Fréttir

Árshátíðarball

Föstudaginn 8. nóvember verður haldið „árshátíðarball Naustaskóla haustið 2013“.  Ballið er fyrir nemendur í 8.-10. bekk, hefst kl. 20:30 og stendur til kl. 00:00.  Aðgangseyrir er 1000 kr.   Hljómsveitin Úlfur úlfur spilar og snyrtilegs klæðnaðar er krafist :)
Lesa meira

Nóvemberfréttabréfið

Nú er nóvemberfréttabréfið komið á vefinn.  Við minnum á að það er afar hentugt að prenta út baksíðuna og smella á ísskápshurðina því þar er að finna matseðilinn og helstu viðburði sem eru á dagskránni í nóvembermánuði...  Smellið hér til að opna fréttabréfið!
Lesa meira

Hrekkjavökuböll

Fimmtudaginn 31. október munum við halda upp á hrekkjavökuna með dansleikjum fyrir yngsta og miðstig skólans. Kl. 16:00-17:30 verður ball fyrir nemendur í 1.-3. bekk og kl. 18:00-20:00 verður ball fyrir nemendur í 4.-6. bekk.  Aðgangseyrir er 500 kr., djús og popp innifalið fyrir 1.-3. bekk en sjoppan opin fyrir 4-6. bekk.  Spákona - Draugahús - Verðlaun fyrir flottasta búninginn!
Lesa meira

Fræðslufundur Heimila og skóla um nýja aðalnámskrá

Nýja aðalnámskráin boðar talsverðar breytingar og uppstokkun á starfsháttum og inntaki náms á Íslandi. Af þeim sökum standa Heimili og skóli fyrir kynningarfundum víðs vegar um landið árið 2013 þar sem foreldrum er boðið að koma og fræðast um nýja námskrá. Á kynningunum verður farið í eftirfarandi atriði: • Grunnþættir menntunar • Ný og fjölbreytt vinnubrögð • Hæfni og lykilhæfni • Nýtt námsmat • Skörun hæfniþrepa Næsti fundur verður haldinn þriðjudaginn 5. nóvember kl. 18 á sal Brekkuskóla á Akureyri. Samhliða fundunum útbúa samtökin fjölbreytt fræðsluefni sem birt er á vef samtakanna (www.heimiliogskoli.is/adalnamskra).
Lesa meira

Nýtt viðmót á fjölskylduvef Mentor

Nú er Mentor að hefja innleiðingu á nýrri kynslóð vefkerfisins en fyrsti liður í því er nýtt viðmót fyrir nemendur og foreldra sem sérstaklega er hannað fyrir snjallsíma og spjaldtölvur. Naustaskóli er einn fjögurra skóla sem ætlar að prófa nýja viðmótið en aðrir skólar munu fylgja í kjölfarið síðar í október. Við biðjum foreldra um að kíkja endilega á fjölskylduvefinn en láta vita ef upp koma vandræði við notkun vefsins.  Netfangið hjá þjónustudeild Mentors er hjalp@mentor.is Á slóðinni hér fyrir neðan má sjá myndband sem gefur notendum kost á að skoða í hverju breytingarnar eru fólgnar: http://www.youtube.com/watch?v=rkSNxzhnIKQ 
Lesa meira

Opin vika!

Vikan 8.-11. október er "opin vika" í Naustaskóla.  Það þýðir að við hvetjum foreldra sérstaklega til að kíkja við hjá okkur þessa vikuna, ekki er um neina sérstaka dagskrá að ræða heldur einmitt að hægt sé að sjá lífið ganga sinn vanagang í skólanum.. En þó að við hvetjum foreldra sérstaklega til að koma við í þessari viku minnum við auðvitað á að þeir eru alltaf velkomnir!
Lesa meira

Viðtalsdagur

Mánudagurinn 7. október er viðtalsdagur í Naustaskóla, þá hittast nemendur, foreldrar og umsjónarkennarar og ræða saman um námið og annað sem þeim liggur á hjarta. Hér má sjá tímasetningar viðtala  en við vekjum athygli á að foreldrar eru beðnir um að mæta 15 mínútum áður en viðtal hefst og skoða matsgögn með nemendum.  Þar af leiðandi eru einnig 15 mínútur á milli boðaðra viðtalstíma hjá systkinum.  Auk þess vekjum við athygli á því að í matsal skólans munu nemendur 10. bekkjar selja vöfflur og kaffi/djús á 350 krónur og til sýnis verða verk nemenda úr list- og verkgreinum.  Það er því um að gera fyrir foreldra og börn að taka sér góðan tíma til að koma í skólann, skoða sig um, fá sér smá hressingu og eiga góða og uppbyggilega stund með kennaranum..  Sjáumst!
Lesa meira

Októberfréttabréfið

Októberfréttabréfið er komið á vefinn og má nálgast það hér...
Lesa meira

6. bekkur heimsótti Hof

Nemendum í 6. bekkjum bæjarins var á dögunum boðið í menningarhúsið Hof til að kynna sér starfsemina og þau ýmsu undur sem húsið hefur að geyma.  Þar fengu nemendur að fara um allt húsið þar sem almenningur stígur sjaldnast fæti svo sem bakvið og undir sviðið, "upp í brú", þau fengu að kynnast því hvers ljósa- og hljóðkerfi hússins er megnugt, sáu dæmi um hvað hægt er að gera með förðun o.s.frv.
Lesa meira

Ball fyrir 1.-4. bekk !!

Miðvikudaginn 2. október kl. 17-19 verður "búningaball" í skólanum fyrir 1.-4. bekk.   Aðgangseyrir er 500 kr., popp er innifalið í þeirri upphæð en svo verður sjoppan opin..  Það er 10. bekkur sem heldur ballið og ágóði rennur í ferðasjóð. 
Lesa meira