Fréttir

Verum vel upplýst og örugg í umferðinni!

Nú þegar það er farið að dimma er MJÖG mikilvægt að börnin og reyndar við öll notum endurskinsmerki eða endurskinsvesti þegar við erum í umferðinni.  Í myrkri sjást gangandi og hjólandi vegfarendur illa þrátt fyrir götulýsingu.  Útsýni ökumanna er allt annað en þeirra sem eru gangandi eða hjólandi. Gangandi eða hjólandi vegfarendur ættu því ætíð að nota viðeigandi öryggisbúnað s.s. endurskin, ljósabúnað og hjálm.Við beinum því til ykkar að yfirfara hjólabúnað og yfirhafnir barnanna og ganga úr skugga um það að endurskinsmerki séu á yfirhöfnum og glitaugu og ljós á reiðhjólumVerum vel upplýst og örugg í umferðinni!Hér má sjá gott myndband um Endurskinsmerkjatilraunhttps://www.youtube.com/watch?v=tIq7VBCoMsw
Lesa meira

Yfirlýsing vegna fjölmiðlaumfjöllunar sl. helgi

Síðastliðinn föstudag og fram á liðna helgi varð töluverð umfjöllun í ýmsum netmiðlum sem snerti nemendur við Naustaskóla.  Má segja að þar hafi m.a. verið dregin upp sú mynd af skólanum að þar fengi einelti og ofbeldi að viðgangast óáreitt og að starfsfólk skólans bregðist lítt við ef slíkir atburðir koma upp.  Fátt er fjær sanni enda má þar t.d. benda á að könnun Skólapúlsins sl. vor sýndi að mat foreldra á líðan nemenda í skólanum er fyrir ofan landsmeðaltal og einnig má nefna að í þeim tilfellum sem grunur vaknar um einelti er meiri ánægja með viðbrögð skólans en almennt gerist. Þessar niðurstöður og fleiri sem varða skólastarfið geta áhugasamir nálgast á heimasíðu skólans. Umfjöllunin orkaði verulega tvímælis enda höfðu netmiðlarnir ekki fyrir því að leita eftir sjónarmiði eða skýringum skólans. Mál af því tagi sem um ræðir eru alltaf viðkvæm og flókin og því eðlilegt að á þeim séu að minnsta kosti tvær hliðar sem lýsa þarf ef fjalla á um málin á tæmandi hátt, hins vegar er það afar erfitt fyrir skóla vegna persónuverndarsjónarmiða.Skóli og foreldri drengsins sem um ræddi funduðu þegar sl. mánudag og fóru yfir málin og munu vinna saman að því að tryggja velferð hans, enda það sem mestu máli skiptir.   Ágúst Jakobsson skólastjóri
Lesa meira

Foreldrastarf vetrarins

Á aðalfundi Foreldrafélagsins þann 17. september störfuðu vinnuhópar sem settu niður skipulag fyrir bekkjarkvöld skólaársins.  Þannig er búið að skipuleggja í grófum dráttum hvað á að gera og dagsetja flesta viðburði svo að nú er bara að framkvæma!  Hér má sjá yfirlitið og hverjir ætla að sjá um að minna foreldra á þegar dregur að viðburðunum..
Lesa meira

Októberfréttabréfið

Fréttabréf októbermánaðar er nú komið út og má nálgast það hér..
Lesa meira

Starfsáætlun Naustaskóla 2015-2016

Nú er starfsáætlun skólans komin á netið en þar er um að ræða upplýsingarit og handbók um skólastarfið sem hefur að geyma allar helstu upplýsingar um skólaárið, stefnu skólans og áherslur í vetur.  Jafnframt erum við svo að birta starfsáætlanir kennsluteyma sem hafa að geyma nánari útfærslur á stefnu og starfsháttum fyrir hvert aldursstig.  Sjá hér..
Lesa meira

Nýtt nemendaráð

Í dag var hinn árlegi kjörfundur nemendaráðs.  Haldnar voru framboðsræður og síðan gengið til kosninga eftir kúnstarinnar reglum.  Nemendaráð skipa fulltrúar úr 4.-10. bekk, einn úr hverjum árgangi nema tveir úr 10. bekk og er sá 10. bekkingur sem flest atkvæði hlýtur formaður ráðsins.  Nemendaráð 2015-2016 skipa eftirtaldir (varamenn í sviga): 10.b. Ari Orrason og Ágúst Már Steinþórsson (Andreas Snær Unason)9.b. Guðný Birta Pálsdóttir (Ólafur Anton Gunnarsson)8.b. Haraldur Bolli Heimisson (Sigurður Bogi Ólafsson)7.b. Baldur Ásgeirsson (Jóna Margrét Arnarsdóttir)6.b. Sigurður Hrafn Ingólfsson (Björgvin Máni Bjarnason)5.b. Viktor Sigurðarson (Diljá María Jóhannsdóttir)4.b. Dagbjartur Búi Davíðsson (Kristbjörg Eva Magnadóttir)
Lesa meira

Kjör til nemendaráðs

Föstudaginn 11. september fer fram hin árlega kosning til nemendaráðs Naustaskóla.  Kjörið fer þannig fram að nemendur í 4.-10. bekk fá ákveðinn frest til að bjóða sig fram, þeir geta síðan hengt upp "áróðursplakat" í matsalnum, að framboðsfresti liðnum er birtur listi yfir frambjóðendur og þegar kemur að kjörfundi fá frambjóðendur tækifæri til að flytja stutt ávörp áður en gengið er til kosninga. Hér má sjá lista yfir frambjóðendur ársins og hér má sjá áróðurinn...
Lesa meira

Fræðslustjóri sækir póstkort í 5. bekk

Soffía fræðslustjóri kom í heimsókn í 5. bekk á degi læsis og sótti til þeirra póstkort sem þau hafa skrifað á.  Póstkortin eru síðan send til þeirra viðtakenda sem nemendur hafa sjálfir valið til að skrifa um mikilvægi læsis.  Í leiðinni ræddu fræðslustjóri og nemendur að sjálfögðu um lestur og hve mikilvægt er að æfa sig í lestri eins og öðru sem maður vill vera góður í..  Hér eru myndir frá heimsókninni og eins og sjá má fór vel á með viðmælendum.
Lesa meira

Dagur læsis

Í dag, 8. september er alþjóðlegur dagur læsis, en frá árinu 1965 hafa Sameinuðu þjóðirnar helgað þennan dag málefnum læsis. Íslendingar taka sem fyrr þátt í þessum alþjóðlega degi með ýmsum hætti.  Miðstöð skólaþróunar við HA, Bókasafn HA, Amtsbókasafnið, skóladeild Akureyrarbæjar og Barnabókasetur Íslands starfa saman að undirbúningi læsisviðburða á Akureyri og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama í sínu umhverfi.  Hér má sjá nánari upplýsingar um viðburði dagsins.Í tilefni dagsins sendum við einnig til foreldra hugvekju frá fræðslustjóra Akureyrarbæjar en afrit af því bréfi má finna hér..
Lesa meira