustu, Mentor og upplýsingamiðlun til foreldra. Helga Jónsdóttir, ráðgjafi í Jákvæðum aga, mun kynna fyrir foreldrum Jákvæðan aga, sem er agastefna Naustaskóla. Ætlast er til að foreldrar/forráðamenn nemenda í 1. bekk mæti á námskeiðið. Boðið verður upp á barnagæslu meðan á námskeiði stendur.
Lesa meira

Starfsdagur á föstudag - Frístund lokuð!

Við minnum á að á föstudaginn nk. 14. september er starfsdagur í skólanum og því enginn skóli hjá nemendum. Frístund er lokuð þennan dag.
Lesa meira

Útivstardagurinn tókst vel

Í gær var útivastardagur í Naustaskóla og tókst hann með ágætum. Við vorum afskaplega heppin með veðrið þó spáin hafi ekki verið sérstök fyrr í vikunni, fengum sól og blíðu þó hitastigið hafi ekki verið hátt. Flestir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi og var m.a. gengið á Súlur og upp að Skólavörðu. Einhverjir hjóluðu inn í Hrafnagil og fóru í sund þar og hjóluðu til baka og annar hópur hjólaði inn í Kjarnaskóg og fór í hina stórskemmtilegu hjólabraut. Stór hópur fór í veiðiferð á bryggjuna, aðrir í göngu í bænum og enduðu í sundlaug Akureyrar og yngstu nemendurnir nutu sólar og léku sér í Lystigarðinum. Hér má sjá nokkrar myndir þaðan.
Lesa meira

Útivistardagur á morgun fimmtudag 30. ágúst

Útivistardagur á morgun 30. ágúst. Á morgun er útivistardagur í skólanum. Margt spennandi er í boði og eru nemendur búnir að velja hvað þeir ætla að gera. Við biðjum ykkur foreldra að sjá til þess að börnin ykkar hafi viðeigandi útbúnað, veiðistöng ætli þau að veiða, hjálm ef þau ætla að hjóla, góða skó og útivistarfatnað ætli þau í fjallgöngu. Á svona degi þarf gott nesti, allt er leyfilegt nema snakk, sælgæti og gosdrykkir. Að sjálfsögðu klæða sig svo allir eftir veðri. Skóla lýkur á milli kl. 12 og 13, eftir því hvenær börnin koma úr ferðum og klára hádegismat. Frjáls mæting er í valgreinar hjá unglingadeild. Foreldrar eru velkomnir með börnum sínum, hafi þeir tök á því. Bryndís, Alla og Heimir.
Lesa meira

Gæsla fyrir 1. - 4. bekk dagana 21. – 22. ágúst.

Á morgun 21. ágúst - skólasetningardag er boðið upp á gæslu fyrir 1. bekk allan daginn en eftir skólasetningu fyrir nemendur í 2. - 3. og 4. bekk, fyrir þá sem þess óska. Á miðvikudeginum 22. ágúst er einnig boðið upp á gæslu fyrir 1. bekk fyrir hádegi frá kl. 8:00 – 13:00 - eftir hádegi opnar Frístund fyrir þá sem hafa skráð börn sín í gæslu þar. með kveðju Bryndís, skólastjóri
Lesa meira

Frístund - staðfesting á skráningu

Staðfesting á skráning í Frístund skólaárið 2018-2019 fer fram miðvikudaginn 15. ágúst milli kl. 10:00 og 15:00. Allir foreldrar barna í 1.- 4. bekk sem eru með börn sín skráð og ætla að nýta þjónustu Frístundar fyrir börn sín næsta skólaár staðfesti skráninguna. Nýskráning í Frístund þarf að staðfesta með undirskrift dvalarsamnings. Þeir sem áður hafa undirritaðan samning þurfa að staðfesta dvalartíma. Þeir sem ekki komast þennan dag hafi samband við skólann til að ákveða tíma. Forstöðumaður Frístundar verður við 15. ágúst og tekur við staðfestingum. Sími Frístundar er 460-4111 netfang: hrafnhildurst@akmennt.is Sími Naustaskóla 460-4100 netfang: naustaskoli@akmennt.is
Lesa meira