Fréttir

Skólasetning Naustaskóla 2018-2019

Skólasetning í Naustaskóla verður þriðjudaginn 21. ágúst. Nemendur mæti á eftirfarandi tímum: Kl. 10:00 nemendur í 2.-5. bekk Kl. 11:00 nemendur í 6.-10. bekk. Á skólasetningunni hitta nemendur umsjónarkennara, fá stundaskrá og fræðast um starfið í vetur. Foreldrar eru velkomnir og við mælumst sérstaklega til þess að foreldrar nýrra nemenda í skólanum fylgi sínum börnum. Kennsla hjá 2.-10. bekk hefst skv. stundaskrá miðvikudaginn 22. ágúst en hjá 1. bekk hefst kennsla fimmtudaginn 23. ágúst. Foreldrar barna í 1. bekk fá nánari upplýsingar í bréfi í næstu viku þegar kennarar mæta til starfa.
Lesa meira

Viðurkenningar fræðsluráðs Akureyrarbæjar

Í gær (14. 6.18) veitti fræðsluráð Akureyrarbæjar viðurkenningu þeim einstaklingum sem skarað hafa framúr í starfi. Alla deildarstjóri í Naustaskóla hlaut viðurkenningu fyrir störf sín í valgreinanefnd grunnskólanna á Akureyri. Valgreinanefnd grunnskólanna hefur svo sannarlega unnið gott og ötult starfs síðustu árin og verið í mikilli framþróun varðandi fjölbreytni og aukið framboð valgreina á Akureyri. Valgreinanefndin er einstök á landsvísu og erum við afar stolt af vinnu hennar. Við óskum Öllu og samstarfskonum hennar í nefndinni innilega til hamingju með viðurkenninguna, þær eru svo sannarlega vel að henni komnar.
Lesa meira

Skólaslit

Naustaskóla var slitið í níunda sinn sl. miðvikudag við hátíðlega athöfn á sal skólans. Nokkrir nemendur og kennarar komu fram með tónlistaratriði og ljóðalestur. Nemendur fengu síðan vitnisburð afhentan hjá umsjónakennurum og héldu glaðbeittir út í sumarið. Nemendur í 10. bekk voru 31 þetta árið og var útskriftarathöfn þeirra haldin seinnipart dagsins með tilheyrandi dagskrá og glæsilegu kaffihlaðborði sem níundi bekkur og foreldrar buðu upp á. Nemendur héldu ræðu og sýndu myndband og sögðu frá útskriftarferð sinni og kennararnir Silla og Stefán voru með söngatriði. Við kveðjum frábæran hóp nemenda með söknuði, þökkum þeim fyrir samfylgdina í gegnum árin og óskum þeim velfarnaðar í leik og starfi í framtíðinni. Hér eru nokkrar myndir frá athöfninni.
Lesa meira

Skólaslit - Frístund lokuð.

Skólaslit Naustaskóla verða miðvikudaginn 6. júní. Sjá skipulag hér fyrir neðan.
Lesa meira

Vorþemadagar í sól og blíðu.

Í gær og dag vorum vorþemadagar í Naustaskóla. Nemendur skólans skiptust á stöðvar við skólann annan daginn, og nutu náttúrunnar í Kjarnaskógi hinn daginn. Veðrið lék við okkur þessa daga sem gerði útiveruna ánægjulega, bæði fyrir nemendur og starfsfólk.
Lesa meira

Vorball í dag!

Upplýsingar um ballið í dag.
Lesa meira

Vorball!! Fjáröflun fyrir Reykjaferð

Halló halló Það er styttist í skólaslitin en þó nægur tími til að halda loka ball. Fimmtudaginn 31. maí er stefnt að allsherjar vorballsgleði en ballið er fjáröflun fyrir Reykjaferð 6. bekkjar í haust. Tvískipt að vanda & tímasetningar ekki svo óþekktar. 1. - 3. bekkur frá 16:00 – 17:30 4. - 7. bekkur frá 17:30 -19:00 Aðgangseyrir er 500 krónur & innifalið svalandi drykkur og brakandi poppkorn. Það verður gleði & gaman, dönsum svolítið saman!
Lesa meira

Stúlkur úr Naustaskóla unnu stuttmyndakeppni

Stuttmyndakeppnin Stulli fór fram í Rósenborg sl. föstudag. Það voru þær Ásta Þórunn, Sara Elísabet og Jennifer sem unnu keppnina með myndinni "Ekki anda"! Þema myndanna í ár var vísindaskáldskapur og hrollvekjur. Við óskum stúlkunum innilega til hamingju. Hér má sjá nánar um keppnina og hægt að horfa á myndina.
Lesa meira