Við viljum að öllum líði vel í skólanum, að námsumhverfið sé aðlaðandi og hvetjandi þannig að vellíðan, starfsgleði og árangur haldist í hendur. Skólinn er hannaður með sveigjanleika að leiðarljósi og námssvæðin eru opin og björt. Skólinn á að vera athvarf á þann hátt að hann sé góður og öruggur staður auk þess að vera miðpunktur skólahverfisins.