Fréttir

Fyrirlestur í kvöld með Siggu Dögg kynfræðingi

Sigga Dögg kynfræðingur er búin að vera með fræðslu fyrir 8. bekkinga í grunnskólum Akureyrar. Í kvöld, þriðjudag 12. janúar, mun hún vera með sambærilega fræðslu fyrir foreldra barna frá 5.-10. bekk og verður fyrirlesturinn haldinn í Síðuskóla kl. 20. Sigga Dögg talar mjög opinskátt um náin samskipti einstaklinga, kynlíf og klám.
Lesa meira

Breytingar á skólatíma mánudaginn 11. janúar

Vegna jarðarfarar og erfisdrykkju verða eftirfarandi breytingar á dagskránni hjá okkur mánudaginn 11. janúar: Kennslu lýkur kl. 13:00 hjá öllum nemendum nema að sund verður skv. áætlun hjá 1. bekk. Valgreinar hjá unglingastigi falla niður eftir hádegið. Frístund verður opin en verður staðsett á svæði 1. bekkjar þennan dag, foreldrar sem koma að sækja börnin eru beðnir um að ganga um inngang 1. bekkjar/leikskóla, við norðausturhorn skólahússins, beint á móti Naustatjörn.
Lesa meira

Fyrsta fréttabréf ársins

Nú er janúarfréttabréf skólans komið út. Smellið hér til að opna...
Lesa meira

Ný heimasíða

Hér má sjá nýja heimasíðu Naustaskóla. Þar sem vefurinn er alveg nýr erum við enn að vinna dálítið í honum og það kann að vera að sumstaðar skorti efni eða eitthvað hafi færst úr lagi. Við biðjumst afsökunar ef slíkt veldur óþægindum en allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær með fyrirspurnahnappinum efst á síðunni...
Lesa meira

Gleðileg jól!

Við óskum nemendum okkar og forráðamönnum gleðilegra jóla og þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Við minnum á að mánudagurinn 4. janúar er starfsdagur en Frístund er opin þann dag. Kennsla að loknu jólaleyfi hefst skv. stundaskrá þriðjudaginn 5. janúar.Jafnframt bendum við á að það er tilvalið að koma sér í jólaskapið með því að skoða þessa jólakveðju frá nemendum Naustaskóla.  Gleðileg jól!
Lesa meira

Litlu jólin

Litlu jólin í Naustaskóla verða föstudaginn 18. desember. Að þeim loknum fara nemendur í jólafrí. Á litlu jólunum mæta allir nemendur kl. 8:30 og skóladeginum lýkur kl. 11:00.Frístund verður opin á litlujóladaginn kl. 7:45-16:15.
Lesa meira

Þemadagur

Miðvikudaginn 9. desember var hefðbundinni stundaskrá hent út í horn og nemendur unnu að hinum ýmsu viðfangsefnum á margvíslegum stöðvum.  Unnið var hálftíma á hverri stöð en nemendur máttu sjálfir velja sér stöðvar/viðfangsefni hverju sinni.  Foreldrafélagið bauð svo upp á kakó í nestistímanum, 10. bekkur seldi skúffukökur og allt saman gekk þetta eins og best var á kosið.  Hér má sjá nokkrar myndir frá deginum..
Lesa meira

2.-3. bekkur sigurvegarar lestrarátaksins..

Að morgni dags þann 1. desember komu allir nemendur skólans saman á samverustund þar sem m.a. voru tilkynnt úrslit í lestrarátakinu okkar.  Átakið hófst á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember og í tvær vikur kepptust allir nemendur skólans við að lesa sem mest og skrá niður þær mínútur sem nýttar voru til lestrar.  Síðan voru reiknuð meðaltöl fyrir hvern námshóp og að lokum var niðurstaðan sú að það voru nemendur í 2.-3. bekk sem höfðu lesið lengst að meðaltali.  Fulltrúar þess hóps voru því kallaðir upp á svið þar sem þau veittu móttöku bikar í viðurkenningarskyni fyrir árangurinn og á meðfylgjandi mynd má sjá fulltrúa hópsins með bikarinn góða.  Til hamingju og nú er um að gera að halda áfram að lesa af krafti og bæta færnina til framtíðar! 
Lesa meira

Fréttabréf desember

Nú má nálgast fréttabréf / matseðil desembermánaðar hér á síðunni.. smellið hér !
Lesa meira

Jóladagatal Samgöngustofu

Jóladagatal grunnskólanna á vegum Samgöngustofu hefur göngu sína 1. desember. Tilgangur dagatalsins er að rifja upp mikilvægar umferðarreglur en þar segir frá fjölhæfum dýrum sem feta sig áfram í umferðinni.  Alla daga fram að jólum birtist ný spurning sem grunnskólabörn geta svarað þegar þau opna jóladagatalið á www.umferd.is  Með þátttöku komast nemendur í verðlaunapott en tveir eru dregnir út á hverjum degi og fá senda Jólasyrpu frá Eddu útgáfu.  Nemendur eru hvattir til að taka þátt!  Smellið hér...
Lesa meira