Fréttir

Allt skólahald fellur niður í dag 11. desember.

Allt skólahald í grunn - og leikskólum bæjarins felur niður í dag miðvikudaginn 11. desember vegna veðurs og ófærðar.
Lesa meira

Skólahald fellur niður í fyrramálið

Skólahald fellur niður til hádegis á morgun, miðvikudaginn 11. desember, í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar og í Tónlistarskólanum á Akureyri. Veðurhorfur verða metnar kl. 10 í fyrramálið og þá ákvörðun tekin um hvort skólahaldi verði alfarið aflýst á morgun.
Lesa meira

Áríðandi tilkynning til foreldra/forráðamanna!

Skólahald verður fellt niður frá kl. 13:00 í dag. Börn í 5.-10. bekk og verða send heim fljótlega. Foreldrar eru beðnir um að sækja yngri börn sín sem fyrst eða fyrir kl. 13:00. Frístund verður lokuð í dag.
Lesa meira

Óveður/ófærð - verklagsreglur

Þar sem nú er slæm veðurspá er rétt að minna á verklagsreglur Akureyrarbæjar sem gilda í vondum veðrum og/eða ófærð. Þessar reglur má lesa hér!
Lesa meira

Árshátíðarball í kvöld, fimmtudagskvöld.

Í kvöld, fimmtudagskvöld stendur 10. bekkur fyrir árshátíðarballi í Naustaskóla. Ballið byrjar kl. 20:30 og stendur til kl. 23:30. Nemendur í 7. bekk fá að vera á ballinu til kl. 22:30. Aðgangseyrir er 1500 krónur og verður posi á staðnum, sjoppa og krapvél og ýmsar uppákomur.
Lesa meira

Naustaskóli 10 ára!

Á morgun, föstudaginn 22. nóvember höldum við upp á tíu ára afmæli Naustaskóla. Af því tilefni verður opið hús í skólanum milli kl. 15:00 og 17:00. Verk eftir þemadagana verða til sýnis og nemendur verða með atriði á sviði. Kaffihúsastemming verður í salnum þar sem 10. bekkjar nemendur selja vöfflur fyrir fjáröflun sína. Allir eru velkomnir.
Lesa meira

Alþjóðlegur dagur barna

Í tilefni þess að í dag eru 30 ár frá undirritun Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, birtum við mynd af sameiginlegu verkefni nemenda og starfsfólks. Áherslan var lögð á jákvæð og hvetjandi orð sem lýsa skólastarfinu í Naustaskóla.
Lesa meira

Samvinnuverkefni á þemadögum

Á þemadögunum hafa nemendur og starfsfólk tekið höndum saman og saumað í java falleg og hvetjandi orð í anda jákvæðs aga. Í þessu verkefni eru mörg saumspor þar sem allir nemendur hafa tekið þátt og þessa dagana hefur starfsfólk sést saumandi út á kaffistofunni. Ætlunin er að sauma þessa búta saman og búa til vegglistaverk í íslensku fánalitunum. Verk og listgreinakennarar eiga veg og vanda að þessari hugmynd og útfærslu. Hér má sjá myndir af verkefninu í vinnslu.
Lesa meira

Þemadagar - myndir

Þessa vikuna eru þemadagar og er því mikið líf og fjör í skólanum. Í boði eru fimm stöðvar um allan skóla þar sem nemendur vinna hin ýmsu verkefni og að auki er ein útistöð. Hér eru nokkrar myndir frá stöðvunum.
Lesa meira