19.04.2017
Minnum á frídaga á morgun og fösdudag, sumardagurinn fyrsti á morgun fimmtudag og starfsdagur á föstudag. Frístund verður opin á föstudag.
Lesa meira
07.04.2017
Árshátíðin í gær gékk ljómandi vel með samstilltu átaki nemenda, starfsfólks og foreldra eftir mikinn undirbúning síðustu daga við að semja atriði, þrotlausar æfingar, búningavinnu, tæknivinnslu og fleira. Nemendur stóðu sig frábærlega á sviðinu og í annarri vinnu við sýningarnar. Ekki má gleyma glæsilegu kaffihlaðborðinu með bakkelsi sem foreldrar lögðu til og foreldrar tíundu bekkinga unnu við. Ágóðinn af kaffihlaðborði rennur svo í ferðasjóð útskriftarnemanna í vor. Hér má sjá myndir frá sýningunum sem Árni Hrólfur tók.
Lesa meira
04.04.2017
Árshátíð 6. apríl 2017
Bakkelsi þarf að koma í skólann á milli 8-9 á árshátíðardaginn. Eins má koma með bakstur á milli 14-16 daginn áður eða miðvikudaginn 5.apríl.
Tekið verður við bakkelsinu í heimilisfræðistofu.
Bakstur – Athugið þar sem bráðaofnæmi er fyrir hnetum má ekki nota þær til baksturs.
1.bekkur Marens
2.bekkur Heitur réttur
3.bekkur Heitur réttur
4.bekkur Pönnukökur/skinkuhorn/snúðar/Flatkökur með hangikjöti
5.bekkur Pönnukökur/skinkuhorn/snúðar/Flatkökur með hangikjöti
6.bekkur Skúffukökur
7.bekkur Muffins
8.bekkur Terta (annað en marens og skúffukaka)
9.bekkur Terta (annað en marens og skúffukaka)
10.bekkur Marens
Lesa meira
30.03.2017
Skólahreysti 2017 fór fram í Íþróttahöllinni í gær og var mikið fjör að vanda. Naustaskóli átti þar verðuga fulltrúa sem stóðu sig eins og alvöru hetjur og urðu í 4. sæti í keppninni. Það voru þau Júlía Rós Bergþórsdóttir, Kolbeinn Fannar Gíslason, Kolbrún Perla Þórhallsdóttir, Sara Ragnheiður Kristjánsdóttir, Trausti Lúkas Adamsson og Viktor Axel Þorgeirsson. Síðuskóli var í fyrsta sæti annað árið í röð, þá Brekkuskóli og Lundarskóli í því þriðja. Hér má sjá nokkrar myndir sem Árni Hrólfur tók í Höllinni.
Lesa meira