31.10.2018
Vinsamlega komið eftirfarandi upplýsingum á framfæri.
Heimili og Skóli – landssamtök foreldra halda Foreldradaginn árlega og nú í samstarfi við Menntamálastofnun. Viðburðurinn ber yfirskriftina Læsi í krafti foreldra.
Læsisuppeldi er umhyggja fyrir barninu en markmiðið málþingsins er að vekja foreldra til vitundar um mikilvægi læsisuppeldis.
Streymt verður frá viðburðinum á Facebook-síðum Heimilis og skóla og Menntamálastofnunar. Endilega vekið athygli á viðburðinum með því að t.d. senda póst á foreldra ef það á við, vekja athygli á heimasíðu ykkar og/eða deilið viðburðinum af Facebook-síðu Menntamálstofnunar.
Með kveðju,
Heiðrún Scheving Ingvarsdóttir,
læsisráðgjafi.
Lesa meira
29.10.2018
Á morgun þriðjudaginn 30. október er viðtalsdagur í skólanum og því enginn skóli. Við minnum á skráningu í foreldraviðtölin á Mentor þeir sem það eiga eftir.
Lesa meira
24.10.2018
Við minnum á viðtalsdaginn 30. október nk. en þá mæta nemendur og foreldrar í viðtöl hjá umsjónarkennara. Búið er að opna fyrir skráningu í viðtölin á mentor.is, ef einhverjar upplýsingar vantar varðandi skráningu má hafa samband við ritara. Frístund er opin þennan dag, vinsamlegast hafið samband ef þið viljið nýta ykkur þá þjónustu eða senda póst á hrafnhildurst@akmennt.is
Lesa meira
15.10.2018
Við minnum á haustfrí nemenda og kennara nk. fimmtudag og föstudag og starfsdag á mánudag. Frístund verður opin frá kl. 08:00-16:15 alla þessa daga, vinsamlegast látið vita ef þið viljið nýta ykkur þá þjónustu.
Lesa meira
01.10.2018
Sælir foreldrar barna í 1. bekk
Skólafærninámskeið fyrir foreldra nýnema í Naustaskóla verður haldið í dag 1. október kl. 17:00-19:00.
Námskeið af þessu tagi eru haldin árlega fyrir foreldra nýnema, en markmiðið með þeim er að fræða foreldra um skólann okkar og grunnskólakerfið almennt. Dagskrá þess verður sem hér segir: Kennarar í 1. bekk kynna kennsluaðferðir og skipulag í 1. bekk. Veittar verða ýmsar upplýsingar tengdar starfsháttum, stefnu og agastefnu Naustaskóla. Kynning á stoðþjónustu, Mentor og upplýsingamiðlun til foreldra.
Helga Jónsdóttir, ráðgjafi í Jákvæðum aga, mun kynna fyrir foreldrum Jákvæðan aga, sem er agastefna Naustaskóla.
Ætlast er til að foreldrar/forráðamenn nemenda í 1. bekk mæti á námskeiðið. Boðið verður upp á barnagæslu meðan á námskeiði stendur.
Vonandi sjáum við sem flesta!
Bryndís skólastjóri, Sigríður Jóna og Vala Björt, kennarar í 1. bekk og Þórey íþróttakennari.
Lesa meira
24.09.2018
Í morgun fór fram fyrsta brunaæfing vetrarins í Naustaskóla. Nemendur og starfsfólk fengu að þessu sinni að vita af aðgerðinni fyrirfram og í kjölfarið fóru stjórnendur yfir verklag og framkvæmd rýmingarinnar. Nemendur stóðu sig vel og voru fljótir að koma sér út úr húsi í röðum og út á íþróttavöll.
Lesa meira