Fréttir

Snillingarnir - námskeið

Þjálfun í samskiptum, tilfinningastjórn og athygli barna með ADHDFjölskyldudeild Akureyrarbæjar býður börnum með ADHD að taka þátt í námskeiði til að efla færni á ýmsum sviðum. Námskeiðið er fyrir börn fædd árið 2003 og 2004 og eru 6 börn í hverjum hóp. Áhersla er lögð á að auka færni barna í félagslegum samskiptum, skapstillingu, sjálfsstjórn og að bæta athyglisgetu þeirra. Hópurinn hittist tvisvar í viku 2 tíma í senn, í 5 vikur (10 skipti alls) með tveimur þjálfurum. (Þetta námskeið verður 22.okt.-21.nóv. á mánudögum og miðvikudögum kl. 16:15-18:15)    Nánari upplýsingar er að finna hér....
Lesa meira

Grenndargralið 2012

Naustaskóli tekur þátt í Leitinni að Grenndargralinu 2012  Leit nemenda að Grenndargralinu er hafin fimmta árið í röð. Þátttakendur eru nemendur í 8.-10. bekk í grunnskólum á Akureyri. Nemendur í Giljaskóla sumarið leituðu að gralinu í fyrsta skipti haustið 2008. Árið 2009 tók Síðuskóli þátt og Glerárskóli bættist í hópinn haustið 2010. Síðastliðið haust bættust þrír skólar við þegar Brekkuskóli, Lundarskóli og Oddeyrarskóli tilkynntu þátttöku sína. Naustaskóli hefur tilkynnt þátttöku sína og því aldrei að vita nema Grenndargralið verði geymt í verðlaunaskáp skólans næsta árið.
Lesa meira

Nemendaráð

Föstudaginn 7. september var gengið til kosninga í Naustaskóla og nemendur kusu sér fulltrúa í nemendaráð fyrir skólaárið 2012-2013.   Hér má sjá hverjir náðu kjöri (varamenn í sviga) og jafnframt atkvæðafjölda á bak við efstu menn í kosningunum: 10. bekkur: Elvar Reykjalín Helgason 42, Hrannar Þór Rósarsson 40, (Pétur Már Guðmundsson 39, Hólmfríður Svala Jósepsdóttir 31) 9. bekkur: Brynjar Helgason 81, (Bernódus Óli Kristinsson 56) 8. bekkur: Ugla Snorradóttir 77, (Sædís Eiríksdóttir 21) 7. bekkur: Freyr Jónsson 49 (Petra Reykjalín Helgadóttir 38) 6. bekkur: Brynjólfur Skúlason 35 (Hanna Karin Hermannsdóttir 17) 5. bekkur: Íris Orradóttir 34 (Haraldur Bolli Heimisson 27) 4. bekkur: Bjarmi Friðgeirsson 32 (Hilmar Bjarki Gíslason 14)
Lesa meira

Göngum í skólann!

Átakið "göngum í skólann" var sett í dag, miðvikudaginn 5. september í Kelduskóla í Grafarvogi en þetta er sjötta skipti sem Ísland tekur þátt í þessu alþjóðlega verkefni. Verkefnið hófst í Bretlandi árið 2000 og hefur þátttaka stöðugt farið vaxandi.  Á alþjóðavísu er Göngum í skólann mánuðurinn í október og Alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn er 6. október. Göngum í skólann verkefnið fer fram hér á Íslandi í septembermánuði og því lýkur á Alþjóðlega Göngum í skólann deginum þann 5. október.   Við hvetjum að sjálfsögðu alla okkar nemendur til að ganga eða hjóla í skólann, það er umhverfisvænt og eflir heilsuna!
Lesa meira

Morgunfundir

Vikuna 10.-14. september verða haldnir morgunfundir með foreldrum.  Þar er um að ræða kynningu fyrir foreldra á starfinu í skólanum, þáttum úr stefnu skólans, hlutverki foreldra í skólastarfinu o.fl. auk þess sem tækifæri gefast til umræðna og fyrirspurna.  Fundirnir verða kl. 8:10-9:10 að morgni, nemendur mæta einnig á sama tíma og venjulega þessa daga nema að nemendur í 8.-10. bekk sem fá að sofa örlítið lengur þann 13. sept.  Fundirnir verða sem hér segir: 2.-3. bekkur föstudaginn 14. september kl. 8:10-9:10 4.-5. bekkur miðvikudaginn 12. september kl. 8:10-9:10 6.-7. bekkur mánudaginn 10. september kl. 8:10-9:10 8.-10. bekkur fimmtudaginn 13. september kl. 8:10-9:10
Lesa meira

Septemberfréttabréfið

Fréttabréf og matseðil septembermánaðar má nú nálgast hér....
Lesa meira

ADHD samtökin - spjallfundur

ADHD samtökin verða á Akureyri þriðjudaginn 4. september með spjallfund / fræðslu fyrir foreldra.  Fundurinn verður kl. 21:00 í Ökuskólanum, Sunnuhlíð 12, á 2. hæð.  Björk Þórarinsdóttir formaður samtakanna og Elín Hoe Hinriksdóttir varaformaður stýra fundinum og eru foreldrar barna í leik-, grunn- og framhaldsskólum hvattir til að mæta. Frír aðgangur.  Nánari upplýsingar má fá hjá Ellen Calmon framkvæmdastjóra ADHD samtakanna í síma 6947864, einnig er minnt á heimasíðu samtakanna http://www.adhd.is
Lesa meira

Útivistartíminn

Við minnum á að útivistartíminn frá 1. september til 1. maí fyrir börn 12 ára og yngri er til kl. 20:00.  Útivistarreglurnar eru skv. barnaverndarlögum og mega börn ekki vera á almannafæri eftir ofangreindan tíma nema í fylgd með fullorðnum. Foreldrar og forráðamenn hafa að sjálfsögðu einnig fullan rétt til að stytta þennan tíma...
Lesa meira

Útivistardegi frestað

Á skóladagatalinu okkar er útivistardagur settur á föstudaginn 31. ágúst.  Þar sem meðal annars eru fjallgöngur á dagskránni hjá okkur þann daginn langar okkur að hafa nokkuð tryggt veðurútlit, það er ekki fyrir hendi nú og höfum við því ákveðið að fresta útivistardeginum um óákveðinn tíma.  Hann verður síðan auglýstur með tveggja daga fyrirvara þegar útlitið verður viðunandi...
Lesa meira

Fréttabréf ágústmánaðar

Fyrsta fréttabréf skólaársins er komið út en þar er að finna hagnýtar upplýsingar varðandi skólabyrjunina. Smellið hér til að opna fréttabréfið.  Gleðilegt nýtt skólaár!
Lesa meira