Fréttir

Sumarfrí!

Nú eru nemendur komnir í sumarfrí og stendur það til 21. ágúst þegar skóli verður settur að nýju. Foreldrar munu fá tölvupóst upp úr miðjum ágúst með upplýsingum um skólabyrjunina.  Skrifstofa skólans er opin til 20. júní en lokar þá til 5. ágúst.  Á þeim tíma er hægt að senda tölvupóst til skólastjóra agust@akureyri.is ef þörf krefur. Við þökkum nemendum og foreldrum innilega fyrir samstarfið í vetur og hlökkum til að taka upp þráðinn að nýju í lok sumars.  Smellið hér til að sjá skemmtilegt dansmyndband frá 4.-5. bekk við lagið "Happy", alveg tilvalið til að komast í sumarskapið! 
Lesa meira

Myndir frá vorþemadögum

Nú er komið dáítið af myndum inn á síðuna okkar frá þemadögunum þetta vorið.  Vorþemað þetta árið var skipulagt þannig að annan daginn fóru nemendur í Kjarnaskóg en hinn daginn unnu þeir í aldursblönduðum hópum í stöðvavinnu þar sem afar margt var brallað.  Smellið hér til að sjá myndinar..
Lesa meira

Skólaslit

Skólaslit vorið 2014 verða fimmtudaginn 5. júní sem hér segir: Nemendur í 1., 3., 5., 7. og 9. bekk mæti á sal skólans kl. 13:00. Nemendur í 2., 4., 6. og 8. bekk mæti á sal skólans kl. 14:30. Skólastjóri flytur stutt ávarp og að því búnu hitta nemendur umsjónarkennara, taka við vitnisburði og fara í gegnum námsmöppur með forráðamönnum sínum. Forráðamenn eru því beðnir um að mæta á skólaslitin með börnum sínum. Nemendur í 10. bekk mæta kl. 17:00 þar sem verður útskriftarathöfn 10. bekkjar. Foreldar mæta að sjálfsögðu með en aðrir fjölskyldumeðlimir eru einnig velkomnir.
Lesa meira

Nýtt fréttabréf

Nú er síðasta fréttabréf skólaársins komið út en það hefur að geyma upplýsingar um síðustu dagana hjá okkur, starfsmannamál, uppröðun í teymi næsta vetrar o.fl.  Smellið hér til að opna..
Lesa meira

Aflfræði / bílagerð í 4.-5. bekk

Nemendur í 4.-5. bekk hafa að undanförnu unnið að stórskemmtilegu verkefni sem felst m.a. í að búa til eins konar bíla úr kössum, fernum o.fl., bílarnir eru síðan látnir ganga fyrir mismunandi aflgjöfum eins og sjálfu þyngdaraflinu, blöðrum og rafmagnshreyflum.  Þessu fylgja síðan hinar ýmsu athuganir og útreikningar auðvitað!  Hér má sjá nokkrar myndir frá verkefninu..  
Lesa meira

Vorhátíð Naustahverfis !!

Vorhátíð Naustahverfis og Naustaskóla 2014 verður haldin miðvikudaginn 28. maí og hefst kl. 16:15 í Naustaborgum. Dagskrá í Naustaborgum kl. 16:15-18:00· Þrautabraut · Andlitsmálning · Stultur, kastveggur o.fl. · Trúðar · Kubb, o.fl. · Leikir · Sápukúlublástur · Hoppukastali · Grillaðar pylsur - ókeypis :) · Ótrúlega gott veður ! Opið hús í Naustaskóla frá kl. 17:30-19:00· Kaffihús á neðri hæð skólans          o Kaffi / djús / mjólk og vöfflur            o Fullorðnir og unglingar 500 kr.             o 6-12 ára 300 kr. · Tombóla – 100 kr. miðinn · Spákona · Draugahús · Ball fyrir nemendur í 4.-7. bekk kl. 19:00-21:00 - aðgangseyrir 500 kr.
Lesa meira

Viðurkenningar skólanefndar

Þriðjudaginn 13. maí kl. 17.00 boðaði skólanefnd Akureyrarbæjar til samkomu í Menningarhúsinu Hofi, þar sem nemendum, kennurum og starfsmönnum við skóla Akureyrarbæjar voru veittar viðurkenningar fyrir að hafa skarað fram úr á einhvern hátt. Þetta er í fimmta sinn sem skólanefnd stendur fyrir samkomu sem þessari en hún er í samræmi við áherslur í skólastefnu Akureyrarbæjar. Óskað var eftir tilnefningum um nemendur og starfsmenn eða verkefni sem talin voru hafa skarað fram úr í skólastarfi. Einn nemandi úr Naustaskóla fékk verðskuldaða viðurkenningu en það var Brynjólfur Skúlason 7. bekk sem hlaut viðurkenningu fyrir virkni í félagsstarfi, frumkvæði, listsköpun og tjáningu.  Hér má sjá meiri umfjöllun um viðurkenningarnar og hér eru nokkrar myndir.
Lesa meira

Sumarlestur 2014

Sumarnámskeiðið Sumarlestur – Akureyri bærinn minn er haldið í júní ár hvert og verður svo einnig á komandi sumri og verður það 14. skiptið. Að námskeiðinu standa Amtsbókasafnið og Minjasafnið á Akureyri í samstarfi við aðrar menningarstofnanir bæjarins. Í ár standa námskeiðin í fjóra daga í vikur frá kl. 9-12. Námskeiðin eru 10.-13.júní, 16-20.júní (frí 17.júní) og 23.-26.júní Sumarlestur er lestrarhvetjandi námskeið fyrir börn í 3. og 4. bekk, með áherslu á menningu og sögu Akureyrar. Rauði þráður námskeiðsins er lestur. Þá er bæði átt við bóklestur en einnig læsi á umhverfið. Lesið verður í minjar og sögu, list og náttúru. Þannig er lesið í lífið og tilveruna alla námskeiðsdagana og jafnvel lengur því vonandi fylgir börnunum áfram sú meðvitund sem vaknar varðandi umhverfi þeirra og sögu. Undir leiðsögn safnfræðslufulltrúa kynnast börnin starfsemi Amtsbókasafnsins, Minjasafnsins og annarra menningarstofnanna. Börnin kynnast starfseminni sem þarna fer fram í samhengi við markmið námskeiðisins. Námskeiðin verða kynnt í maí í grunnskólum og kynningarefni vegna þeirra dreift. Skráning hefst 26.maí, Sé frekari upplýsinga óskað má hafa samband við safnfræðslufulltrúa safnannaRagna Gestsdóttir á Minjasafninu á Akureyri á netfanginu ragna@minjasafnid.is Herdís Anna Friðfinnsdóttir á Amtsbókasafninu á netfanginu herdisf@akureyri.is
Lesa meira

Skóladagatal 2014-2015

Nú er skóladagatal næsta vetrar komið á vefinn hjá okkur og má nálgast það hér...
Lesa meira

Vorskóli

Mánudaginn 26. maí ætlum við að bjóða tilvonandi nemendum 1. bekkjar ásamt forráðamönnum þeirra í heimsókn til að hitta verðandi kennara og kynna sér skólann.  Öllum forráðamönnum innritaðra barna í árgangi 2008 ætti nú að hafa borist svohljóðandi tölvupóstur:
Lesa meira