16.03.2011
Þann 16. mars héldum við Stóru upplestrarkeppnina í 7. bekk Naustaskóla. Þar spreyttu nemendur 7. bekkjar sig á upplestri á
sögu og ljóðum við hátíðlega athöfn frammi fyrir áheyrendum og dómnefnd. Stóðu sig allir með prýði en að lokum
voru þeir Trausti og Jakob valdir sem fulltrúar skólans í lokakeppninni sem haldin verður í MA þann 23. mars. Benni og Magnús urðu fyrir
valinu sem varamenn. Smellið hér til að sjá myndir frá
keppninni..
Lesa meira
09.03.2011
ADHD samtökin ætla að
halda námskeið fyrir foreldra barna og unglinga með ADHD á laugardögum í mars- og aprílmánuði. Fyrsta námskeiðið er laugardaginn 12.
mars. Námskeiðin eru haldin í Reykjavík en einnig í gegnum fjarfundabúnað í Háskólanum á Akureyri ef næg
þátttaka fæst. Nánari upplýsingar má fá á vefsíðu ADHD samtakanna http://www.adhd.is/ eða með því að smella hér fyrir neðan:
Upplýsingar um námskeið
fyrir foreldra 6-12 ára barnaUpplýsingar um námskeið fyrir foreldra 13-18 ára unglinga
Lesa meira
02.03.2011
Fréttabréf marsmánaðar er komið
út. Smellið hér til að opna fréttabréfið...
Lesa meira
01.03.2011
Árshátíð skólans var haldin 24. febrúar sl. og tókst svona líka glimrandi vel. Nær allir nemendur skólans stigu á stokk
og létu ljós sitt skína í hinum ýmsu uppfærslum. 1. bekkur sýndi leikrit um Bakkabræður, 2. og 3. bekkur sýndi leikrit sem byggt
var á bókinni Í Unugötu, 4.-5. bekkur gerðu landnáminu skil, 6.-7. bekkur settu upp Ávaxtakörfuna og 8. bekkur sýndi frumsamið
sakamálaleikrit. Hér má sjá myndir frá
árshátíðinni...
Lesa meira
24.02.2011
Mánudaginn 28. febrúar er starfsdagur,
þá er frí hjá nemendum og Frístund er lokuð fyrir hádegi. Þriðjudaginn 1. mars er hins vegar viðtalsdagur, þá mæta
nemendur og foreldrar í viðtal til kennara. Smellið hér til að opna skjal
þar sem sjá má tímasetningar viðtala og hvaða kennara viðtölin eru skráð á. Ef viðtalstími hentar ekki af einhverjum
orsökum má hafa samband við ritara skólans eða umsjónarkennara og við reynum að finna nýjan tíma.
Lesa meira
23.02.2011
Fasteignir Akureyrarbæjar
óska eftir tilboðum í uppsteypu og utanhúsfrágang á öðrum áfanga Naustaskóla. Áfanginn mun hýsa
heimasvæði unglingastigs, verkgreinastofur, starfsmannarými, miðrými/sal, anddyri, bókasafn, félagsaðstöðu nemenda og
íþróttahús. Byggingin telur um 3.900 m², gert er ráð fyrir að fyrri hluta framkvæmdanna verði lokið í desember 2011 (uppsteypa
á verkgreina- og unglingastigsálmu) en verkinu verði að fullu lokið í ágúst 2012. Sjá nánar hér..
Lesa meira
23.02.2011
Í tilefni af degi tónlistarskólanna verður Tónlistarskólinn á Akureyri með opið hús í Hofi laugardaginn 26. febrúar. Boðið verður upp á brot af því besta sem á sér stað innan veggja skólans og er markmiðið að aðstandendur, nemendur, kennarar og allir þeir sem hafa áhuga á starfinu geti átt ánægjulega stund saman, sér að kostnaðarlausu. Dagurinn er tilvalið tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á námi við skólann til að kynna sér hvað stendur til boða.
Lesa meira
24.02.2011
Árshátíð
Naustaskóla verður fimmtudaginn 24. febrúar. Um verður að ræða fjórar sýningar sem verða á efri hæð
skólans, á eftir hverri sýningu verða seldar kaffiveitingar á neðri hæð skólans til styrktar skólabúðaferð 7. bekkjar,
verð fyrir fullorðna er 500 kr. en fyrir börn 300 kr. Athugið að ekki er hægt að greiða með greiðslukortum. Hér á
eftir má sjá hvaða hópar sýna í hvert skipti og hvernig mælst er til að foreldrar skipti sér á sýningarnar:
Kl. 15:00 sýna nemendur 1. bekkjar, 3. bekkjar og 8. bekkjar (Miðað við að foreldrar 3. bekkjar og foreldrar barna í 1. bekk með stafinn A-Í mæti
á þessa sýningu ásamt þeim foreldrum 8. bekkjar sem vilja)
Kl. 16:00 sýna nemendur 1. bekkjar, 2. bekkjar og 8. bekkjar (Miðað við að foreldrar 2. bekkjar og foreldrar barna í 1. bekk með stafinn K-Æ mæti
á þessa sýningu ásamt þeim foreldrum 8. bekkjar sem vilja)
Kl. 17:00 sýna nemendur 4.-5. bekkjar og 6.-7. bekkjar (Miðað við að foreldrar 4. og 6. bekkja mæti á þessa sýningu)
Kl. 18:00 sýna nemendur 4.-5. bekkjar, 6.-7. bekkjar og 8. bekkjar (Miðað við að foreldrar 5. og 7. bekkja mæti á þessa sýningu ásamt
þeim foreldrum 8. bekkjar sem vilja)
Allir velkomnir, sjáumst í hátíðarskapi!
Lesa meira
20.02.2011
Laugardaginn 5. mars verður haldið
stjörnuskoðunarnámskeið fyrir börn á vegum Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. Námskeiðið er hugsað fyrir börn í 1.
til 7. bekk sem hafa áhuga á stjörnufræði og stjörnuskoðun. Það verður haldið í Menntaskólanum á Akureyri (í
Kvosinni) laugardaginn 5. mars 2011 frá kl. 11:30–14:00. Námskeiðsgjald er 4.000 krónur. Gert er ráð fyrir að eitt foreldri fylgi barni sínu
á námskeiðið. Í boði er 50% systkinaafsláttur ef fleiri en eitt barn koma á námskeiðið. Skráning fer fram á vefnum:
http://www.astro.is/namskeid/krakka. Þar má einnig finna frekari upplýsingar.
Lesa meira
15.02.2011
Skólaskákmót var
haldið 14. febrúar og voru keppendur 12 talsins, úr 3-6. bekk. Telfdar voru 5 umferðir og fengu þessir flesta vinninga:
1. Ásgeir Tumi Ingólfsson, 6. bekk 5 vinninga
2-3. Monika Birta Baldvinsdóttir 5. bekk og Elvar Orri Brynjarsson 6. bekk 3 vinninga
4-6. Ágústa Forberg 5. bekk, Kolfreyja Sól Bogadóttir 5. bekk og Haraldur Bolli Heimisson 3 bekk, 2,5 vinning.
Lesa meira