Fréttir

Breytt fyrirkomulag samræmdra prófa

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur, að fenginni tillögu frá Menntamálastofnun, ákveðið að breyta fyrirkomulagi lögbundinna samræmdra könnunarprófa í grunnskólum. Breytingin er tvenns konar. Í fyrsta lagi hefur verið ákveðið að öll samræmd könnunarpróf verði lögð fyrir með rafrænum hætti frá og með haustinu 2016. Í öðru lagi hefur verið ákveðið að samræmd könnunarpróf sem undanfarin ár hafa verið haldin að hausti í 10. bekk færist til vors í 9. bekk. Því verður ekkert próf haldið í 10. bekk haustið 2016 en þeir sem verða í 10. bekk á næsta skólaári munu þreyta próf vorið 2017 á sama tíma 9. bekkingar. Með því að gera prófin rafræn gefst kostur á fjölbreyttari leiðum við að prófa markmið skólastarfs, stytta vinnslutíma miðlægra prófa, bjóða upp á sveigjanleika í fyrirlögn, auðvelda stuðningsúrræði fyrir nemendur með sérþarfir og gefa kost á að laga próffyrirlögn að hæfni nemenda. Með því að færa 10. bekkjar könnunarprófið í 9. bekk gefst nemendum, forráðamönnum þeirra og kennurum meira svigrúm til þess að nýta sér niðurstöðurnar til að bregðast við og móta áherslur í námi í 10. bekk. Jafnframt þessum breytingum gerir Menntamálastofnun könnunarprófin hæfnimiðaðri í takt við áherslur í aðalnámskrá grunnskóla frá 2013. Miðað er við að áfram verði tvö könnunarpróf í 4. og 7. bekk, þ.e. í íslensku og stærðfræði. Í 10. bekk verður metin hæfni í íslensku, stærðfræði og ensku. Menntamálastofnun mun á næstunni kynna betur breytt fyrirkomulag lögbundinna samræmdra könnunarprófa og gefa út dagsetningar á fyrirlögn þeirra á næsta skólaári. Samkvæmt ákvæðum í almennum hluta aðalnámskrár grunnskóla er foreldrum heimilt að óska eftir því að barn þeirra sé útskrifað úr grunnskóla áður en 10 ára skyldunámi er lokið. Í aðalnámskránni eru sett viðmið um verklag og forsendur við mat á slíkum óskum. Með því að færa samræmt könnunarpróf til vorannar í 9. bekk fá foreldrar, nemendur og skólar viðbótarupplýsingar til að meta hvort viðkomandi nemandi búi yfir nægilegri hæfni og geti því innritast í framhaldsskóla.
Lesa meira

Búningaball fyrir 1.-3. bekk og 4.-6. bekk.

Mánudaginn 8. febrúar mun 7. bekkur standa fyrir búningaballi fyrir 1. - 3. og 4. - 6. bekk í Naustaskóla. Þetta er liður í fjáröflun 7. bekkjar fyrir ferð á Reyki síðar í mánuðinum. Ballið fyrir 1. - 3. bekk er kl. 16:00 - 17:30. og 4. - 6. bekk er kl. 18:00 - 19:30 Það kostar 500 kr á ballið og innifalið í verðinu er drykkur og góðgæti. Börnin eru hvött til að mæta í búningum á ballið, þetta verður fjör!
Lesa meira

Útivistardagur í Hlíðarfjalli á morgun

Skv. upplýsingum úr fjallinu er bærilegt útlit fyrir morgundaginn og það stefnir því allt í útivistardag á morgun..!!
Lesa meira

Fréttabréf / matseðill febrúarmánaðar

Fréttabréf febrúarmánaðar er komið út en þar er m.a. fjallað um starfið á unglingastigi skólans, nýr ritari kynntur til sögunnar, sagt frá skólavali 2016 o.fl.
Lesa meira

Nýsköpun á unglingastigi

Fimmtudaginn 28. janúar kynntu nemendur á unglingastigi nýsköpunarverkefni sín sem þeir höfðu unnið í áhugasviðstímum. Þarna gat að líta margar hugmyndir að nýstárlegum uppfinningum ásamt lýsingum og módelum af viðkomandi hlutum. Það er líklega aldrei að vita nema að einhverjar þeirra muni raunverulega líta dagsins ljós á næstu árum.. Smellið hér til að sjá myndir frá kynningunum og úr náttúrufræðitíma á unglingastiginu..
Lesa meira

Leikskólanemendur í "opinberri heimsókn"

Þrjá undanfarna miðvikudaga höfum við fengið "opinberar heimsóknir" í Naustaskóla. Þar er um að ræða elstu nemendur Naustatjarnar sem eru að kynna sér grunnskólann, enda styttist í að grunnskólagangan hefjist hjá þeim, og flest koma þau þá í Naustaskóla. Í opinberum heimsóknum skoða þau skólann í fylgd skólastjóra og staldra við ýmislegt sem vekur athygli. Hér má sjá nokkrar myndir frá heimsókn síðasta hópsins sem kom til okkar miðvikudaginn 27. janúar.
Lesa meira

Útivistardagur á þriðjudaginn (2.feb)

Þriðjudaginn 2. febrúar er áformaður útivistardagur í Naustaskóla (ef veður leyfir) þar sem okkur býðst að fara í Hlíðarfjall. Nemendur í 4.-10. bekk geta fengið lánaðan búnað endurgjaldslaust en nemendur í 1.-3. bekk geta því miður ekki fengið lánaðan búnað en er velkomið að hafa með sinn eigin búnað eða snjóþotur og sleða. Unnið er að því að kanna þörf fyrir búnað fyrir nemendur og þurfum við að senda þær upplýsingar upp í fjall fyrir vikulokin. Hægt verður að fara á svigskíði, bretti, gönguskíði eða jafnvel fara í gönguferð. Við komuna í fjallið fá nemendur lyftukort sem gilda allan daginn og geta eldri nemendur nýtt sér það ef vilji er til, en athugið að skila þarf inn lánsbúnaði um hádegi, þegar rútur á vegum skólans fara heim.
Lesa meira

Viðtalsdagar á mánudag og þriðjudag

Dagana 25. og 26. janúar 2016 eru viðtalsdagar. Þessa daga er ekki kennsla, en ætlast er til þess að nemendur mæti ásamt forráðamönnum til samtals við umsjónarkennara annan hvorn þessara daga. Foreldrar bóka sig í viðtal hjá umsjónarkennara í gegnum www.mentor.is. Þá er farið inn á fjölskylduvef Mentor og smellt á hlekk sem birtist hægra megin á síðunni - "bóka foreldraviðtal". Leiðbeiningar má nálgast hér ef lykilorð aðstandenda vantar eða er glatað: https://www.youtube.com/watch?v=ifwOntk280M Greinargóðar leiðbeiningar vegna bókunar í samtöl má finna á slóðinni: https://www.youtube.com/watch?v=lLHx3ngQD6g Ef þið lendið í vandræðum eða óskið eftir aðstoð við þetta er um að gera að hafa samband við ritara skólans. Ef þið finnið alls enga tímasetningu sem ykkur hentar biðjum við ykkur um að hafa beint samband við viðkomandi umsjónarkennara.
Lesa meira

1. bekk boðið á tónleika 17. janúar

Menningarfélag Akureyrar og Norðurorka bjóða 5 og 6 ára börnum á Akureyri (fæddum 2009 og 2010) á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands – Frost. Boðið er liður í samfélagsverkefni Norðurorku og Menningarfélags Akureyrar en markmið þess er að færa menninguna nær íbúum bæjarins og auka aðgengi hennar fyrir hvern sem er.
Lesa meira