13.05.2012
Um daginn dvöldu nemendur í 4. bekk í tvær nætur í skólabúðum að Kiðagili í Bárðardal. Þar var
ýmislegt til gamans gert jafnframt því sem krakkarnir lærðu ýmislegt nýtt og spennandi. Nú eru komnar myndir frá ferðinni inn
á myndasíðuna okkar og má nálgast þær
með því að smella hér...
Lesa meira
21.05.2012
Mánudaginn 21. maí ætlum við að
bjóða tilvonandi nemendum 1. bekkjar ásamt forráðamönnum þeirra í heimsókn til að hitta verðandi kennara og kynna sér
skólann. Öllum forráðamönnum innritaðra barna í árgangi 2006 ætti nú að hafa borist svohljóðandi
tölvupóstur:
Lesa meira
02.05.2012
Þessar vikurnar erum við svo heppin
að hafa hjá okkur danskan kennara til aðstoðar við dönskukennsluna í 7.-9. bekk. Mette Lybæk hefur verið kennari í Danmörku í 10
ár. Þar kennir hún við grunnskóla í hjarta Kaupmannahafnar en hún hefur verið á Akureyri í vetur og kennt dönsku ásamt
dönskukennurum hvers skóla. Þessar vikurnar eru hún semsagt við störf við Naustaskóla og hún verður með okkur fram í
miðjan maí. Heimsókn hennar hingað er liður í samstarfi Menntamálaráðuneyta Íslands og Danmerkur um dönskukennslu íslenskra
grunnskólabarna. Í kennslunni er sérstök áhersla lögð á hið talaða mál. Óhætt er að fullyrða að
bæði dönskukennarinn og nemendur Naustaskóla njóta góðs af innleggi Mette í starfið. Með því að smella hér má sjá bréf frá Mette þar sem
hún gerir grein fyrir sjálfri sér og vistinni í Naustaskóla og á Akureyri.
Lesa meira
01.05.2012
Fréttabréf skólans fyrir maímánuð
má nú nálgast hér..
Lesa meira
22.04.2012
Skólanefnd hefur frá
árinu 2010 veitt einstaklingum og/eða stofnunum sem skarað hafa fram úr í skólastarfi viðurkenningar. Markmiðið er að vekja sérstaka athygli
á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru
að vinna og jafnvel gera enn betur. Viðurkenning er einnig staðfesting á að viðkomandi skóli/kennari/nemandi er fyrirmynd annarra á því sviði
sem viðurkenning nær til. Nú er komið að því að leita eftir tilnefningum. Allir sem áhuga hafa geta tilnefnt. Frestur til að skila inn
tilnefningum er er til 3.maí 2012. Hægt er að smella hér til
að fá nánari upplýsingar og/eða skila inn tilnefningum.
Lesa meira
21.04.2012
Loksins, loksins eru myndirnar frá árshátíðarballinu komnar inn á myndasíðuna. Smellið hér til að skoða :)
Lesa meira
18.04.2012
Foreldraverðlaun
Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra, verða afhent í 17. sinn við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu miðvikudaginn 16.
maí næstkomandi. Óskað er eftir tilnefningum til Foreldraverðlauna 2012 frá einstaklingum, félögum eða hópum sem
vilja vekja athygli á vel unnum verkefnum, sem stuðla að eflingu á skólastarfi og jákvæðu samstarfi heimila og skóla. Með afhendingu
verðlaunanna er vakin eftirtekt á því fjölbreytta starfi sem fer fram í skólum landsins. Fólk er hvatt til að líta eftir
og tilnefna verðug verkefni í sínu nærumhverfi. Tilnefningar sendist á rafrænan hátt með því að fylla út eyðublað
á heimasíðu Heimilis og skóla www.heimiliogskoli.is. Síðasti
skiladagur tilnefninga er 1. maí 2012. Nánari upplýsingar um Foreldraverðlaunin er að finna á heimasíðu samtakanna www.heimiliogskoli.is. Einnig eru veittar upplýsingar á skrifstofu samtakanna í
síma 516 0100.
Lesa meira
16.04.2012
Nú eru komnar myndir inn á vefinn frá útivistardeginum okkar um daginn og úr danssmiðju og danssýningu hjá nemendum í 4.-5. bekk.
Smellið hér til að sjá myndir frá
útivistardeginum og hér til að sjá myndir úr
danssmiðjunni..
Lesa meira
15.04.2012
Þriðjudaginn 17. apríl kl. 19:30 mun
Guðjón Hauksson halda erindi í Naustaskóla um tölvunotkun og hvað ber að hafa í huga í þeim efnum. Mælst er til þess að
nemendur í 8.-9. bekk og foreldrar þeirra mæti á fundinn en foreldrar yngri barna eru einnig hvattir til að mæta. Smellið hér til að sjá auglýsingu varðandi þetta..
Lesa meira
14.04.2012
Á fundi hjá stjórn Fasteigna
Akureyrar föstudaginn 13. apríl var eftirfarandi bókað varðandi Naustaskóla:
"Áframhald á umræðum um að flýta framkvæmdum við miðjurými skólans og lagt fram minnisblað dags. 2. mars 2012 frá Gunnari
Gíslasyni fræðslustjóra Akureyrarbæjar og Ágústi Jakobssyni skólastjóra Naustaskóla með rökstuðningi
málsins. Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að ganga til samninga við SS Byggi ehf um lúkningu á miðjurými skólans
á grundvelli fyrirliggjandi einingarverða."
Þetta þýðir að við megum eiga von á að hafa bæði matsal og samkomusal í skólanum okkar í haust.
Það eru miklar gleðifréttir fyrir okkur og mun gjörbreyta allri nýtingu á öðrum hlutum hússins og hafa í för með sér
mikið hagræði fyrir nemendur og starfsfólk. Frábærar fréttir!
Lesa meira