12.04.2011
Lausar eru til umsóknar 3 stöður
kennara við Naustaskóla frá 1. ágúst 2011.
Leitað er að einstaklingum með mikinn metnað, sem sýnt hafa árangur í störfum sínum og leggja áherslu á vellíðan og
árangur nemenda í samstarfi við aðra starfsmenn og stjórnendur skólans. Umsóknarfrestur er til 3. maí nk. Allar umsóknir
þurfa að fara í gegnum umsóknavef Akureyrarbæjar, smellið hér til
að opna umsóknavefinn.
Lesa meira
12.04.2011
Nemendur í 4.-5. bekk voru að vinna að ljóðaþema um daginn þar sem þau kynntu sér ljóð og ljóðskáld, sömdu
sín eigin ljóð, æfðu sig í upplestri, fengu leikara í heimsókn o.fl. Þau luku svo þemavinnunni með glæsilegri
upplestrarhátíð þar sem allir stóðu sig með mikilli prýði. Svo bættu þau um betur og fluttu líka ljóð á
samverustund, glæsilegt hjá þeim! Smellið hér til
að sjá nokkrar myndir frá upplestrinum..
Lesa meira
08.04.2011
Á samverustund um daginn buðu fjórir strákar úr 2.-3. bekk upp á júdósýningu. Þeir eru allir að æfa
júdó og miðluðu þeir af þekkingu sinni, útskýrðu reglurnar og sýndu nokkur brögð. Svo sannarlega skemmtilegt hjá
Hilmari, Guðmundi, Agnari og Reyni! Smellið hér til að sjá nokkrar
myndir..
Lesa meira
05.04.2011
Í dag, 5. apríl, voru
opnuð tilboð í uppsteypu og utanhúsfrágang II. áfanga við Naustaskóla. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr.
502.813.489. Alls bárust 7 tilboð í verkið. Lægsta tilboð fyrir yfirferð átti Hamarsfell ehf. sem var kr. 448.432.052 eða um 89,2% af
kostnaðaráætlun. Niðurstöðurnar má sjá HÉR.
Lesa meira
03.04.2011
Fréttabréf
aprílmánaðar er nú aðgengilegt hér...
Lesa meira
02.04.2011
Margir voru gabbaðir í tilefni 1.
apríl í Naustaskóla. Allflestir nemendur skólans létu glepjast af tilkynningum um "páskaeggjaleit" og var mikið leitað á
skólalóðinni í hádeginu. Starfsmenn féllu sumir fyrir fundarboði sem þeir fengu í tölvupósti og var einnig birt á
heimasíðu skólans en þar var að finna svohljóðandi tilkynningu:
"Fram eru komnar mjög róttækar hugmyndir um sameiningu Naustaskóla, Naustatjarnar og Kjarnalundar, sem miða að því
að búa til algjörlega einstaka stofnun á landsvísu í tilraunaskyni. Þessar hugmyndir ganga út á mun meiri aldursblöndun en við
höfum áður reynt, þar sem allt starf í stofnuninni mun fara fram í aldursblönduðum hópum með mjög breiðu bili, þar sem hugmyndin
er að hinir eldri annist og fræði hina yngri - og öfugt, auk þess sem ætlunin er að ná fram gríðarlegum sparnaði í
starfsmannahaldi. Af þessu tilefni er boðað til kynningarfundar í Naustaskóla föstudaginn 1. apríl kl. 15:00 á sal skólans. Til
fundarins mæta fulltrúar bæjarstjórnar og ráðgjafafyrirtækisins pWC sem hefur unnið að útfærslu tillagnanna. Allir
velkomnir!"
Lesa meira
01.04.2011
Foreldraverðlaun Heimilis og
skóla – landssamtaka foreldra, verða afhent í 16. sinn við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu þriðjudaginn 24. maí
næstkomandi. Óskað er eftir tilnefningum til Foreldraverðlauna 2011 frá einstaklingum, félögum eða hópum sem vilja vekja
athygli á vel unnum verkefnum, sem stuðla að eflingu á skólastarfi og jákvæðu samstarfi heimila, skóla og samfélagsins. Með
afhendingu verðlaunanna er vakin eftirtekt á því fjölbreytta starfi sem fer fram innan leik- grunn- og framhaldsskóla og stuðlar að því
að efla jákvætt og öflugt samstarf heimila, skóla og samfélagsins. Fólk er hvatt til að líta eftir og tilnefna verðug verkefni
í sínu nærumhverfi. Tilnefningar sendist á rafrænan hátt með því að fylla út eyðublað á heimasíðu
Heimilis og skóla www.heimiliogskoli.is. Síðasti skiladagur tilnefninga er fimmtudagur 28. apríl
2011. Nánari upplýsingar um Foreldraverðlaunin er að finna á heimasíðu samtakanna www.heimiliogskoli.is. Einnig eru veittar upplýsingar á skrifstofu samtakanna í síma 516 0100.
Lesa meira
28.03.2011
Þann 23. mars var útivistardagur hjá okkur í Naustaskóla og allir nemendur skólans skelltu sér upp í Hlíðarfjall og renndu sér
af mikilli list. Dagurinn tókst vel enda var veðrið hreint prýðilegt. Nemendur okkar voru til hreinnar fyrirmyndar og ljóst að það er margt
um hæfileikamanninn á þessu sviði meðal nemenda og starfsmanna Naustaskóla. Smellið hér til að sjá nokkrar myndir úr fjallinu..
Lesa meira
25.03.2011
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2011 var haldin miðvikudaginn 23. mars síðastliðinn. Keppnin var haldin í sal Menntaskólans
að viðstöddu fjölmenni. Þarna voru mættir til leiks fulltrúar 7. bekkinga úr öllum grunnskólunum á Akureyri. Fyrir hönd
Naustaskóla kepptu þeir Magnús Geir og Jakob Gísli en keppendur voru alls 17 í ár og stóðu þeir sig allir með miklum
sóma. Sigurvegarar þetta árið voru Fannar Már Jóhannsson nemandi í Lundarskóla í 1. sæti, Kristrún
Jóhannesdóttir Síðuskóla í 2. sæti og Urður Andradóttir úr Lundarskóla 3. sæti. Smellið hér til að sjá myndir frá hátíðinni..
Lesa meira
23.03.2011
Miðvikudaginn 23. mars 2011 er
áætlað að allur skólinn fari í Hlíðarfjall til að njóta samveru og útiveru. Þeim nemendum sem ekki geta farið í
fjallið af einhverjum ástæðum verður boðið upp á afþreyingu í skólanum. Nemendur mæta eins og venjulega kl. 8:10
Farið verður frá skólanum sem hér segir: 4.-8 bekkur kl. 08:20 en 1.-3. bekkur kl. 09:00
Lagt verður af stað úr Hlíðarfjalli sem hér segir:1. – 3. bekkur kl. 11:20 en 4.-8. bekkur kl. 12:00
Þegar komið er í skóla aftur verður matur samkvæmt venju og eftir það er skóladeginum lokið nema að valgreinar hjá 8. bekk
verða skv. stundaskrá. Nemendur í 1.-3. bekk fara heim eða í Frístund kl. 12:15.
Lesa meira