04.02.2025
Góðan dag
Við minnum á viðburð á vegum 10. bekkjar á fimmtudaginn nk. eða 6. febrúar. Krakkarnir endurtaka leikinn frá síðasta ári þegar skólanum var breytt í dýrindis mathöll og hér kynnumst við mismundandi matarmenningu framandi landa. Þetta er liður í þeirra fjáröflun en um leið liður í námi um menningu og siði.
Opið verður frá kl. 17:00-20:00 í 600 Mathöll og vonumst til að sjá sem flesta.
Hér er fyrir neðan er linkur á viðburðinn á facebook:
https://www.facebook.com/events/1144967990638114?acontext=%7B%22event_action_history%22%3A[%7B%22mechanism%22%3A%22attachment%22%2C%22surface%22%3A%22newsfeed%22%7D]%2C%22ref_notif_type%22%3Anull%7D
Lesa meira
30.01.2025
https://www.canva.com/design/DAGcKO37ndA/CZ_nyuLJ1wTNxUVKQw2pHQ/view?utm_content=DAGcKO37ndA&utm_campaign=designshare&utm_medium=link2&utm_source=uniquelinks&utlId=h5299f0f4af
Lesa meira
20.12.2024
Litlu jólin voru haldin í dag hjá 1.-7. bekk sem hófust á sal skólans þar sem 4. bekkur sýndi fallegan helgileik. Síðan fóru allir inn í jólaskreyttan íþróttasalinn þar sem dansað var kringum jólatré við undirleik Bobbu okkar. Við fengum þrjá skemmtilega jólasveina í heimsókn sem tóku hressilega undir í söng og dansi. Börnin fóru síðan inn á sín svæði og áttu notalega stund með sínum kennurum áður en þau fóru heim í langþráð jólafrí. Unglingadeildin hélt sín Litlu jól í gærkvöldi. Hér má sjá myndir frá jólaþema og viðburðum í desember.
Að lokum óskum við ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Minnum á að árið hefst á starfsdegi 3. janúar og þá er frístund lokuð. Skóli hefst svo samkvæmt stundarskrá mánudaginn 6. janúar.
Lesa meira
16.12.2024
Í ár var ákveðið að skreyta hurðar skólans fyrir jólin og var gaman að sjá mismunandi skemmtilegar skreytingar. Dómnefnd valdi glæsilegustu hurðirnar eftir erfitt mat og varð niðurstaðan þessi:
1. sæti 4.-5. bekkur
2. sæti 8.-10. bekkur
3. sæti 6.-7. bekkur fyrir frumlegustu hurðina.
Hér má sjá myndir af þessum glæsilegu hurðum þar sem mikill metnaður var lagður í verkin!
Lesa meira
12.12.2024
Þessar bækur bárust bókasafni skólans frá foreldrafélagi Naustaskóla
Lesa meira
13.11.2024
Vikuna 11.- 15. nóvember er opin vika fyrir foreldra og hvetjum við ykkur til að kíkja við í skólanum sem það geta og fylgjast með börnum ykkar í leik og starfi.
Lesa meira
01.11.2024
Í dag var hinn árlegi nemendadagur haldinn þar sem hefðbundið skólastarf er brotið upp. Settar voru upp hinar og þessar stöðvar þar sem farið var í leiki, íþróttamót var haldið í salnum þar sem starfsmenn kepptu við unglinga í fótbolta, körfubolta og blaki. Hart var barist og ekkert gefið eftir og hafði starfsfóllk betur á endanum í öllum greinum. Síðan fór að þessu sinni fram hæfileikakeppni starfsmanna sem sýndu atriði á sviði og dómnefnd skipuð nemendum valdi bestu atriðin. Íþrótta og verkgreinateymi bar sigur úr býtum þetta árið. Hér má sjá nokkrar myndir frá þessum skemmtilega degi.
Lesa meira
01.11.2024
https://www.canva.com/design/DAGU9QbmodQ/KWExTXYbyj14ko6JgcaXOw/view?utm_content=DAGU9QbmodQ&utm_campaign=designshare&utm_medium=link&utm_source=editor
Lesa meira
31.10.2024
Hér er linkur frá þemadögum, afurður nemenda í 7.-10. bekk sem völdu Miðlun & sköpun sem viðfangsefni:
https://www.canva.com/design/DAGVJENpbP8/LDuIulul-WlalZKiER1v9A/watch?utm_content=DAGVJENpbP8&utm_campaign=designshare&utm_medium=link&utm_source=editor
Lesa meira
30.10.2024
Á morgun er hrekkjavökudagur í skólanum öllum og hvetjum alla til að koma í búningum í skólann.
10. bekkur stendur fyrir böllum fyrir yngri nemendur sem fjálöflun fyrir þau.
Klukkan 16:00-17:15 verður ball fyrir 1.-3. bekk og er aðgangseyrir er 1000 kr., innifalið í verðinu er popp og svali
Klukkan 17:15-18:30 verður ball fyrir 4.-7. bekk, aðgangseyrir eru 1000 kr. og sjoppa verður á staðnum þar sem popp, svali og sælgæti verður til sölu
Draugahús verður á staðnum og spákona, farðið verður í leiki og DJ sér um tónlist og fjör.
Lesa meira