02.02.2014
Þá er fréttabréf
febrúarmánaðar komið á vefinn og má nálgast það hér...
Lesa meira
01.02.2014
Naustaskóli sendi tvö lið til keppni í Legokeppninni „FirstLegoLeague“ sem haldin var í Háskólabíói þann 1.
febrúar. Liðin voru skipuð átta drengjum úr 8. bekk annars vegar og átta drengjum 9.-10. bekk skólans hins vegar. Átti eldra liðið
titil að verja, en þeir unnu keppnina í fyrra. Að þessu sinni tókst þó ekki að landa aðalverðlaununum en annað liðið hlaut
verðlaun fyrir bestu rannsóknina sem er glæsilegur árangur.
Hér má sjá umfjöllun Akureyri vikublaðs frá liðinni viku um keppnina
Lesa meira
29.01.2014
Miðvikudaginn 5. febrúar munu nemendur í 7.
bekk halda dansleiki til fjáröflunar fyrir skólabúðaferð þeirra.
Kl. 16:00-17:30 verður ball fyrir nemendur í 1.-3. bekk og kl. 18:00-20:00 verður ball fyrir nemendur í 4.-6. bekk. Aðgangseyrir er 500 kr., djús og popp
innifalið fyrir 1.-3. bekk en sjoppan opin fyrir 4-6. bekk.
Lesa meira
04.02.2014
Í byrjun febrúar eru smiðjuskil hjá
bæði 2.-3. bekk og 4.-7. bekk sem þýðir að þá eru allir nemendur í þessum árgöngum að ljúka kennslulotu í
ákveðinni verk- eða listgrein og hefja nám í nýrri grein næstu vikurnar. Af þessu tilefni viljum við bjóða foreldrum þessara
bekkja að kíkja við í stutta stund í skólanum þriðjudaginn 4. febrúar kl. 8:10 og skoða afrakstur kennslunnar, taka
þátt í samverustund þar sem nemendur í leiklistarhópum stíga á stokk, smakka örlítið á sýnishornum frá
heimilisfræðikennslunni o.fl.
Lesa meira
21.01.2014
Skíða- og brettaskólinn í
Hlíðarfjalli býður 1. bekkingum á Akureyri að koma í tveggja tíma kennslu á skíðum eða bretti í janúar og
febrúar þeim að kostnaðarlausu. Vegna fjöldatakmarkana þarf að skipta skólunum niður á helgar og er 1. bekk Naustaskóla boðið
að koma laugardaginn 25. eða sunnudaginn 26. janúar frá kl. 10-12. Það þarf að panta kennsluna á heimasíðu
Hlíðarfjalls, www.hlidarfjall.isfyrir kl. 16 fimmtudaginn 23. janúar. Til að skrá sig í skólann er farið inn
á eftirfarandi tengil: http://www.hlidarfjall.is/is/skidaskolinn/barnaskidaskolinn/skraningarblad-i-skidaskolann Við
skráningu þarf að skrifa Naustaskóli í dálkinn Annað. Einnig þarf að merkja við ef óskað er eftir búnaði úr
leigunni, hann er einnig ykkur að kostnaðarlausu. Í leigunni er hægt að fá hjálm.
Á skráningarblaðinu þarf að skrá getu:
0 stig (þeir sem ekki kunna að stoppa)
1-2 stig (geta bjargað sér í Hólabraut, beygt og stoppað)
3+ (geta farið í stólalyftuna)
Mikilvægt er að mæta tímanlega, sérstaklega ef búnaður er fenginn úr leigunni.
Nánari upplýsingar í síma 462-2280 eða skidaskoli@hlidarfjall.is
Lesa meira
14.01.2014
Fræðslufyrirlestur fyrir foreldra nemenda í 10. bekk verður haldinn miðvikudaginn 22. janúar kl. 20.00 í sal Brekkuskóla en þarna er um að
ræða sameiginlegt framtak foreldrafélaga Nausta-, Brekku-, Lundar- og Oddeyrarskóla. Fyrirlesari er Þorgrímur Þráinsson en eins og margir vita
hefur hann haldið fyrirlestra undanfarna vetur fyrir alla nemendur 10. bekkjar á landinu undir yfirskriftinni: Láttu drauminn rætast!
Lesa meira
14.01.2014
Fimmtudagurinn 16. janúar og föstudagurinn 17. janúar eru viðtalsdagur í
Naustaskóla, þá hittast nemendur, foreldrar og umsjónarkennarar og ræða saman um námið og annað sem þeim liggur á hjarta. Í
þetta sinn gefum við ekki út viðtalstíma fyrirfram, heldur sjá foreldrar sjálfir um að bóka viðtalstíma sína inni á
mentor, sjá leiðbeiningar hér.
Við vekjum athygli á því að í matsal skólans munu nemendur 10. bekkjar selja vöfflur og kaffi/djús á 350 krónur.
Það er því um að gera fyrir foreldra og börn að taka sér góðan tíma til að koma í skólann, fá sér
smá hressingu og eiga góða og uppbyggilega stund með kennaranum.. Sjáumst!
Lesa meira
04.01.2014
Við óskum nemendum og forráðamönnum gleðilegs árs og
þökkum fyrir það liðna!
Hér má nálgast fréttabréf janúarmánaðar..
Lesa meira
19.12.2013
Við óskum nemendum okkar og forráðamönnum gleðilegra jóla og
þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Kennsla að loknu jólaleyfi hefst skv. stundaskrá mánudaginn 6.
janúar.
Jafnframt bendum við á að það er tilvalið að koma sér í jólaskapið með því að skoða þetta myndband sem gert var þemadögunum nú í desember..
Lesa meira
18.12.2013
Bæjarstjórn hefur nú ákveðið að draga til baka áður ákveðna gjaldskrárhækkun á vistunargjöldum í
Frístund sem taka áttu gildi frá og með áramótum. Gjöld fyrir Frístund verða því óbreytt eða 330 kr.
klukkustundin. Fæðisgjöld munu hins vegar hækka um 6% og mun því hver máltíð í annaráskrift kosta 395 kr. Smellið hér til að opna gjaldskrána..
Lesa meira