Fréttir

Myndir úr skólabúðaferðum 4. og 7. bekkja

Á myndasíðunni okkar er nú að finna myndir frá skólabúðaferðum 4. og 7. bekkja.  Nemendur í 7. bekk dvöldu í viku fyrir páskana í skólabúðum að Reykjum í Hrútafirði - myndir frá þeirri dvöl má sjá hér.  Nemendur í 4. bekk voru síðan í 3 daga í skólabúðum í Bárðardal um daginn.  Myndir frá þeirri dvöl má sjá hér..
Lesa meira

Nám til framtíðar

Við vekjum athygli á því að mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gefið út kynningarblað um nýju aðalnámskrárnar. Blaðinu er ætlað að kynna nemendum, foreldrum og öðrum hagsmunaaðilum nýjar áherslur í menntun leikskólabarna, grunn- og framhaldsskólanemenda. Þá hefur einnig verið opnaður nýr vefur, namtilframtidar.is, þar sem veittar eru upplýsingar um námsskrárnar, áherslur í menntamálum og fleira.  Smellið hér til að skoða kynningarblaðið en hér til að opna vefinn nám til framtíðar.
Lesa meira

Smiðjuskil

Nú eru smiðjuskil hjá okkur sem þýðir að í vikunni fara nemendur í nýjar verkgreinar sem þeir leggja stund á næstu vikurnar.  Nemendur í 2.-3. bekk sem hafa verið í tónmennt að undanförnu bjuggu til myndband þar sem þau spila og syngja við lagið Þá var trallað.  Smellið hér til að skoða...
Lesa meira

Árshátíðarball

Föstudaginn 5. apríl verður haldið „árshátíðarballið 2013“.  Ballið er fyrir nemendur í 7.-10. bekk og hefst kl. 20:30.  Aðgangseyrir er 800 kr.  Nemendur í 7. bekk yfirgefa samkomuna kl. 23:00 en þeir sem eldri eru halda fjörinu áfram til kl. 00:00 :)
Lesa meira

Niðurstöður foreldrakönnunar, læsisprófa o.fl.

Við minnum á að hérna á vefsíðunni má nálgast ýmis gögn sem lúta að mati á starfinu í skólanum okkar.  Síðustu gögnin sem bættust þar við eru niðurstöður læsisprófa í 1. og 2. bekk og svo niðurstöður úr foreldrakönnun Skólapúlsins sem lögð var fyrir á dögunum.  Þar sjáum við í fyrsta sinn birtast mat og viðhorf forelda til starfsins í skólanum, borið saman við niðurstöður í meirihluta grunnskóla landsins, og er afar ánægjulegt að greina frá því að Naustaskóli kemur mjög vel út í þeim samanburði.  Til að nálgast þessi gögn er hægt að smella á "skólinn" í stikunni hér efst á síðunni, og síðan á "matsgögn/skýrslur" eða bara smella hér...
Lesa meira

Fréttabréf aprílmánaðar

Fréttabréf aprílmánaðar er komið út og má nálgast það hér....
Lesa meira

Skóladagatal 2013-2014

Nú er skóladagatal næsta skólaárs komið á vefinn hjá okkur. Við vekjum þó athygli á því að það er birt með fyrirvara vegna þess að það á eftir að fara fyrir skólanefnd og því ekki útilokað að einhverjar breytingar kunni að verða...  En hægt er að smella hér til að skoða hvernig næsti vetur lítur líklega út :)
Lesa meira

Páskafrí

Kennsla að loknu páskafríi hefst skv. stundaskrá þriðjudaginn 2. apríl. Vonandi hafa það allir ljómandi gott í páskafríinu og mæta sprækir til starfa að nýju... :)   Gleðilega páska!
Lesa meira

Aðalnámskrá fyrir greinasvið grunnskóla

Seinni hluti aðalnámskrár grunnskóla fyrir einstök greinasvið hefur verið birtur sem rafræn útgáfa á vefsíðu menntamálaráðuneytisins. Honum er bætt aftan við almenna hluta námskrárinnar sem heitir nú: Aðalnámskrá grunnskóla almennur hluti 2011 og greinasvið 2013. Lögformleg útgáfa verður birt í stjórnartíðindum fljótlega. Útgáfa aðalnámskrár fyrir greinasvið grunnskóla er lokaáfangi í heildarendurskoðun á aðalnámskrám fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla sem hófst í kjölfar heildarendurskoðunar laga fyrir þessi skólastig.  Hér má nálgast aðalnámskrána....
Lesa meira

Alþjóðlegi hamingjudagurinn !

Þann 20. mars er haldið upp á Alþjóðlega hamingjudaginn að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna. Vakin er athygli á því að í tilefni dagsins hefur embætti landlæknis gefið út „Fimm leiðir að vellíðan“ sem fela í sér einföld skref fyrir unga sem aldna til að auka hamingju og bæta líðan. Þessar fimm leiðir eru eftirtaldar: Skapaðu tengsl Hreyfðu þig Taktu eftir Haltu áfram að læra Gefðu af þér Veggspjald með nánari upplýsingum um þessar ágætu vörður á leiðinni til hamingjunnar má nálgast hér...
Lesa meira