27.05.2015
Nú er síðasta fréttabréf
skólaársins komið út og hefur það að geyma upplýsingar um dagskrá síðustu daga skólaársins, kennsluteymi næsta
vetrar o.fl. Smellið hér til að opna fréttabréfið..
Lesa meira
28.05.2015
Vorhátíð Naustahverfis og
Naustaskóla 2015 verður haldin fimmtudaginn 28. maí og hefst kl. 16:15.
Vegna veðurútlits verður hátíðin í þetta sinn haldin alfarið í og við Naustaskóla
Afþreying í boði við Naustaskóla kl. 16:15-18:00· Þrautabraut
· Andlitsmálning
· Stultur, kastveggur o.fl.
· Trúðar
· Kubb, o.fl.
· Leikir
· Sápukúlublástur
· Hoppukastalar
· Grillaðar pylsur - ókeypis :)
Opið hús í Naustaskóla til kl. 19:00· Kaffihús á neðri hæð skólans
o Kaffi / djús / mjólk og vöfflur
o Fullorðnir og unglingar 500 kr.
o 6-12 ára 300 kr.
· Tombóla – 100 kr. miðinn
· Spákona
Allir íbúar hverfisins velkomnir!
Lesa meira
14.05.2015
Sumarnámskeiðið Sumarlestur – Akureyri bærinn minn er haldið í júní ár hvert og verður svo einnig á komandi sumri og
verður það 15. skiptið. Að námskeiðinu standa Amtsbókasafnið og Minjasafnið á Akureyri í samstarfi við aðrar menningarstofnanir
bæjarins. Námskeiðin eru 8.-12.júní, 15-19.júní (frí 17.júní) og 22.-26.júní
Sumarlestur er lestrarhvetjandi námskeið
fyrir börn í 3. og 4. bekk, með áherslu á menningu og sögu Akureyrar. Rauði þráður námskeiðsins er lestur. Þá er
bæði átt við bóklestur en einnig læsi á umhverfið. Lesið verður í minjar og sögu, list og náttúru. Þannig er
lesið í lífið og tilveruna alla námskeiðsdagana og jafnvel lengur því vonandi fylgir börnunum áfram sú meðvitund sem vaknar
varðandi umhverfi þeirra og sögu. Undir leiðsögn safnfræðslufulltrúa kynnast börnin starfsemi Amtsbókasafnsins, Minjasafnsins og annarra
menningarstofnanna. Börnin kynnast starfseminni sem þarna fer fram í samhengi við markmið námskeiðisins.
Skráning hefst 26.maí, kynningarefni verður dreift til nemenda í skólanum.
Sé frekari upplýsinga óskað má hafa samband við safnfræðslufulltrúa safnanna
Ragna Gestsdóttir á Minjasafninu á Akureyri á netfanginu ragna@minjasafnid.is
Herdís Anna Friðfinnsdóttir á Amtsbókasafninu á netfanginu herdisf@akureyri.is
Lesa meira
14.05.2015
Annað árið í röð fékk Naustaskóli verðlaun fyrir bestu þátttökuna í 1. maí hlaupi UFA í flokki stærri
skólanna.
Það voru um 30 krakkar úr skólanum sem mættu í hlaupið, stóðu sig feiknavel og eiga því heiðurinn af því að
ná þessum glæsilegu bikurum í hús. Glæsilega gert!
Lesa meira
08.05.2015
Laugardaginn 9.
maí kl. 15 verður opnuð í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi samsýningin Sköpun bernskunnar. Þátttakendur eru nemendur leik- og
grunnskóla Akureyrar, tíu starfandi myndlistarmenn og Leikfangasýningin í Friðbjarnarhúsi.
Þemað
er börn og sköpun þeirra. Hugmyndin er að blanda saman list starfandi myndlistarmanna, sem fást við bernskuna í víðum skilningi, og verkum eftir
börn og leikföngum þeirra. Stefnt er að því að sýningin verði árviss viðburður með nýjum þátttakendum
ár hvert.
Þátttakendur sýningarinnar: Bergþór Morthens, Guðrún Vera Hjartardóttir, Hjördís Frímann, Hrönn Einarsdóttir,
Ólafur Sveinsson, Rósa Júlíusdóttir og Karl Guðmundsson, Samúel Jóhannsson, Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir og Erwin van
der Werve, Glerárskóli, Oddeyrarskóli, Brekkuskóli, Hlíðarskóli, Naustaskóli, Giljaskóli, Lundarskóli, Síðuskóli,
Tröllaborgir, Iðavöllur, Naustatjörn, Kiðagil, Hlíðaból, Hulduheimar, Lundarsel og Leikfangasýningin í Friðbjarnarhúsi.
Lesa meira
03.05.2015
Fréttabréf maímánaðar
er komið út. Smellið hér..
Lesa meira
02.05.2015
Frá og með 1. maí lengdist
útivistartími skv. lögum, nú mega börn 12 ára og yngri vera úti til kl. 22 en 13-16 ára mega vera úti til kl. 24. Rétt
er þó að taka fram að foreldrar ráða að sjálfsögðu útivistartíma sinna barna, og sjálfsagt að muna að flest börn
og unglingar þurfa að minnsta kosti 9-10 tíma svefn!!
Lesa meira
24.04.2015
Nú eru komnar á vefinn
lýsingar á valgreinum og eyðublöð fyrir val nemenda í 8.-10. bekk fyrir næsta ár. Smellið
hér til að nálgast þessi gögn..
Lesa meira
23.04.2015
ATH: Hlaupinu er frestað til 14. maí!!!
Þann 1. maí heldur UFA árlegt
grunnskólahlaup sitt en hlaupið er keppni á milli grunnskóla þar sem keppt er um hlutfallslega þátttöku og sá skóli sem sigrar
hlýtur veglegan bikar. Síðastliðið vor vann Naustaskóli bikarinn í hópi fjölmennari skólanna og nú er spurning hvort við
náum að halda honum!
Í skólakeppninni geta krakkarnir valið um að hlaupa 2 eða 5 km. og 5 km hlaupið er einnig opið öðrum keppendum.
Lesa meira
14.04.2015
Næstkomandi fimmtudag, 16. apríl, er
á dagskrá vorhlaup VMA/MA. Þar verður í boði að hlaupa 5 eða 10km götuhlaup. Það eru þrír flokkar í hlaupinu
þ.e. grunnskólaflokkur, framhaldsskólaflokkur og opinn flokkur og verða veitt verðlaun fyrir hvern flokk. Nemendur geta skráð sig inni á http://www.hlaup.is/ eða mætt á skrifstofu VMA eða MA en einnig er möguleiki á að skrá sig á
staðnum. Skráningagjald er 500 kr.
Hlaupið hefst kl. 17.30 á fimmtudag og er startað við Hof.
Lesa meira