02.02.2012
Fulltrúar okkar í spurningakeppni
grunnskólanna á Norðurlandi, þau Kristófer, Odda og Pétur, stóðu sig frábærlega, komust alla leið í úrslit í
keppninni og urðu í öðru sæti! Í riðlakeppninni unnu þau lið bæði Brekkuskóla og Hrafnagilsskóla, í
undanúrslitum lögðu þau lið Síðuskóla en í sjálfri úrslitaviðureigninni töpuðu þau fyrir Dalvíkingum.
Sannarlega glæsilegur árangur hjá krökkunum sem eru náttúrulega öll í 9. bekk.
Lesa meira
31.01.2012
Miðvikudaginn
8.febrúar verður haldinn kynningarfundur um val á grunnskóla. Fundurinn verður í sal Brekkuskóla og er frá kl.20.00 til kl.22.00 Sjá nánar dagskrá fundarins
Grunnskólarnir verða með opið hús kl. 09:00-11:00 fyrir
foreldra eftirtalda daga í febrúar:
Miðvikudaginn 8. febrúar - Lundarskóli
Föstudaginn 10. febrúar - Brekkuskóli og Giljaskóli
Þriðjudaginn 14. febrúar - Oddeyrarskóli
Miðvikudaginn 15. febrúar - Naustaskóli
Fimmtudaginn 16. febrúar - Glerárskóli
Föstudaginn 17. febrúar - Síðuskóli
Foreldrar barna sem fædd eru árið 2006 eru hvattir til að mæta!
SKÓLAVAL 2012 bæklingurinn
Lesa meira
24.01.2012
Við minnum á að á
vefsíðunni http://www.saft.is/ er að finna ýmsar gagnlegar ábendingar fyrir foreldra varðandi tölvu- og
netnotkun. Þar er meðal annars að finna leiðbeiningar um hvernig foreldrar geta stillt tölvur heimilisins til að stýra notkun barnanna hvað varðar
leikjanotkun, vefskoðun og tölvunotkunina yfirleitt. Sjá
hér.....
Lesa meira
05.01.2012
Nemendur í 4.-5. bekk bjuggu til og
tóku upp sín eigin lög í tónmennt fyrir áramótin. Þetta eru hinar athyglisverðustu tónsmíðar og má
hlýða á lögin á síðunni http://www.soundcloud.com/naustaskoli.
Lesa meira
03.01.2012
Fyrsta fréttabréf ársins er nú
komið út og má nálgast það hér...
Lesa meira
02.01.2012
Um
áramótin kom til framkvæmda breyting á skólamatseðlum leik- og grunnskóla bæjarins. Um tilraunaverkefni er að ræða þar sem
ákveðið var að hafa sama matseðil í öllum skólunum. Meginmarkmiðið með þessari breytingu er að tryggja að öllum
skólabörnum standi til boða hollur og næringarríkur hádegisverður. Matseðillinn nær yfir sjö vikur í senn og er hann aðgengilegur
hér á heimasíðunni undir hlekknum skólinn/mötuneyti. Þar er hægt að skoða
matseðilinn fyrir hvern dag en einnig að sjá innihaldslýsingu máltíða og þegar fram líða stundir verður hægt að sjá
útreiknað næringargildi matarins. Matseðlarnir og innihaldslýsingarnar hafa verið unnar af sérfræðingum.
Lesa meira
27.12.2011
Skólastarf að loknu jólaleyfi
hefst með viðtölum nemenda, foreldra og umsjónarkennara miðvikudaginn 4. janúar. Viðtalstíma má sjá hér. Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 5.
janúar.
Gleðilegt nýtt ár!
Lesa meira
20.12.2011
Jólafrí nemenda hófst að loknum litlu jólunum þann 20. desember. Hér má sjá nokkrar myndir frá litlu jólunum. Við óskum nemendum og
foreldrum gleðilegra jóla og þökkum fyrir samstarfið á árinu!
Lesa meira
16.12.2011
Samhliða
afgreiðslu fjárhagsáætlunar hefur bæjarstjórn samþykkt breytingar á gjaldskrá mötuneyta og Frístunda sem taka gildi frá og
með 1. janúar 2012. Gjaldskráin verður sem hér segir:
Skólavistun (Frístund):Skráningargjald 6.280 kr. (innifalið 20 klst vistun)
Hver klukkustund eftir fyrstu 20 klst: 314 kr.
Síðdegishressing pr. dag: 112 kr.
Mötuneyti:Stök máltíð: 473 kr. máltíðin
Annaráskrift: 350 kr. máltíðin
Annaráskrift á mjólk: 2.500 kr.
Annaráskrift á ávöxtum: 5.700 kr.
Lesa meira
16.12.2011
Jólaþemadagarnir okkar voru 6.-7. desember þetta árið. Þessa daga höfðu nemendur val um ýmis viðfangsefni, fóru milli hinna
margvíslegustu stöðva í skólanum og spreyttu sig á alls konar verkefnum, leikjum, spilum og föndri. Þetta tókst svona líka
glimrandi vel og var ekki annað að sjá en bæði börn og fullorðnir skemmtu sér hið besta og væru óðum að komast í
jólaskapið alræmda. Hér má sjá myndir frá
jólaþemadögunum...
Lesa meira