Í Naustaskóla vitum við að skólinn er stór hluti af lífinu og það er mikilvægt að njóta lífsins. Við leitumst því við að hafa gleðina í fyrirrúmi, syngja saman, hreyfa okkur og leika saman.
Í Naustaskóla vitum við að skólinn er stór hluti af lífinu og það er mikilvægt að njóta lífsins. Við leitumst því við að hafa gleðina í fyrirrúmi, syngja saman, hreyfa okkur og leika saman.
- Í námi
- Í starfi
- Í leik
- Í ákvörðunum
- Til góðra verka
Við viljum að öllum líði vel í skólanum, að námsumhverfið sé aðlaðandi og hvetjandi þannig að vellíðan, starfsgleði og árangur haldist í hendur. Skólinn er hannaður með sveigjanleika að leiðarljósi og námssvæðin eru opin og björt. Skólinn á að vera athvarf á þann hátt að hann sé góður og öruggur staður auk þess að vera miðpunktur skólahverfisins.
Í skólanum eiga samskipti að byggjast á virðingu, umhyggju og jafnrétti. Við þurfum sífellt að æfa okkur í að koma vel fram, auka sjálfsöryggi og hæfni til samskipta. Við styðjumst í þeim efnum m.a. við uppeldisstefnuna Jákvæðan aga.
Í Naustaskóla leggjum við mikið upp úr samvinnu í námi og starfi því að enginn er eyland og við getum lært svo mikið hvort af öðru. Við hjálpumst því að, vinnum saman, leitum ráða og tökum ákvarðanir í sameiningu. Allir aðilar skólasamfélagsins eiga að geta látið rödd sína heyrast og haft áhrif, stórir sem smáir!
Í Naustaskóla vitum við að allir eru einstakir. Við erum öll ólík og því þarf að beita mismunandi leiðum til að koma til móts við þarfir hvers og eins. Við leitumst þess vegna við að laga námið að ólíkum þörfum nemenda, það köllum við námsaðlögun.