30.08.2011
Í dag var kosið nýtt nemendaráð fyrir skólann. Eftir stutta og snarpa kosningabaráttu var haldinn kjörfundur þar sem nokkrir
frambjóðendur kynntu sig og svo var gengið til kosninga. Niðurstaðan varð sú að eftirtaldir skipa nemendaráð Naustaskóla veturinn
2011-2012:
Pétur Már Guðmundsson 9. bekk - formaður
Hrannar Þór Rósarsson 9. bekk
Brynjar Helgason 8. bekk
Ugla Snorradóttir 7. bekk
Freyr Jónsson 6. bekk
Guðný Birta Pálsdóttir 5. bekk
Íris Orradóttir 4. bekk
Lesa meira
22.08.2011
Stundatöflurnar eru komnar á heimasíðuna
og má nálgast þær hér...Svo er bara að byrja að læra af fullum
krafti!!
Lesa meira
18.08.2011
Fyrsta fréttabréf skólaársins er komið út og má nálgast það hér.
Lesa meira
22.08.2011
Skólasetning í
Naustaskóla verður mánudaginn 22. ágúst. Nemendur mæti á eftirfarandi tímum:
kl. 10:00 2.-3. bekkurkl. 10:30 4.-5. bekkur
kl. 11:00 6.-7. bekkur
kl. 11:30 8.-9. bekkurNemendur í 1. bekk og forráðamenn verða boðaðir í viðtöl á
skólasetningardaginn, tölvupóstur með viðtalstímum verður sendur út þriðjudaginn 16. ágúst.
Á skólasetningunni hitta nemendur umsjónarkennara, fá stundaskrá og fræðast um starfið í vetur. Foreldrar eru velkomnir og við
mælumst sérstaklega til þess að foreldrar nýrra nemenda í skólanum fylgi sínum börnum.
Kennsla hefst skv. stundaskrá þriðjudaginn 23. ágúst.
Gleðilegt nýtt skólaár!
Lesa meira
07.07.2011
Skólinn annast innkaup á
námsgögnum fyrir nemendur og innheimtir gjald fyrir það, en foreldrar þurfa að versla lítillega fyrir nemendur í 4.-9. bekk. Ef einhver óskar
eftir að annast öll innkaup sjálfur þarf viðkomandi að hafa samband við skólann og fá ítarlegri lista. Námsgagnagjald haustið
2011 er kr. 3.600 fyrir 1.-3. bekk en kr. 4.000 fyrir 4.-9. bekk. Foreldrar eru beðnir um að greiða gjaldið inn á reikning 0159-15-200070, kt. 070372-5099, fyrir 22.
ágúst, vinsamlegast setjið nafn barns sem skýringu/tilvísun. Hér má finna innkaupalista fyrir 4.-9. bekk:
- Innkaupalisti 4.-5. bekkjar - Innkaupalisti 6.-7. bekkjar - Innkaupalisti 8.-9. bekkjar
Lesa meira
14.06.2011
Skrifstofa Naustaskóla verður
lokuð frá 20. júní til 2. ágúst í sumar. Ef á þarf að halda er hægt að hafa samband við skólastjóra með
netfanginu agust@akureyri.is eða í síma 847-8812.
Skólasetning verður 22. ágúst. Foreldrar nýnema munu fá tölvupóst um
miðjan ágúst með boðun í viðtal á skólasetningardaginn. Gert er ráð fyrir að skólinn annist innkaup námsgagna
fyrir nemendur nema hvað varðar ritföng fyrir nemendur í 4.-9. bekk. Upplýsingar varðandi þetta verða birtar hér á heimasíðunni
í byrjun ágúst. Hafið það gott í sumar og við hlökkum til að sjá ykkur í haust!
Lesa meira
14.06.2011
Ársskýrsla skólans
fyrir skólaárið 2010-2011 er nú komin á vefinn. Í henni má finna helstu upplýsingar um fyrsta
starfsár skólans en auk þess inniheldur hún gróft mat á því hvernig til tókst og nokkrar tillögur um hvernig gera má enn
betur í framtíðinni. Smellið hér til að opna ársskýrsluna..
Lesa meira
03.06.2011
Það var sannkallað táp og
fjör hjá okkur síðustu daga skólaársins og báru þeir því nafn með réttu. Þessa daga unnu nemendur í
aldursblönduðum hópum og fóru milli stöðva þar sem afar fjölbreytt verkefni voru í boði, t.d. handanudd, veggjamálun, söngur,
víðsjárskoðun, púsl, limbó, smíðar og fleira og fleira. Síðasti skóladagurinn var hins vegar hópeflisdagur þar sem
námshópar kvöddust og nýir mynduðust, 1. bekkur flutti til 2. bekkjar, 3. bekkur flutti upp á 2. hæðina þar sem 4. bekkur tók á
móti þeim, 5. bekkur flutti til 6. bekkjar og 7. bekkur til 8. bekkjar. Svo enduðum við í grillveislu í Kjarnaskógi. Hér má sjá nokkrar myndir frá "táp- og fjördögunum".
Lesa meira
02.06.2011
Vorhátíð Naustahverfis var haldin þann 27. maí sl. og tókst prýðilega enda lék veðrið við okkur. Eins og síðasta
vor léku starfsmenn og nemendur skólans lykilhlutverk í hátíðinni og má sérstaklega geta þess að allir eldri nemendur skólans
höfðu þar með höndum einhver hlutverk. Nokkrar myndir frá
hátíðinni má sjá hér...
Lesa meira
01.06.2011
Nú á dögunum lögðum við stutta
viðhorfakönnun fyrir nemendur í 4.-8. bekk þar sem spurt var um ýmsa þætti sem varða skólastarfið. Niðurstöður könnunarinnar má sjá hér..
Lesa meira