29.09.2011
Aðalfundur hverfisnefndar Naustahverfis verður haldinn fimmtudaginn 29. september kl. 20:00 í Naustaskóla (2. hæð)
Dagskrá:
• Skýrsla stjórnar
• Kosning stjórnar
• Fyrirspurnir
• Önnur mál, s.s. framtíðar íþróttasvæði í hverfinu
Gestir:
• Fulltrúi íþróttaráðs
• Fulltrúi KA, Gunnar Jónsson framkvæmdastjóri
• Fulltrúi skipulagsnefndar, Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
– Kaffiveitingar –
Hvetjum alla íbúa Naustahverfis til að mæta!
Hverfisnefnd Naustahverfis
Lesa meira
22.09.2011
Dagana 28. og 29. september eru viðtalsdagar
hjá okkur, þar sem nemendur, foreldrar og umsjónarkennarar fara sameiginlega yfir stöðu mála og leggja á ráðin um framtíðina.
Við höfum úthlutað ákveðnum viðtalstímum og þá
má nálgast með því að smella hér. Frístund er opin á viðtalsdögunum fyrir nemendur í 1.-4.
bekk. Þeir nemendur sem skráðir eru í Frístund að öllu jöfn geta mætt þar án sérstakrar skráningar en
foreldrar annarra nemenda í þessum bekkjum sem hafa áhuga á að nýta Frístundina eru beðnir um að hafa samband við Hrafnhildi
forstöðumann Frístundar í síma 4604111 eða netfangi hrafnhildurst@akmennt.is.
Svo minnum við á að föstudagurinn 30. september er starfsdagur og þann dag er Frístund lokuð.
Lesa meira
11.09.2011
Nú höfum við tekið saman smá
bækling með leiðbeiningum fyrir forráðamenn varðandi notkun á mentor og hvernig nálgast má þær upplýsingar sem þar er að
finna s.s. varðandi námsmat nemenda. Smellið hér til að skoða
leiðbeiningarnar..
Lesa meira
06.09.2011
Miðvikudaginn 7. september kl. 10.00
verður Göngum í skólann sett í Síðuskóla á Akureyri en þetta er í fimmta skipti sem Ísland tekur þátt
í þessu alþjóðlega verkefni. Verkefnið hófst í Bretlandi árið 2000 og hefur þátttaka stöðugt farið vaxandi.
Hér á landi stefnir í metþátttöku. Á alþjóðavísu er Göngum í skólann mánuðurinn í
október og Alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn er 6. október. Göngum í skólann verkefnið fer fram hér
á Íslandi í septembermánuði og því lýkur á Alþjóðlega Göngum í skólann deginum þann 5.
október. Við hvetjum að sjálfsögðu alla okkar nemendur til að ganga eða hjóla í skólann, það er
umhverfisvænt og eflir heilsuna!
Lesa meira
05.09.2011
PMT foreldrafærninámskeið
(Parent Management Training) hefst þann 4. október nk. Um er að ræða námskeið sem stendur yfir í átta vikur. Meginmarkmið
námskeiðsins er að kenna raunprófaðar og hagnýtar uppeldisaðferðir sem stuðla að jákvæðri hegðun barns og draga úr
hegðunarvanda. Kostnaður er kr. 5.000 sem greiðist við skráningu en námskeiðið fékk styrk frá Félagsmálaráðuneytinu til
að efla stuðnings- og nærþjónustu við börn með ADHD greiningu. Leiðbeinendur eru PMT meðferðaraðilar, Guðrún
Kristófersdóttir sálfræðingur og Þuríður Sigurðardóttir félagsráðgjafi.
Sótt er um á tilvísaneyðublöðum skólateymis Fjölskyldudeildar. Nánari upplýsingar gefur Þuríður á Skóladeild
Akureyrarbæjar í síma 460-1417 eða í tölvupósti: thuridur@akureyri.is
Lesa meira
03.09.2011
Í vikunni 5.-9. september höldum við
morgunfundi fyrir foreldra nemenda í 2.-9. bekk og skólafærninámskeið fyrir foreldra 1. bekkinga. Tímasetningar þessara viðburða eru sem
hér segir:
1. bekkur - skólafærninámskeið miðvikudaginn 7. september kl. 17:30-20:00
2.-3. bekkur - morgunfundur miðvikudaginn 7. september kl. 8:10-9:10
4.-5. bekkur - morgunfundur föstudaginn 9. september kl. 8:10-9:10
6.-7. bekkur - morgunfundur þriðjudaginn 6. september kl. 8:10-9:10
8.-9. bekkur - morgunfundur mánudaginn 5. september kl. 8:10-9:10
Þessir atburðir eru liður í nauðsynlegri upplýsingagjöf til foreldra og væntum við þess að fulltrúar allra nemenda mæti.
Nánari upplýsingar um fundina er að finna í septemberfréttabréfinu.
Lesa meira
03.09.2011
Við höfðum útivistardag þann 2. september þar sem nemendur fengu að velja sér viðfangsefni, s.s. að veiða á bryggjunni, leika sér
á Hömrum, fara í hjólatúra og gönguferðir í Fálkafelli og á Súlur. Þrátt fyrir örlitla rigningu varð
þetta hinn ánægjulegasti dagur og sérstaklega unnu sumir stóra sigra á stuttum fótum sem löbbuðu alla leið upp á
Súlur.. Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru á Hömrum á
útivistardeginum....
Lesa meira
03.09.2011
Nemendur í 6. bekk fóru í siglingu með Húna II þann 1. september. Í ferðinni kynntust nemendur sjávarútveginum
og fræddust um lífríkið í sjó ásamt sögufræðslu um bátinn og ströndina. Rennt var fyrir fisk og gert að honum
með tilheyrandi fróðleik. Að lokum var aflinn grillaður og smakkaður um borð. Þetta var frábær ferð, enda lék veðrið
við krakkana, og það voru glaðir og stoltir nemendur sem komu heim með dálítinn afla í nesti. Smellið hér til að sjá myndir úr sjóferðinni..
Lesa meira
01.09.2011
Fréttabréf septembermánaðar er
komið út. Smellið hér til að opna fréttabréfið..
Lesa meira
31.08.2011
Starfsáætlun Naustaskóla fyrir
starfsárið 2011-2012 er komin út. Starfsáætlun er gefin út árlega og er henni ætlað að gefa upplýsingar um skólann,
áherslur og markmið með skólastarfinu, skipulag og helstu verkefni skólaársins, fyrirkomulag kennslu, venjur og siði í skólanum
o.fl. Smellið hér til að opna starfsáætlunina...
Lesa meira