28.08.2013
Það mun flestum kunnugt að veðurspá fyrir föstudaginn 30.
ágúst er ekki beint spennandi fyrir útivistardag. Við höfum því ákveðið að slá honum á frest og athuga hvort ekki
verði betra veðurútlit fyrir föstudaginn 6. september... nánar auglýst síðar...
Lesa meira
16.08.2013
Fyrsta fréttabréf skólaársins er nú
komið á vefinn en þar má m.a. finna hagnýtar upplýsingar um upphaf skólastarfsins. Smellið hér til að opna fréttabréfið...
Lesa meira
22.08.2013
Skólasetning í Naustaskóla verður fimmtudaginn 22.
ágúst. Nemendur mæti á eftirfarandi tímum:
kl. 10:00 2.-3. bekkurkl. 10:30 4.-5. bekkur
kl. 11:00 6.-7. bekkur
kl. 11:30 8.-10. bekkurNemendur í 1. bekk og forráðamenn verða boðaðir í viðtöl á skólasetningardaginn eða
daginn eftir, tölvupóstur með viðtalstímum verður sendur út föstudaginn 16. ágúst.
Á skólasetningunni hitta nemendur umsjónarkennara, fá stundaskrá og fræðast um starfið í vetur. Foreldrar eru velkomnir og við
mælumst sérstaklega til þess að foreldrar nýrra nemenda í skólanum fylgi sínum börnum. Þeir foreldrar sem óska eftir
viðtali við umsjónarkennara á skólasetningardaginn eru beðnir um að senda ósk um það á ritara skólans;
gudrunhuld@akmennt.is
Kennsla hefst skv. stundaskrá föstudaginn 23. ágúst.
Gleðilegt nýtt skólaár!
Lesa meira
13.08.2013
Frístund– staðfesting fyrir skólaárið
2013-2014, fer fram þriðjudaginn 13. ágúst kl. 10:00 -15:00 Allir foreldrar barna í 1.- 4. bekk sem ætla að nýta þjónustu
Frístundar fyrir börn sín næsta skólaár þurfa að staðfesta skráninguna. Forstöðumaður Frístundar og ritari
verða við þriðjudaginn 13. ágúst og taka við staðfestingum. Staðfesta þarf dvöl í Frístund með undirskrift
dvalarsamnings. Þeir sem ekki komast á framangreindum tíma hafi samband við skólann til að ákveða tíma. Símanúmer
Frístundar í Naustaskóla er 460-4111 og netfang forstöðumanns er hrafnhildurst@akmennt.is
Lesa meira
06.08.2013
Skólinn annast innkaup á námsgögnum fyrir nemendur og innheimtir gjald fyrir
það, en foreldrar þurfa að versla lítillega fyrir nemendur í 4.-10. bekk. Ef einhver óskar eftir að annast öll innkaup sjálfur þarf
viðkomandi að hafa samband við skólann og fá ítarlegri lista. Námsgagnagjald haustið 2013 er kr. 4.100 fyrir alla nemendur. Foreldrar eru beðnir um
að greiða gjaldið inn á reikning 565-26-460110, kt. 460110-1140, fyrir 22. ágúst, vinsamlegast setjið nafn barns sem skýringu/tilvísun.
Hér má finna innkaupalista fyrir 4.-10. bekk:
- Innkaupalisti 4.-5. bekkjar - Innkaupalisti 6.-7. bekkjar -
Innkaupalisti 8.-10. bekkjar
Lesa meira
01.07.2013
Þann 27. júní afhenti skólanefnd Akureyrarbæjar viðurkenningar þeim nemendum og starfsmönnum við skóla Akureyrarbæjar sem
þótt hafa skarað fram úr á einhvern hátt á liðnu skólaári. Þetta er í fjórða sinn sem skólanefnd stendur
fyrir samkomu sem þessari en hún er í samræmi við áherslur í skólastefnu Akureyrarbæjar. Veittar voru 9 viðurkenningar til nemenda
og 7 til starfsmanna og getum við í Naustaskóla svo sannarlega verið stolt af okkar fólki því af þessum hópi voru þrír nemendur og
einn starfsmaður úr okkar röðum. Það voru:
Ágúst Logi Valgeirsson, sem hlaut viðurkenningu fyrir hjálpsemi og stuðning við yngri nemendur.
Freyr Jónsson, sem hlaut viðurkenningu fyrir að stuðla að öryggi yngri barna við skólabyrjun.
Sædís Eiríksdóttir, sem hlaut viðurkenningu fyrir framfarir og þrautseigju í námi og framlag til að bæta skólaanda.
Magnús Jón Magnússon kennari sem hlaut viðurkenningu fyrir umsjón með „First lego“ tækni- og hönnunarkeppni
grunnskólabarna.
Við óskum okkar fólki innilega til hamingju og erum afar stolt af þeim!
Lesa meira
20.06.2013
Vegna sumarfría verður skrifstofa skólans lokuð 24. júní
til 6. ágúst en ef þörf krefur má hafa samband við skólastjóra með tölvupósti á netfangið agust@akureyri.is
Skólastarf hefst á nýjan leik með skólasetningu þann 22. ágúst, foreldrar munu fá tölvupóst um miðjan ágúst
með upplýsingum um skólabyrjunina. Hér má finna skóladagatal næsta
skólaárs.
Við þökkum fyrir veturinn og óskum þess að nemendur, foreldrar og starfsfólk eigi gott sumar.
Lesa meira
19.06.2013
Ársskýrsla Naustaskóla fyrir
skólaárið 2012-2013 er nú aðgengileg hér á vefnum. Skýrslan hefur að geyma samantekt á ýmsum upplýsingum varðandi
liðið skólaár, mat á því hvernig til hefur tekist og nokkrar tillögur til úrbóta fyrir næsta ár. Smellið hér til að opna ársskýrsluna...
Lesa meira
18.06.2013
Hér er að finna myndir frá fyrstu útskrift 10. bekkinga í Naustaskóla auk annara mynda.
Lesa meira
30.05.2013
Nú er komið heilmikið af myndum inn á síðuna okkar frá þemadögunum vorið 2013. Þetta árið skipulögðum við
vorþemað þannig að annan daginn fóru nemendur í Kjarnaskóg en hinn daginn unnu þeir í aldursblönduðum hópum í
stöðvavinnu þar sem afar margt var brallað. Má þar nefna reiðhjólaþrif, myndbandsgerð, mósaík listaverkagerð,
vinabönd, mála parísa o.fl. á plan á skólalóðinni, búa til risasápukúlur, leysa þrautir, hreyfa sig á
margvíslegan hátt og margt fleira. Smellið hér til að sjá
myndirnar.
Lesa meira