14.02.2020
Skólahald verður með eðlilegum hætti í dag í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar og tónlistarskólanum. Veðurspá gerir ekki ráð fyrir mjög slæmu veðri hér á Akureyri. Þó er vissara að hafa varann á og fylgjast vel með viðvörunum og tilkynningum á heimasíðum skólanna og Akureyrarbæjar.
Lesa meira
13.02.2020
Að höfðu samráði við lögreglu er ekki talin ástæða til að grípa til aðgerða á grundvelli veðurspár fyrir morgundaginn. Fólk er beðið um að fylgjast með heimasíðum skólanna og Akureyrarbæjar ef til þess kemur að röskun verði á skólahaldi.
Lesa meira
17.01.2020
Búið er að opna fyrir skráningu í foreldraviðtölin á Mentor sem verða 27. og 28. janúar nk. en þá mæta nemendur með foreldrum sínum í viðtal hjá umsjónarkennara. Vinsamlegast hafið samband við ritara ef aðstoð óskast við skráninguna. Frístund verður opin báða dagana fyrir börn sem þar eru skráð.
Lesa meira
08.01.2020
Sæl öll.
Komin er appelsínugul viðvörun fyrir Norðurland eystra. Eftir samtal við lögreglu / almannavarnir þá teljum við ástæðu til að upplýsa um að skv. veðurspá þá gengur yfir okkar svæði hvellur með vestan og suðvestan vindi um 20 m/s og talsverðri úrkomu á bilinu 11 til 14 í dag. Búast má við samgöngutruflunum og börn ættu ekki að vera ein á áferli meðan tvísýnt er. Þar sem spáin gefur til kynna að áhlaupið verði afmarkað og standi stutt yfir þá er ekki talin ástæða til að aflýsa skólastarfi.
Foreldrar eru beðnir um að sækja börn í 1. - 4. bekk þegar skóla lýkur eða fyrr ef ástæða þykir til.
Aðrir nemendur fara heim þegar skóla lýkur samkvæmt stundatöflu. Foreldrar meta sjálfir hvort þeir ætla að sækja börnin sín og þurfa þá að vera í sambandi við skólann ef nemendur eiga ekki að fara sjálfir heim.
Frístund verður opin að venju en foreldrar verða að sækja nemendur eftir Frístund.
Kveðja skólastjórnendur Naustaskóla.
Lesa meira
30.12.2019
Starfsfólk Naustaskóla sendir bestu óskir um gleðilegt nýtt ár og þakkar samstarfið á árinu sem er að líða. Skóli hefst að loknu jólafríi föstudaginn 3. janúar kl. 08:10 samkvæmt stundarskrá. Þann dag er frístund opin.
Lesa meira
17.12.2019
Föstudaginn nk. þann 20. desember höldum við Litlu jól í skólanum og verður skipulag með þessum hætti:
Allir nemendur mæta í skólann kl 9:00 á sitt heimasvæði.
Hjá öllum nemendum í 1.-7. bekk er dagskráin þannig:
• 9:00 - mæting á heimasvæði
• 9:10-10:00 - stofujól (jólasveinar koma í heimsókn)
• 10:00-10:30 - samkoma á sal. Helgileikur í boði 4. bekkjar.
• 10:30-11:00 - dansað við jólatré
Nemendur fara heim kl. 11:00 að loknum jólatrésdansi
Frístund er opin frá kl. 8:00 til kl. 16:15.
Lesa meira
13.12.2019
Eftir vonda veðrið og ófærðina höfðum við það huggulegt í skólanum í gær á jólaþemadegi með föndri og notalegheitum. Hér má sjá myndir frá deginum.
Lesa meira
13.12.2019
Giljaskóli og Naustaskóli verða Réttindaskólar UNICEF. Samkomulag þess efnis var undirritað í Naustaskóla í gær og markar tímamót fyrir Akureyrarbæ. Sjá frétt á vef Akureyrarbæjar.
Lesa meira
11.12.2019
Skólahald verður í öllum skólum bæjarins á morgun, fimmtudag, samkvæmt dagskrá.
Veðrið virðist ganga hægar niður en spáð var og því hefur gengið heldur hægt að hreinsa götur bæjarins. Framkvæmdamiðstöð reiknar með að moka fram á kvöld og hefja mokstur aftur kl. 4 í fyrramálið. Veðurspáin hljóðar upp á 13-18 m/s og él.
Foreldrar skulu sjálfir meta aðstæður og ef erfitt er að koma til skóla strax í fyrramálið munu skólastjórnendur sýna því skilning. Þó er eindregið óskað eftir því að starfsfólk viðkomandi skóla sé látið vita að börnin séu á öruggum stað
Lesa meira