Fréttir

Foreldrafyrirlestur um kynlíf og klám

Vekjum athygli á auglýsingu sem birtist í dagskránni um fyrirlestur fyrir foreldra um kynlíf og klám. Fyrirlesturinn verður í Síðuskóla í kvöld 6. des og hefst kl. 20:00. Sigga Dögg kynfræðingur heimsækir alla 8. bekkinga á Akureyri í þessari viku og verður í Naustaskóla á morgun, miðvikudag. Fyirlesturinn er opinn öllum foreldrum.
Lesa meira

Myndir 7. bekkur á Reykjum

Hér koma myndir frá skólabúðum 7. bekkjar á Reykjum.
Lesa meira

Árshátíðarball í Naustaskóla

Í kvöld, föstudagskvöld stendur 10. bekkur fyrir árshátíðarballi í Naustaskóla. Ballið byrjar kl. 20:00 og stendur til kl. 23:30. Aðgangseyrir er 1500 krónur en nemendur í 7. bekk fá að vera á ballinu til kl. 10:30 og kostar 1000 kr. fyrir þau. Alexander Jarl mætir á svæðið og DJ Viktor Axel. Sjoppa verður á staðnum og posi.
Lesa meira

Síðasti vinnudagur Lillu!

Í dag var síðasti vinnudagur Lillu skólaliða sem hefur unnið við skólann frá upphafi hans. Lilla var kvödd með ýmsu móti og m.a. ákváðu nemendur og kennarar í 1. bekk að koma Lillu á óvart og kveðja hana með fallegum söng. Þetta var hjartnæm stund enda Lilla búin að vera nemendum stoð og stytta og munum við sakna hennar sárt. Við óskum Lillu gæfu og þökkum henni fyrir vel unnin störf!
Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu

Í morgun var samvera á sal skólans í tilefni af degi íslenskrar tungu. Amanda Eir og Aðalheiður Jóna spiluðu á fiðlur og Katrín og Aron Snær, nemendur í úrslitum upplestrarkeppni síðasta árs lásu ljóð. Nemendur úr sjöunda bekk sem nú undirbúa sig fyrir Stóru upplestarkeppnina í ár lásu einnig saman ljóð og nemendur úr 4. bekk sungu fyrir okkur en búa sig nú einnig undir litlu upplestarkeppnina í ár.
Lesa meira

Námskeið fyrir foreldra barna með einhverfu á Akureyri - 19. nóvember.

Námskeiðið er ætlað til að aðstoða foreldra til að takast á við greiningu og fræðast um einhverfu. Námskeiðið samanstendur af fyrirlestrum frá fagfólki og umræðum. Fyrirlesarar eru frá Laufey Gunnarsdóttir frá Greiningarstöð, Andrés Ragnarsson sálfræðingur og Benedikt Bjarnason foreldri barns með einhverfu og verður haldið á Strikinu þann 19. nóvember kl. 11-16 og boðið er upp á léttan hádegisverð og kaffi. Þessi námskeið hafa verið haldin nokkrum sinnum í Reykjavík þar sem móttökur hafa verið frábærar og fullt hefur verið út úr dyrum. Við vonum að það verði einnig raunin á Akureyri og hvetjum foreldra barna á einhverfurófinu til að skrá sig.
Lesa meira

Fréttabréf nóvembermánaðar

Fréttabréf nóvembermánaðar er komið út sjá hér......
Lesa meira

Hrekkjavökuball fimmtudaginn 27. október fyrir 1.-3. bekk og 4.-6. bekk

Fimmtudaginn 27. október stendur 7. bekkur fyrir Hrekkjavökuballi fyrir yngri nemendur og er það fjáröflun þeirra fyrir Reykjaferð í nóvember. 1.-3. bekkjar ball verður kl. 16:00 - 17:30 Popp og svali innifalið. 4.-6. bekkjar ball verður kl. 18:00 - 19:30 Sjoppa á staðnum. Aðgangangseyrir er 500 kr. Draugahús, spámaður, limbókeppni og fleira skemmtilegt verður í boði fyrir krakkana. Endilega hvetjið börnin til að mæta í búningi.
Lesa meira