Fréttir

Útivistardagur mánudaginn 27. mars!

Nýr dagur fyrir útivist er áætlaður á mánudaginn 27. mars. Við höldum okkur við sama skipulag og áður og upplýsingablöð fyrir skíðaleigu í 4.-10. bekk sem hafa þegar verið send munu gilda.
Lesa meira

Skíðaferð fellur niður!

Því miður verðum við að fella niður skíðaferð í Hlíðarfjall í dag vegna veðurs! Skóladagur er samkvæmt stundarskrá.
Lesa meira

7. bekkur í upplestrarkeppni

Forkeppni Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk fór fram í dag og voru fulltrúar valdir til að taka þátt í aðal keppninni sem fram fer í Menntaskólanum á Akureyri þann 29. mars nk. kl. 17:00. Þau eru Róbert Alexander Geirsson og Lovísa Lea Jóhannsdóttir og til vara verður Edda Líney Baldvinsdóttir. Nemendur stóðu sig öll með prýði og lásu bæði texta og ljóð. Dómarar í keppninni voru Aníta Jónsdóttir kennari, Dominiqe Gyða Sigrúnardóttir leikkona og Herdís Margrét Ívarsdóttir kennari.
Lesa meira

Útivistardagur í Naustaskóla fimmtudaginn 23. mars.

Ágætu foreldrar/forráðamenn Fimmtudagurinn 23. mars er áformaður útivistardagur í Naustaskóla (ef veður leyfir) þar sem okkur býðst að fara í Hlíðarfjall. Þeim nemendum sem ekki geta farið í fjallið af heilsufars- eða öðrum mjög brýnum ástæðum verður boðið upp á afþreyingu í skólanum. Nemendur í 4.-10. bekk geta fengið lánaðan búnað endurgjaldslaust en nemendur í 1.-3. bekk geta því miður ekki fengið lánaðan búnað en er velkomið að hafa með sinn eigin búnað eða snjóþotur og sleða. Þar sem töluverð ásókn hefur verið í að fá lánaðan búnað hvetjum við þá nemendur sem eiga skíði eða bretti að koma með sinn búnað.
Lesa meira

Nemendadagurinn á morgun föstudag

Nemendadagurinn Á morgun, föstudaginn 24. febrúar er hinn árlegi nemendadagur í Naustaskóla. Þann dag fær nemendaráð að skipuleggja dagskrá dagsins fyrir hönd nemenda skólans. Í boði verða íþróttamót, hæfileikakeppni starfsfólks og svo auðvitað frjálst nesti og snúðasala 10. bekkjar. Á skóladagatali er þetta gulur dagur sem þýðir að skóladegi hjá 4. -10. bekk lýkur kl. 12:00. Nemendur í 1. -3. bekk verða í Frístund til kl. 13:00 – og þau börn sem eru skráð í Frístund eftir kl. 13:00 - klára daginn sinn þar eins og venjulega. Bestu kveðjur Bryndís skólastjóri.
Lesa meira

Opnun Frístundar í vetrarfríinu

Athygli er vakin á opnun Frístundar í komandi vetrarfríi. Eins og fram hefur komið í bréfi til foreldra var samþykkt í skólanefnd Akureyrarbæjar að Frístund yrði lokuð fyrir hádegi í vetrarfríinu. Opnun Frístundar þessa daga verður því á þessa leið: Miðvikudaginn 1. mars LOKAÐ allan daginn Fimmtudaginn 2. mars opið kl. 13:00-16:15 Föstudaginn 3. mars opið kl. 13:00-16:15
Lesa meira

Nemendadagurinn föstudaginn 24. febrúar

Næstkomandi föstudag verður nemendadagurinn en þá er hefðbundið skólastarf brotið upp og nemendur fá að hafa áhrif á hvað gert er. Frjálst nesti er þennan dag, gos og sælgæti þó ekki leyfilegt. 10. bekkur ætlar að selja snúða þennan dag og verður farið í alla bekki í dag, mánudaginn 20. febrúar og tekið á móti pöntunum. Snúður: 350 kr Snúður og svali: 500kr Hvítur dagur:)
Lesa meira

Jákvæður agi - foreldranámskeið

Við minnum á foreldranámskeið í Jákvæðum aga sem haldið verður í Naustaskóla miðvikudaginn 15. febrúar kl. 17–19 og 22. febrúar kl. 17–19. Skráning fer fram hjá Kristjönu ritara í síma 4604100 eða á netfanginu kristjana@akmennt.is Jákvæður agi kennir börnum og unglingum félagsfærni og lífsleikni. Jákvæður agi byggir upp samband væntumþykju og virðingar milli barns og fullorðins og meginmarkið er sameiginleg lausnaleit. Jákvæður agi leggur áherslu á að kenna, hvetja og sýna skilning í samskiptum sem byggja á gagnkvæmri virðingu. Á námskeiðinu er lögð rík áhersla á þátttöku allra í æfingum og umræðum þeim tengdum. Einnig verður fjallað um uppbyggingu fjölskyldufunda og verkfæri Jákvæðs aga. Vonumst til að sjá sem flesta!
Lesa meira