08.02.2019
Við áttum ljómandi góðan dag í fjallinu í gær og nemendur og starfsmenn nutu sín vel. Þess má geta að starfsfólk Hlíðarfjalls hrósaði nemendum Naustaskóla fyrir góða umgengni og kurteisi. Hér má sjá nokkrar myndir frá deginum.
Lesa meira
01.02.2019
Í dag, föstudag, var Starfamessa grunnskólanna á Akureyri haldin í þriðja sinn. Yfir 30 fyrirtæki komu saman í Háskólanum á Akureyri og kynntu hin ýmsu störf fyrir nemendum í 9 og 10 bekk. Alls voru rúmlega 700 nemendur sem fengu fróðlegar og skemmtilegar kynningar í dag. Starfamessan mun vonandi vekja áhuga nemendanna á störfum og námi í komandi framtíð.
Lesa meira
01.02.2019
Hér má sjá jafnréttisáætlun Naustaskóla. Einnig er hún aðgengileg hér til hægri á síðunni.
Lesa meira
24.01.2019
Í tilefni bóndadags á morgun, föstudag, hefur nemendaráð ákveðið að hafa svokallaðan "gamaldags dag" sem felst í því að nemendur og starfsfólk geta komið í fötum sem tilheyra, svo sem lopapeysum, ullarsokkum eða einhverju sem tengist því sem fólk klæddist í "gamla daga".
Lesa meira
22.01.2019
Viðtalsdagar eru í skólanum þriðjudag og miðvikudag í næstu viku eða 29. og 30. janúar. Búið er að opna fyrir skráningu á Mentor. Ef þið lendið í vandræðum með skráningar má hafa samband við ritara skólans. Frístund verður opin þessa daga frá kl. 08:00-16:15 fyrir börn sem þar eru skráð.
Lesa meira
04.01.2019
Nú á haustönn var unnið að svokölluðu ytra mati á okkar skóla. Það fólst í því meðal annars að matsaðilar frá Menntamálastofnun dvöldu hér í skólanum dagana 23. – 26. október og fóru í vettvangsskoðanir í kennslustundir hjá öllum nemendum. Einnig tóku þeir rýniviðtöl við ýmsa hópa; starfsmenn, foreldra, nemendur og fulltrúa úr skólaráði.
Á hverju ári eru nokkrir grunnskólar (og raunar leik- og framhaldsskólar líka) metnir með ytra mati og gert ráð fyrir að innan fárra ára hafi allir grunnskólar landsins farið í gegnum sambærilegt mat og þannig þróist þetta sem sjálfsagður og eðlilegur hluti skólastarfs. Þetta er samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga en það er Menntamálastofnun sem sér um framkvæmdina. Hér fylgir tengill inn á skýrsluna með niðurstöðum matsaðila.
Lesa meira