Fréttir

3.-4. sæti í Skólahreysti!

Naustaskóli náði góðum árangri í Skólahreysti sem fram fór í Íþróttahöllinni í gær, fimmtudaginn 16. mars þegar liðið deildi 3.-4. Sæti með Oddeyrarskóla. Giljaskóli lenti í öðru sæti en Síðuskóli bar sigur úr býtum. Keppendur frá Naustaskóla voru þau Birgir Baldvinsson, Bjarney Sara Bjarnadóttir, Helgi Björnsson og Védís Alma Ingólfsdóttir og varamenn voru þau Alexander L. Valdimarsson og Embla Sól Garðarsdóttir.
Lesa meira

Sköpun bernskunnar - sýning í Listasafninu

Vert er að vekja athygli á sýningunni Sköpun bernskunnar sem nú er opin í Listasafni Akureyrar (Ketilhúsinu), en þar eiga nemendur okkar í 2.-5. bekk verk í bland við verk starfandi listamanna og muni frá Leikfangasafninu. Nánari upplýsingar hér
Lesa meira

Árshátíð Naustaskóla 2015-2016

Árshátíð Naustaskóla skólaárið 2015-2016 verður fimmtudaginn 17. mars. Á árshátíðinni verða þrjár sýningar, kl. 13:30, kl. 15:30 og kl. 17:30. Eftir hverja sýningu verða seldar kaffiveitingar, verð fyrir fullorðna er 1000 kr. en fyrir börn á grunnskólaaldri og að þriggja ára aldri 500 kr. - frítt fyrir tveggja ára og yngri. Athugið að ekki er hægt að greiða með greiðslukortum. Nemendum hefur verið raðað saman í þrjá sýningarhópa, skipan þessara hópa má sjá með því að smella hér... Veitingaskipulagið á kaffisölu verður með svipuðu sniði og undanfarin ár þ.e. að öll heimili koma með einn rétt/köku. Röðun rétta eftir bekkjum verður eftirfarandi: 1. Marens 2. Heitur réttur 3. Heitur réttur 4. Pönnukökur / skinkuhorn / snúðar / flatkökur með hangikjöti 5. Pönnukökur / skinkuhorn / snúðar / flatkökur með hangikjöti 6. Skúffukaka 7. Muffins 8. Terta/kaka (annað en marens eða skúffukaka) 9. Terta/kaka (annað en marens eða skúffukaka) 10. Marens Móttaka veitinganna er í heimilifræðistofunni og koma þarf með veitingarnar fyrir kl. 12:00. Allir velkomnir, sjáumst í hátíðarskapi!
Lesa meira

Tilnefning Foreldraverðlauna 2016

Nú hefur verið opnað fyrir tilnefningar til Foreldraverðlauna 2016 en síðasti skiladagur er 27. apríl. Hægt er að senda inn tilnefningar hér: http://www.heimiliogskoli.is/foreldrastarf/foreldraverdlaun/tilnefning-til-foreldraverdlauna-heimilis-og-skola/ Einnig er hægt að tilnefna sérstaklega til dugnaðarforkaverðlauna: http://www.heimiliogskoli.is/foreldrastarf/foreldraverdlaun/tilnefning-dugnadarforkur/ Markmið Foreldraverðlauna Heimilis og skóla er að vekja athygli á því gróskumikla starfi sem fer fram innan leik-, grunn og framhaldsskóla, og þeim mörgu verkefnum sem stuðla að öflugu og jákvæðu samstarfi heimila, skóla og samfélagsins. Foreldraverðlaun eru veitt til eins verkefnis/viðfangsefnis. Heimili og skóli – landssamtök foreldra standa fyrir Foreldraverðlaunum en samtökin sjálf, stjórn eða starfsfólk tilnefna ekki verkefni, heldur vinnur dómnefnd úr innsendum tilnefningum. Niðurstöður dómnefndar byggjast á greinargerðum og rökstuðningi þeirra aðila sem tilnefndu.
Lesa meira

Fulltrúar Naustaskóla í söngvakeppni SAMFÉS

Naustaskóli átti 3 fulltrúa í söngvakeppni SAMFÉS sem fram fór í Laugardalshöll 5. mars sl. Það voru þeir Alexander Lobindzus Valdimarsson sem spilaði á píanó, Bjartur Geir Gunnarsson á trommur og Freyr Jónsson á selló. Saga Marie Petersson úr Lundarskóla sá um sönginn en þau fluttu lagið 7 years eftir Lukas Graham. Hér má sjá atriðið þeirra. http://krakkaruv.is/thattur/songkeppni-samfes-2016/troja-28
Lesa meira

Marsfréttabréfið komið út

Nú hefur fréttabréf marsmánaðar verið sent út en það er einnig hægt að nálgast hér á heimasíðunni..
Lesa meira

"Útivistarreglur" um skjátíma barna og unglinga

Boðað er til málþings í Hofi miðvikudaginn 9. mars kl. 16:30-19:00 en markmiðið með þinginu er að móta viðmið um skjátímabarna og unglinga á Akureyri og þar horft til góðs árangurs af útivistarreglum fyrir sama aldurshóp. Mikilvægt er að hafa í huga að þessi viðmið geta gagnast jafnt börnum, unglingum sem og fullorðnum, því flest þekkjum við þá tilfinningu að við eyðum óhóflegum tíma við skjá. Dagskráin byggir á kynningu á viðfangsefninu og síðan umræðu þátttakenda í hópum. Gert er ráð fyrir að málþingið leggi fram sameiginlega tillögu að viðmiðunum um skjátíma sem fara í kynningu og síðan til loka úrvinnslu hjá Samtaka – samtökum foreldrafélaga á Akureyri og Samfélags- og mannréttindaráði, sem standa saman að útgáfu þeirra og kynningu. Allir velkomnir Komum saman og mótum samfélagssáttmála um skjátíma. Skráning á Facebook síðu verkefnisins. Facebook: https://www.facebook.com/vidmid/ Twitter #skjatimi
Lesa meira

Hæfileikakeppni nemendaráðs

Einn af föstu liðunum í skólastarfinu hjá okkur er hæfileikakeppni nemendaráðs sem haldin er á hverju ári. Að þessu sinni var hún haldin föstudaginn 19. febrúar og voru átta atriði sem kepptu til úrslita, en í verðlaun voru að vanda veglegir vinningar. Að lokum fór svo að það var Vilhjálmur Sigurðsson í 5. bekk sem fór með sigur af hólmi en hann spilaði á selló. Í 2. sæti urðu þær Jóna Birna og Sonja Li í 4. bekk en þær voru með dansatriði, og í 3. sæti voru Kolbrún Líf, Þórný Sara og Tinna Malín í 4. bekk en þær sungu og spiluðu á fiðlu. Aukaverðlaun hlaut svo Amanda Eir í 4. bekk fyrir einsöng. Á meðfylgjandi mynd má sjá sigurvegara keppninnar í ár..
Lesa meira

Krufning á unglingastigi

Nemendur á unglingastigi fengu að spreyta sig á að rannsaka valin líffæri úr svínum, en það er alltaf mjög áhugaverð vinna.
Lesa meira

Siljan - myndbandasamkeppni

Barnabókasetur stendur fyrir myndbandasamkeppni fyrir nemendur í 5.-10. bekk grunnskóla. Keppt er í tveimur flokkum, 5.-7. bekk og 8.-10. bekk. Markmiðið er að hvetja börn og unglinga til að lesa og tjá sig um bækurnar sem þau lesa. Með því að gera lestur barna og unglinga sýnilegri og virkja hina ungu lesendur til jafningjafræðslu getum við fjölgað lestrarhestunum - fengið fleiri til að brokka af stað - og gert lestur að spennandi tómstundaiðju. Ekki veitir af! Nemendur geta unnið einir eða í hópi. Fjalla skal um eina barna- eða unglingabók að eigin vali í hverju myndbandi. Bókin þarf að hafa komið út á íslensku á árunum 2014-2015. Myndböndin skulu vera 2-3 mínútur að lengd. Vista skal myndböndin á netinu (til dæmis youtube.com) og senda slóðina og upplýsingar um höfunda til barnabokasetur@unak.is Skilafrestur rennur út 20. mars. Sjá nánar á barnabokasetur.is Öll myndböndin verður því hægt að sjá á netinu. Valin myndbönd verða jafnframt tengd við einn fjölsóttasta vef landsins, gegnir.is þar sem þau munu koma að góðum notum þegar börn og unglingar leita sér að lesefni. Verðlaun: Fyrstu verðlaun: 25 þúsund krónur. Önnur verðlaun: 15.000 krónur. Þriðju verðlaun: 10.000 krónur. Auk þess fær skólasafnið í skóla sigurvegarans 100 þúsund króna bókaúttekt frá Félagi íslenskra bókaútgefenda.
Lesa meira