Fréttir

Skólaslit í Naustaskóla 2017

Föstudaginn 2. júní var Naustaskóla slitið í 8. sinn. Um morguninn fengu yngri nemendur vitnisburð sinn afhentan og kvöddu kennara sína og starfsfólk. Seinnipart dags útskrifuðust svo 31 nemandi úr 10. bekk og einn nemandi úr 9. bekk við hátíðlega athöfn. Eftir athöfnina buðu 9. bekkingar og foreldrar þeirra upp á kaffi og meðlæti.
Lesa meira

Skólaslit í Naustaskóla 2017

Skólaslit Naustaskóla verða föstudaginn 2. júní. Skipulagið er eftirfarandi: Kl. 9:00 mæta nemendur 1. 3. 5. 7. og 9. bekkjar á sal skólans og fara síðan inn á sín svæði. Kl. 11:00 mæta nemendur 2. 4. 6. og 8. bekkjar á sal skólans og fara síðan inn á sín svæði. Útskrift 10. bekkjar fer fram á sal skólans kl. 15:00 – að henni lokinni er kaffihlaðborð í boði 9. bekkjar.
Lesa meira

Myndbönd 6. og 7. bekkja nemenda úr Smiðjuvinnu

Hér má sjá nokkur skemmtileg myndbönd sem nemendur í 6. og 7. bekk gerðu í Dans og Stop motion smiðju í vetur.
Lesa meira

Skólamót UFA 2017

Þessa dagana fer fram grunnskólakeppni UFA í frjálsum íþróttum í Boganum. Í morgun var keppni 4. bekkinga í grunnskólum Akureyrar og gerði Naustaskóli sér lítið fyrir og sigraði keppnina! Til hamingju 4. bekkur!!
Lesa meira

Ball í kvöld 8. til 10. bekkur

Í kvöld verður ball fyrir nemendur á unglingastigi. Ballið hefst kl. 20:30 til 23:30. Nemendum í 7. bekk er boðið að koma á milli 20:30 til 22:30 Miðaverð 1000 kr.
Lesa meira

Sumarball á morgun miðvikudaginn 3. maí

Miðvikudaginn 3. maí heldur 10. bekkur sumarball fyrir yngri krakkana. Ballið er frá kl. 16:30-18:00 fyrir 1.-4. bekk og frá 18:00-19:30 fyrir 5.-7. bekk. Það kostar 600 kr. inn og verður sjoppa á seinna ballinu. Endilega mætið sumarleg:)
Lesa meira