29.04.2019
Valgreinabækling fyrir skólaárið 2019-2020 má sjá hér. Einnig má finna hann hér á síðunni undir linknum Nemendur - Valgreinar.
Lesa meira
24.04.2019
Í dag hófst lestrarátak í skólanum og kl. 9:00 í morgun hittust allir nemendur á sal þar sem átakið var kynnt og lásu allir nemendur í bók í 10 mínútur! Átakið fer þannig fram að nemendur munu lesa heima og í skólanum og safna saman mínútunum. Keppni verður á milli árganga um hver nái að lesa flestar mínútur. Mínútunum sem árgangurinn les er svo deilt niður á fjölda nemenda í árganginum. Einnig verður einstaklingskeppni þar sem að veitt verða verðlaun á hverju stigi (yngsta, mið og unglingastig) Átakinu lýkur svo þriðjudaginn 7. maí og verðlaunaafhending verður á sal fimmtudaginn 9. maí kl. 9:00.
Lesa meira
12.04.2019
Árshátíðin okkar tókst ljómandi vel og viljum við þakka öllum kærlega fyrir komuna. Nemendur stóðu sig frábærlega á sýningunum og gaman að uppskera vel eftir mikla undirbúningsvinnu og stífar æfingar. Í dag var svo uppbrotsdagur fyrir nemendur, bíó og snakk og mismundandi stöðvar hér og þar um húsið.
Við minnum foreldra á að sækja endilega ílát sín undan bakkelsinu fína og óskum ykkur öllum gleðilegra páska.
Lesa meira
05.04.2019
Skipulagspunktar varðandi árshátíðarviku
Sælir kæru foreldrar
Hér að neðan eru nokkrir punktar varðandi skipulagið vegna ársháíðarinnar í næstu viku. Vonandi gefur þetta ágæta mynd af vikunni og því sem framundan er.
Lesa meira
05.04.2019
Það var að venju mikið stuð á Skólahreysti sem haldið var í Íþróttahöllinni sl. miðvikudag. Það voru Aron Ísak Hjálmarsson, Rósný Ísey Hólm Harðardóttir, Breki Mikael Adamsson, Katrín Jónsdóttir, Friðik Ingi Eyfjörð Þorsteinsson og Natalía Hrund Baldursdóttir sem voru fulltrúar Naustaskóla þetta árið. Keppendur stóðu sig með prýði og það gerði líka stuðningsliðið! Hér má sjá nokkrar myndir frá keppninni.
Lesa meira
28.03.2019
Við minnum á starfsdaginn á morgun, föstudaginn 29. mars og því er enginn skóli hjá nemendum. Frístund er opin fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir frá kl. 08:00 - 16:15.
Lesa meira
28.03.2019
Er einhver í þínum skóla sem á skilið að fá Viðurkenningu fræðsluráðs!
Frá árinu 2010 hefur fræðsluráð veitt þeim sem skarað hafa fram úr í skólastarfi viðurkenningar við hátíðlega athöfn. Viðurkenningarnar eru í tveimur flokkum, þ.e. nemendur og skólar/starfsfólk.
Markmiðið er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna og jafnvel gera enn betur.
Tilnefna má nýbreytniverkefni um hvaðeina í skólastarfi sem unnið hefur verið að á yfirstandandi skólaári, nemendavinnu, vinnu hópa eða einstaklinga, upplýsingamiðlun (s.s. heimasíður og fréttabréf), stefnumótun og skipulag, starf eins kennara eða samvinnu þeirra, verkefni í almennri kennslu, sérgreinum eða sérkennslu, framlag starfsfólks skólans, forvarnarstarf, félagsstarf, foreldrasamstarf o.s.frv.
Allir sem þekkja til skólasamfélagsins geta tilnefnt. Tilnefningar þurfa að berast fyrir lok föstudagsins 12. apríl nk.
Til að tilnefna, þá ferð þú á eftirfarandi slóð: https://www.akureyri.is/is/thjonusta/menntun/vidurkenning-skolanefndar en þar er einnig að finna frekari upplýsingar um viðburðinn.
Lesa meira
13.03.2019
Í dag fór fram forkeppni stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk. Þær Friðrika Vaka Baldvinsdóttir og Regína Lind Eggertsdóttir voru valdar fulltrúar til að taka þátt í aðal keppninni og Þórir Örn Björnsson var valinn sem varamaður. Stóra upplestrarkeppnin fer fram þann 20. mars nk. í Kvosinni í Menntaskólanum á Akureyri kl. 17:00. Allir nemendur stóðu sig með prýði í lestrinum og á meðan dómarar réðu ráðum sínum spiluðu þær Aðalheiður Jóna Liljudóttir, Amanda Eir Steindórsdóttir og Þórný Sara Arnardóttir á fiðlu. Dómarar í keppninni voru þær Anna Margrét Helgadóttir, Aníta Jónsdóttir og Sigurlaug Indriðadóttir.
Lesa meira
01.03.2019
Í vetur hefur Ákell Örn Kárason verið með skákkennslu í 3., 4. og 5. bekk. Að því tilefni var efnt til skákmóts hér í Naustaskóla þriðjudaginn 26. febrúrar sl. Áhuginn var mikill hjá nemendum og þátttaka í mótinu mjög góð.
Lesa meira