08.11.2019
Minnum á að á mánudaginn 11. nóv er enginn skóli hjá nemendum vegna skipulagsdags starfsmanna og frístund lokuð fyrir hádegi.
Lesa meira
01.11.2019
Nemendadagurinn var í dag og var að vonum mikið fjör. Byrjað var á íþróttakeppni starfsmanna og nemenda þar sem keppt var í fótbolta, körfubolta og blaki. Gríðarleg barátta var hjá öllum liðum og nemendur hvöttu sitt fólk kröftuglega til dáða. Síðan gæddum við okkur á snúðum og kleinuhringjum sem 10. bekkur seldi til fjáröflunar sinnar og eftir það söfnuðust allir á sal þar sem hæfileikakeppni nemenda fór fram. Ótrúlega mörg atriði voru á sviðinu og nemendur stóðu sig allir frábærlega og sýndu mikinn kjark með því einu að koma fram. Nemendaráð sá svo um kosningu bestu atriða og báru eftirfarandi sigur úr bítum: 1. sæti: Megan Ella Ward dans 2. sæti: Þórunn Birna Kristinsdóttir dans 3. sæti: Jóhann Valur Björnsson píanó.
Lesa meira
24.10.2019
Viðtalsdagurinn okkar í Naustaskóla er miðvikudaginn 30. október en þá mæta foreldrar með bönum sínum í viðtal til umsjónarkennara barnsins. Umsjónakennarar hafa sett inn viðtalsdagana á Mentor og getið þið skráð ykkur á viðtalstíma. Þið gerið það með því að fara inn á fjölskylduvefinn og þar eigið þið að finna flipa til að skrá ykkur í viðtal.
Ef einhverjar spurningar vakna eða þörf er á frekari leiðbeiningum má hafa samband við Kristjönu ritara skólans eða umsjónarkennara barnsins.
Lesa meira
23.10.2019
Kosning í nemendaráð skólans fór fram í gær. Allir frambjóðendur stigu í pontu á sal og héldu sína framboðsræðu og stóðu sig með prýði. Að því loknu var gengið til kosninga og úrslit gerð kunn í dag.
Nemendaráð 2019-2020 skipa eftirtaldir:
4. Bekkur – Bjarki Orrason / varafulltrúi Kristdór Helgi Tómasson
5. Bekkur – Veigar Leví Pétursson / varafulltrúi Rannveig Tinna Þorvaldsdóttir
6. Bekkur – Frosti Orrason / varafulltrúi Jóhann Valur Björnsson
7. Bekkur – Mikael Breki Þórðarson / varafulltrúi Rakel Eva Valdimarsdóttir
8. Bekkur – Kristbjörg Eva Magnadóttir / varafulltrúi Jóna Birna Magnadóttir
9. Bekkur – Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir / varafulltrúi Selma Sól Ómarsdóttir
10. Bekkur – Telma Ósk Þórhallsdóttir / varafulltrúi Alex Máni Sveinsson
Lesa meira
21.10.2019
Á morgun þriðjudag heldur 10. bekkur ball fyrir yngsta stig og miðstig. Ballið fyrir 1.,2. og 3. bekk verður NÁTTFATABALL frá kl. 16:00 - 17:20 og kostar 500 krónur inn. Innifalið er popp og svali.
Fyrir 4.,5.,6. og 7. bekk verður ball frá kl. 17:30 - 18:50. Kosnaður er 500 kr. og sjoppa á staðnum.
Það verður mikið fjör, draugahús, spámaður, stoppdans, limbó og margt fleira skemmtilegt.
Lesa meira
16.10.2019
Við minnum á haustfríið á morgun fimmtudag og föstudag. Frístund er opin fyrir þau börn sem þar eru skráð frá kl. 08:00-16:15.
Lesa meira
14.10.2019
Það var svo sannarlega "bleikur dagur" á föstudaginn sl. eins og sjá má á þessum myndum!
Lesa meira
03.10.2019
Brunaæfing fór fram í skólanum í morgun. Greiðlega gékk að rýma húsið og nemendur gengu rólegir af svæðum sínum í fylgd starfsfólks og allir söfnuðust saman á fótboltavellinum samkvæmt rýmingaráætlun. Nauðsynlegt er að æfa þessar aðgerðir annað slagið og fara yfir verklagsreglur. Hér má sjá nokkrar myndir.
Lesa meira
27.09.2019
Hér eru helstu niðurstöður úr skólahlaupinu okkar sem fór fram 24. september. Nemendur stóðu sig mjög vel og hlupu samtals 1757,5 km sem gerir að meðaltali 4,9 km á hvern einstakling sem var þátttakandi í hlupinu. 6. bekkur hljóp að meðaltali flesta km á nemanda og hlýtur í sigurlaun – auka íþróttatíma við fyrsta tækifæri!
Kveðja, íþróttakennarar Naustaskóla.
Lesa meira