31.05.2011
Skólaslit Naustaskóla verða
föstudaginn 3. júní kl. 13:00. Nemendur mæta á heimasvæði þar sem vitnisburður verður afhentur, skólastjóri segir nokkur
orð og að því búnu hefst sumarfríið!
Á skólaslitadaginn föstudaginn 3. júní n.k. frá kl. 13-17 stendur til að hafa markaðsstemningu fyrir framan Naustaskóla. Hvetjum við sem
flesta til þess að drífa nú í að taka til í geymslunni og koma með dót sem e.t.v. getur nýst einhverjum öðrum (föt,
húsgögn, handverk, hvað sem er) og selja á vægu verði eða skipta fyrir annað. Einnig væri gaman að einhverjir væru með kaffi, safa
eða aðrar veitingar til sölu. Svo má líka troða upp með tónlistaratriði, dans eða hvaðeina sem menn kunna að luma á.
Foreldrafélag Naustaskóla
Lesa meira
27.05.2011
Hæfileikakeppnin "N-Factor" var haldin í fyrsta skipti í Naustaskóla fimmtudaginn 26. maí. Þar tróðu upp fjölmargir nemendur en
atriði í keppninni voru alls 11. Nemendaráð hafði skipulagt keppnina og safnað vinningum og þau önnuðust einnig dómgæslu og
kynningar. Varð þetta hin besta skemmtun, þátttakendur stóðu sig hver öðrum betur og hæfileikarnir hreinlega flæddu um
húsið. Að lokum varð þó niðurstaða dómnefndar sú að Pétur og Tumi urðu í þriðja sæti, Klara, Lotta og
Sara í öðru sæti en í fyrsta sæti varð Kolfreyja sem flutti frumsamið lag af mikilli list. Smellið hér til að sjá nokkrar myndir frá keppninni.
Lesa meira
25.05.2011
Nú er komið í ljós að
í Unicef - dagskránni okkar söfnuðust um 190.000 kr. sem hafa verið lagðar inn á reikning hjá Unicef. Glæsileg frammistaða hjá
krökkunum okkar sem vilja greinilega láta gott af sér leiða! Sem lítið dæmi um hvernig þessir peningar gætu nýst má nefna
að hægt væri að festa kaup á 5 fullbúnum "skólum-í-kassa" sem notaðir eru á hamfara- og neyðarsvæðum. 5 skólapakkar
innihalda náms- og kennslugögn fyrir allt að 200 börn þannig að segja má að tæplega 200 nemendur Naustaskóla hafi kannski búið til
skóla fyrir jafnmörg börn úti í heimi....
Lesa meira
25.05.2011
Nú eru loksins komnar myndir inn á heimasíðuna af skólabúðaferð 7. bekkjar fyrr í vor. Smellið hér
Lesa meira
24.05.2011
Mánudaginn 23. maí helguðum við hluta dagsins söfnun og dagskrá í samvinnu við Unicef, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna.
Þá söfnuðu krakkarnir peningum með því að vinna ýmsar þrautir sem fólust í hreyfingu og líkamlegri áreynslu.
Þetta tókst stórvel þrátt fyrir þungbúið veður og kulda, og voru krakkarnir okkar afskaplega dugleg að hreyfa sig og erfiða í
þágu söfnunarinnar. Fjármunirnir sem safnast renna svo til Unicef þar sem þeir verða nýttir til að aðstoða börn víða um
heim með menntun, heilbrigðisþjónustu o.f. Þegar þetta er skrifað er söfnunarféð enn að safnast til okkar þannig að ekki er
vitað hversu mikið safnaðist í heildina.
Lesa meira
27.05.2011
Vorhátíð
Naustahverfis 2011 verður haldin föstudaginn 27. maí og hefst kl. 16:15 í Naustaborgum.
Dagskrá í Naustaborgum kl. 16:15-18:00· Þrautabraut
· Andlitsmálning
· Stultur, kastveggur o.fl.
· Trúðar
· Kubb, boccia o.fl.
· Leikir
· Sápukúlublástur
· Flugdrekar
· Grillaðar pylsur - ókeypis :)
· Ótrúlega gott veður !
Opið hús í Naustaskóla frá kl. 17:30· Kaffihús á neðri hæð skólans
o Kaffi / safi / mjólk og vöfflur
o Fullorðnir 300 kr.
o 6-16 ára 200 kr.
· Tombóla – 50 kr. miðinn
· Föndurborð
· Spákona
· Sýningar á verkum nemenda
Ball fyrir nemendur í 1.-4. bekk kl. 18:30-19:45 (200 kr. aðgangseyrir)
Ball fyrir nemendur í 5.-8. bekk kl. 20:00-22:00 (300 kr. aðgangseyrir)
Lesa meira
18.05.2011
Nú er komið út seinna
fréttabréf maímánaðar en þar er m.a. að finna upplýsingar um dagskrána hjá okkur síðustu dagana í vetur, kennsluteymi
næsta vetrar o.fl. Smellið hér til að opna fréttabréfið...
Lesa meira
17.05.2011
Mennta- og
menningarmálaráðherra staðfesti í gær, 16. maí 2011, nýjar aðalnámskrár fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla.
Í þeim birtist ný menntastefna sem hefur það meginmarkmið að rækta með markvissum hætti þá þekkingu, leikni og viðhorf sem
styrkir getu einstaklinga í framtíðinni til að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í jafnréttis- og
lýðræðissamfélagi. Kjarni menntastefnunnar er settur saman úr sex grunnþáttum: læsi, sjálfbærni, lýðræði,
jafnrétti, heilbrigði og velferð og sköpun. Námskrárnar eru aðgengilegar á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins en fyrirhugað er að gefa þær út á prenti í haust. Námskrárnar taka
gildi frá og með næsta skólaári og verða innleiddar á þremur árum. Sjá nánar hér...
Lesa meira
16.05.2011
Nemendur 4. bekkjar dvöldu í skólabúðum að Kiðagili í Bárðardal dagana 2.-4. maí sl. Þar var ýmislegt skemmtilegt
brallað og var dvölin bæði fróðleg og skemmtileg fyrir krakkana. Nú erum við búin að setja helling af myndum frá Kiðagili inn
á myndasíðuna okkar og má nálgast þær
hér.
Lesa meira
14.05.2011
Nú á dögunum var gerð
könnun meðal foreldra um ýmsa þætti varðandi skólastarfið. Niðurstöður könnunarinnar verða síðan nýttar
við mat á skólastarfinu og til að forgangsraða og leggja á ráðin um verkefni til úrbóta þar sem veikleikar koma fram. Í
heildina eru niðurstöðurnar jákvæðar og er afar fróðlegt og gagnlegt að kynna sér þær. Við birtum niðurstöðurnar
hér á vefnum og má nálgast þær með því að smella hér...
Lesa meira