Fréttir

Mugison í heimsókn

Við fengum aldeilis skemmtilega heimsókn 16. desember þegar enginn annar en Mugison birtist og tók lagið á báðum hæðum hjá okkur.  Það var auðvitað sérstaklega skemmtilegt að krakkarnir gátu tekið hressilega undir með honum enda er "Stingum af" eitt af þeim lögum sem hafa verið hvað vinsælust hjá okkur á samverustundunum í haust.  Smellið hér til að sjá nokkrar myndir frá þessari uppákomu...
Lesa meira

Reglugerð um skólareglur

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur nú gefið út reglugerð um "ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum" en þar er m.a. kveðið á um gerð og innihald skólareglna.  Reglugerðina má nálgast hér...
Lesa meira

Litlu jólin

Litlu jólin í Naustaskóla verða þriðjudaginn 20. desember. Að þeim loknum fara nemendur í jólafrí. Á litlu jólunum mæta nemendur sem hér segir: 1., 4., 5., 8. og 9. bekkur kl. 8:30-10:00 2., 3., 6., og 7. bekkur kl. 10:00-11:30Frístund verður opin á litlujóladaginn fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir og eins virka daga í jólaleyfinu. Skólastarf að loknu jólaleyfi hefst miðvikudaginn 4. janúar með viðtalsdegi þar sem allir foreldrar og nemendur verða boðaðir í viðtal til umsjónarkennara. Viðtalstímar verða birtir og sendir út milli jóla og nýárs. 
Lesa meira

Samræming á matseðlum grunn- og leikskóla

Frá og með áramótum hefur verið ákveðið að hafa sama matseðilinn í öllum leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar. Megin markmiðið með þessari breytingu er að tryggja það að öll skólabörn fái hollan og næringarríkan hádegisverð. Matseðillinn mun rúlla í 7 vikur og verður sýnilegur á heimasíðum skólanna. Hægt verður að skoða matseðilinn fyrir hvern dag og sjá innihaldslýsingu hans og einnig útreiknuð  næringargildi hans sem unnin hafa verið af sérfræðingum.  Akureyrarbær hefur gert samning við birgja er annast sölu á kjötvörum, fiski og ávöxtum og grænmeti. Ákveðin krafa var gerð um gæði vörunnar og verður fylgst með að gæðin standist kröfurnar. Samið hefur verið við sérfræðinga um eftirlit með gæðum hráefnisins.                                                                                                 Skóladeild Akureyrar
Lesa meira

Nemendadagurinn - myndir

Hinn árlegi "nemendadagur" var haldinn hátíðlegur föstudaginn 25. nóvember.  Þá stjórnaði nemendaráð skólastarfinu, kennarar brugðu sér í hlutverk nemenda og öfugt og ýmislegt skemmtilegt var brallað, m.a. haldin hæfileikakeppni kennara, knattspyrnuleikur milli nemenda og starfsmanna o.fl.  Hér má sjá nokkrar myndir frá nemendadeginum..
Lesa meira

Desemberfréttabréf

Fréttabréf með dagskrá og matseðli desembermánaðar er nú komið út og er aðgengilegt hér....
Lesa meira

Jóladagatöl á vefnum

Þar sem desember hefur nú hafið innreið sína er tilvalið að telja niður til jólanna. Á vefnum er að finna tvö skemmtileg jóladagatöl.  Það er annars vegar jóladagatal Námsgagnastofnunar þar sem finna má nýjar og skemmtilegar stærðfræðiþrautir á hverjum degi.  SJÁ HÉR.   Og svo er það dagatal Umferðarstofu þar sem hægt er að skila inn lausnum á umferðartengdum þrautum, og komast með því í pott þar sem einstaklingar eða bekkir geta unnið bíómiða og pizzuveislur..  SJÁ HÉR.
Lesa meira

Kynning á ævintýraþema hjá 1.-3 bekk og á himingeimaverkefni hjá 4.-5. bekk

Í gær var mikið um að vera hjá 1.-5. bekk. Á neðri hæð húsins var 1.-3. bekkur að sýna verkefnavinnuna sína út frá ævintýraþema sem þau hafa verið að vinna sl. vikur og á efri hæð húsins var 4. og 5. bekkur að sýna sína vinnu um himingeiminn. Hægt er að sjá myndir hér.
Lesa meira

Rithöfundar í heimsókn

Í dag komu tveir rithöfundar í heimsókn, þær Kristín Helga Gunnarsdóttir og Margrét Örnólfsdóttir að kynna bækurnar sínar Með heiminn í vasanum e. Margréti og Ríólít reglan e. Kristínu. Hér eru nokkrar myndir frá upplestrinum.
Lesa meira

Nemendadagurinn

Föstudaginn 25. nóvember verður "nemendadagurinn" haldinn hátíðlegur hjá okkur í Naustaskóla, við prufuðum þessa nýbreytni í fyrra og nú er nemendadagurinn orðinn að árlegum viðburði hjá okkur!  Þetta þýðir að þennan dag stýrir nemendaráð skólastarfinu í eldri bekkjum skólans og er þá starfið eins og nemendur vilja hafa það auk þess sem þeir nýta tækifærið og leyfa starfsfólki að "bragða á eigin meðölum"..  Dagskrá nemendadagsins þetta árið verður sem hér segir:
Lesa meira