Fréttir

Fréttabréf desembermánaðar

Fréttabréf desembermánaðar er komið á síðuna.  Smellið hér til að opna..
Lesa meira

Sigurvegarar í leitinni að Grenndargralinu

Í haust hefur staðið yfir leit að Grenndargralinu með þátttöku frá nemendum á unglingastigi í grunnskólum Akureyrar (sjá hér).  Nú er gripurinn fundinn og það eru tveir nemendur úr 8. bekk Naustaskóla, þær Heiðrún og Sóley, sem urðu hlutskarpastar í leiknum þetta árið!  Það munaði reyndar einungis 15 mínútum á þeim og næsta liði, þeim Ernu Kristínu og Stefaníu en þær unnu einmitt karamellukrukkuna fyrr á tímabilinu.  Við erum auðvitað rígmontin af þessum nemendum okkar og óskum þeim innilega til hamingju!
Lesa meira

Rithöfundur í heimsókn

Gunnar Helgason rithöfundur og leikari kom í heimsókn til okkar og las upp úr nýrri bók sinni.  Honum var auðvitað tekið með kostum og kynjum enda ekki á hverjum degi sem frægt fólk ber að garði.  Hér má sjá nokkrar myndir frá heimsókninni...
Lesa meira

Rafbókagjöf

Grunnskólanemum stendur til boða að nálgast átta rafbækur eftir Þorgrím Þráinsson á rafbókaveitunni emma.is, og lesa eins og þá lystir.  Bækurnar höfða til breiðs hóps lesenda allt frá 1.-10. bekkjar.  Hugmyndin með þessari bókagjöf er að hvetja krakka og unglinga til aukins yndislesturs.  Einnig er í gangi "rafkápukeppni" þar sem skólakrökkum gefst kostur á að setjast niður og hanna nýjar bókakápur á sex af bókum Þorgríms.  Nánari upplýsingar má finna á síðunni  www.emma.is/rafkapur
Lesa meira

Hrekkavökuball - frestað!

Hrekkjavökuböllum sem áformuð voru á föstudag verður frestað til mánudagsins 5. nóvember vegna veðurútlits og framkvæmda í samkomusal.  Semsagt: Mánudaginn 5. nóvember halda nemendur í 7. bekk hrekkjavökuböll til fjáröflunar fyrir væntanlega skólabúðaferð þeirra í vor.  Aðgangseyrir og tímasetningar eru sem hér segir: 1.-3. bekkur kl. 16:00-17:30 - aðgangseyrir 500 kr. (popp og svali innifalið) 4.-7. bekkur kl. 18:00-20:00 - aðgangseyrir 400 kr. (sjoppa opin)  Þetta er fyrsta ballið í nýja salnum okkar - nýtt hljóð- og ljósakerfi - draugahús og spákona!
Lesa meira

Fréttabréf / matseðill nóvembermánaðar

Áreiðanlegar fregnir herma að það sé að bresta á með nóvember.  Af því tilefni er komið út nýtt fréttabréf sem má nálgast hér...
Lesa meira

3. og 4. bekkur á skautum

Þrjá fimmtudaga í október og nóvember býðst nemendum í 3. og 4. bekk að bregða sér á skauta í boði Skautafélags Akureyrar.  Nú eru tvö skipti búin en síðasta skiptið verður næstkomandi fimmtudag.  Það er að sjálfsögðu misjafnt hversu stöðugir krakkarnir eru á skautunum en allir hafa þó gaman af að spreyta sig enda er leikurinn til þess gerður að kynna skautana.  Hér má sjá myndir frá fimmtudeginum 11. október en þá var fyrsta skautaferð þessara árganga.
Lesa meira

Búkolla - tónlistarmyndband frá 2.-3. bekk

Krakkarnir úr 2.-3. bekk sem voru í tónmennt á síðasta smiðjutímabili bjuggu til skemmtilegt tónlistarmyndband við lagið um hana Búkollu.  Smellið hér til að sjá og heyra...!
Lesa meira

Félagsmiðstöðin

Við minnum á að hér á heimasíðu skólans má finna yfirlit yfir dagskrá félagsmiðstöðvarinnar hjá okkur. Síða félagsmiðstöðvarinnar er undir hlekknum "NEMENDUR" hér fyrir ofan en einnig er hægt að smella hér til að opna síðuna.  Félagsmiðstöðin er opin vikulega (á þriðjudögum) fyrir 8.-10. bekk en mánaðarlega fyrir nemendur í 4.-7. bekk. 
Lesa meira

Vetrarfrí framundan

Nú eru nokkrir dagar framundan sem rétt er að vekja athygli á: Föstudagur 26. október er starfsdagur - frí hjá nemendum en Frístund opin Mánudagur 29. október er vetrarfrí - frí hjá nemendum en Frístund opin Þriðjudagur 30. október er vetrarfrí - frí hjá nemendum en Frístund opin Miðvikudagur 31. er matsdagur, þá er kennsla skv. stundaskrá fram að hádegismat en að afloknum hádegismat fara nemendur heim eða í Frístund.  Boðið er upp á viðtöl við umsjónarkennara eftir hádegi þennan dag, þeir foreldrar sem vilja þiggja slíkt eru beðnir um að hafa samband við umsjónarkennara sem fyrst.  Athugið að það verður kennsla í valgreinum hjá 8.-10. bekk eftir hádegi þennan dag. Frístund er opin alla þessa daga, þeir sem nýta þjónustu Frístundar að öllu jöfnu þurfa ekki að skrá börn sín sérstaklega.  Þeir sem ekki nýta Frístund að jafnaði eru hins vegar beðnir um að hafa samband við Hrafnhildi í síma 4604111 eða netfang hrafnhildurst@akmennt.is ef þeir hyggjast nýta þjónustu Frístundar þessa daga..
Lesa meira