Fréttir

Rithöfundar í heimsókn

Það er töluvert um heimsóknir hjá okkur þessa dagana, í síðustu viku kom Ævar vísindamaður og las úr nýrri bók sinni fyrir 4.-7. bekk.  Fyrir nokkru kom Arnar Már Arngrímsson og las fyrir unglingastigið úr bókinni Sölvasaga unglings og þann 4. des eigum við von á Villa vísindamanni til okkar.  Þar að auki hefur svo Menningarfélag Akureyrar boðið 2.-5. bekk að sjá sýninguna um Grýlu í Samkomuhúsinu og 1. bekk er boðið á tónleika í Hofi.  Semsagt nóg um að vera..   Myndin til hliðar er frá heimsókn Ævars vísindamanns..
Lesa meira

Slökkviliðið kom í heimsókn

Í dag kom slökkviliðið í heimsókn í 3. bekk.Fyrst fengu börnin fræðslu um eldvarnir en þessi vika 23.-27. nóvember er tileinkuð eldvörnum og jafnan kölluð Eldvarnarvikan. Eftir fræðsluna fengu þau tækifæri að fara út og skoða slökkviliðsbifreið.Hér eru nokkrar myndir. 
Lesa meira

Myndir frá nemendadeginum

Hinn árlegi nemendadagur í Naustaskóla var haldinn hátíðlegur 13. nóvember sl. Á nemendadeginum er það nemendaráð skólans sem skipuleggur skólastarfið en hins vegar hafa myndast ýmsar hefðir eins og t.d. að hafa spurningakeppni og hæfileikakeppni starfsmanna, fótboltaleikur milli nemenda og starfsmanna o.fl. Nemendadagurinn fór prýðilega fram og allir skemmtu sér hið besta. Hér má smá nokkrar myndir frá deginum..
Lesa meira

Góður árangur í Lego-keppninni

Þann 14. nóvember fór fram hin árlega "First Lego League" keppni í Háskólabíói.  Fjórða árið í röð átti Naustaskóli lið í keppninni og að vanda var okkar fólk skólanum til mikils sóma.  Gerðu þau góða ferð suður og lönduðu verðlaunum fyrir besta rannsóknarverkefnið en að auki fengu þau tilnefningu fyrir bestu hönnun á vélmenni.  Þetta er gríðarlega vel að verki staðið enda fer keppnin harðnandi og í þetta skiptið voru 22 lið í keppninni.  Á meðfylgjandi mynd má sjá liðið ásamt Magnúsi liðsstjóra sem hefur haft veg og vanda af þjálfuninni.  Til hamingju!
Lesa meira

10. bekkur í heimsókn í VMA

Framhaldsskólarnir tveir á Akureyri bjóða nemendum í 10. bekk í heimsókn til að kynna skólann og þær námsleiðir sem þar eru í boði. Í dag fóru 10 bekkingar í skólaheimsókn í Verkmenntaskólann á Akureyri. Rölt var á milli staða og fengu nemendur kynningu á bæði bóklegu- sem og verklegu námi sem þar fer fram. Menntaskólinn á Akureyri bíður síðan nemendum í heimsókn næstkomandi föstudag.   Hér má sjá nokkrar myndir frá heimsókninni í VMA
Lesa meira

Peysusala miðvikudaginn 4. nóvember

Um helmingur nemenda skólans hefur nú þegar keypt sér skólapeysu, þeir sem ekki hafa þegar nælt sér í eintak geta komið í skólann miðvikudaginn 4 nóvember milli 15-17. Athugið að greiða þarf við pöntun. Þeir sem búnir voru að panta fá sínar peysur afhentar í byrjun næstu viku.
Lesa meira

Nóvemberfréttabréfið

Fréttabréf nóvembermánaðar er komið út og má nálgast það hér...
Lesa meira

Hrekkjavökuball

Fimmtudaginn 29. október munum við halda upp á hrekkjavökuna með dansleikjum fyrir nemendur skólans. Það er 7. bekkur sem heldur böllin og ágóði rennur í ferðasjóð vegna skólabúðaferðar þeirra í vor.Kl. 17:00-18:30 verður ball fyrir nemendur í 1.-3. bekk og kl. 19:00-20:30 verður ball fyrir nemendur í 4.-6. bekk.  Aðgangseyrir er 500 kr., djús og popp innifalið fyrir 1.-3. bekk en sjoppan opin fyrir 4.-6. bekk.  Draugahús, spámaður, limbó o.fl.
Lesa meira

Skólapeysur og kaffihús á viðtalsdeginum

Á viðtalsdaginn, 22. október, ætlar 10. bekkur að selja skólapeysur (sjá mynd). Peysurnar verða fáanlegar í barna- og fullorðinsstærðum og sex litum, svörtum, dökkbláum, bleikum, dökkgráum, fjólubláum og ljósgráum og munu kosta 6.000 krónur. Innifalið í verðinu er merking með nafni skólans neðst á bakinu og nafni barns framan á brjósti. Krakkarnir í 10.bekk verða einnig með lítið kaffihús á viðtalsdaginn þar sem hægt er að kaupa kaffi eða mjólk (100kr) rúnstykki (300kr) og skúffuköku (200kr). Við viljum hvetja alla til að gefa sér góðan tíma á viðtalsdaginn og eiga notalega stund á kaffihúsinu.
Lesa meira

Viðtalsdagur og vetrarfrí

Fimmtudagurinn 22. október er viðtalsdagur, þá er ekki kennsla en nemendur og foreldrar mæta í stutt viðtal við umsjónarkennara.  Foreldrar bóka viðtöl á fjölskylduvef mentor.is, hér má finna leiðbeiningar varðandi það.Föstudaginn 23. október og mánudaginn 26. október er svo vetrarfrí hjá okkur. Frístund er opin alla þessa daga. 
Lesa meira