Fréttir

Frí á morgun og föstudag!

Minnum á frídaga á morgun og fösdudag, sumardagurinn fyrsti á morgun fimmtudag og starfsdagur á föstudag. Frístund verður opin á föstudag.
Lesa meira

Myndir frá Árshátíðinni

Árshátíðin í gær gékk ljómandi vel með samstilltu átaki nemenda, starfsfólks og foreldra eftir mikinn undirbúning síðustu daga við að semja atriði, þrotlausar æfingar, búningavinnu, tæknivinnslu og fleira. Nemendur stóðu sig frábærlega á sviðinu og í annarri vinnu við sýningarnar. Ekki má gleyma glæsilegu kaffihlaðborðinu með bakkelsi sem foreldrar lögðu til og foreldrar tíundu bekkinga unnu við. Ágóðinn af kaffihlaðborði rennur svo í ferðasjóð útskriftarnemanna í vor. Hér má sjá myndir frá sýningunum sem Árni Hrólfur tók.
Lesa meira

Árshátíð - bakstursplan

Árshátíð 6. apríl 2017 Bakkelsi þarf að koma í skólann á milli 8-9 á árshátíðardaginn. Eins má koma með bakstur á milli 14-16 daginn áður eða miðvikudaginn 5.apríl. Tekið verður við bakkelsinu í heimilisfræðistofu.  Bakstur – Athugið þar sem bráðaofnæmi er fyrir hnetum má ekki nota þær til baksturs. 1.bekkur Marens 2.bekkur Heitur réttur 3.bekkur Heitur réttur 4.bekkur Pönnukökur/skinkuhorn/snúðar/Flatkökur með hangikjöti 5.bekkur Pönnukökur/skinkuhorn/snúðar/Flatkökur með hangikjöti 6.bekkur Skúffukökur 7.bekkur Muffins 8.bekkur Terta (annað en marens og skúffukaka) 9.bekkur Terta (annað en marens og skúffukaka) 10.bekkur Marens
Lesa meira

Skólahreysti 2017

Skólahreysti 2017 fór fram í Íþróttahöllinni í gær og var mikið fjör að vanda. Naustaskóli átti þar verðuga fulltrúa sem stóðu sig eins og alvöru hetjur og urðu í 4. sæti í keppninni. Það voru þau Júlía Rós Bergþórsdóttir, Kolbeinn Fannar Gíslason, Kolbrún Perla Þórhallsdóttir, Sara Ragnheiður Kristjánsdóttir, Trausti Lúkas Adamsson og Viktor Axel Þorgeirsson. Síðuskóli var í fyrsta sæti annað árið í röð, þá Brekkuskóli og Lundarskóli í því þriðja. Hér má sjá nokkrar myndir sem Árni Hrólfur tók í Höllinni.
Lesa meira