Fréttir

Gleðileg jól! - myndir

Litlu jólin voru haldin í dag hjá 1.-7. bekk sem hófust á sal skólans þar sem 4. bekkur sýndi fallegan helgileik. Síðan fóru allir inn í jólaskreyttan íþróttasalinn þar sem dansað var kringum jólatré við undirleik Bobbu okkar. Við fengum þrjá skemmtilega jólasveina í heimsókn sem tóku hressilega undir í söng og dansi. Börnin fóru síðan inn á sín svæði og áttu notalega stund með sínum kennurum áður en þau fóru heim í langþráð jólafrí. Unglingadeildin hélt sín Litlu jól í gærkvöldi. Hér má sjá myndir frá jólaþema og viðburðum í desember. Að lokum óskum við ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Minnum á að árið hefst á starfsdegi 3. janúar og þá er frístund lokuð. Skóli hefst svo samkvæmt stundarskrá mánudaginn 6. janúar.
Lesa meira

Hurðarskreytingarsamkeppni

Í ár var ákveðið að skreyta hurðar skólans fyrir jólin og var gaman að sjá mismunandi skemmtilegar skreytingar. Dómnefnd valdi glæsilegustu hurðirnar eftir erfitt mat og varð niðurstaðan þessi: 1. sæti 4.-5. bekkur 2. sæti 8.-10. bekkur 3. sæti 6.-7. bekkur fyrir frumlegustu hurðina. Hér má sjá myndir af þessum glæsilegu hurðum þar sem mikill metnaður var lagður í verkin!
Lesa meira

Gjöf á bókasafnið

Þessar bækur bárust bókasafni skólans frá foreldrafélagi Naustaskóla
Lesa meira

Opin vika fyrir foreldra 11.-15. nóvember

Vikuna 11.- 15. nóvember er opin vika fyrir foreldra og hvetjum við ykkur til að kíkja við í skólanum sem það geta og fylgjast með börnum ykkar í leik og starfi.
Lesa meira

Nemendadagurinn - myndir

Í dag var hinn árlegi nemendadagur haldinn þar sem hefðbundið skólastarf er brotið upp. Settar voru upp hinar og þessar stöðvar þar sem farið var í leiki, íþróttamót var haldið í salnum þar sem starfsmenn kepptu við unglinga í fótbolta, körfubolta og blaki. Hart var barist og ekkert gefið eftir og hafði starfsfóllk betur á endanum í öllum greinum. Síðan fór að þessu sinni fram hæfileikakeppni starfsmanna sem sýndu atriði á sviði og dómnefnd skipuð nemendum valdi bestu atriðin. Íþrótta og verkgreinateymi bar sigur úr býtum þetta árið. Hér má sjá nokkrar myndir frá þessum skemmtilega degi.
Lesa meira

Fréttabréf unglingadeildar

https://www.canva.com/design/DAGU9QbmodQ/KWExTXYbyj14ko6JgcaXOw/view?utm_content=DAGU9QbmodQ&utm_campaign=designshare&utm_medium=link&utm_source=editor
Lesa meira

Þemadagar - myndband nemenda

Hér er linkur frá þemadögum, afurður nemenda í 7.-10. bekk sem völdu Miðlun & sköpun sem viðfangsefni: https://www.canva.com/design/DAGVJENpbP8/LDuIulul-WlalZKiER1v9A/watch?utm_content=DAGVJENpbP8&utm_campaign=designshare&utm_medium=link&utm_source=editor
Lesa meira

Hrekkjavaka, á morgun, fimmtudaginn 31. október - ball

Á morgun er hrekkjavökudagur í skólanum öllum og hvetjum alla til að koma í búningum í skólann. 10. bekkur stendur fyrir böllum fyrir yngri nemendur sem fjálöflun fyrir þau. Klukkan 16:00-17:15 verður ball fyrir 1.-3. bekk og er aðgangseyrir er 1000 kr., innifalið í verðinu er popp og svali Klukkan 17:15-18:30 verður ball fyrir 4.-7. bekk, aðgangseyrir eru 1000 kr. og sjoppa verður á staðnum þar sem popp, svali og sælgæti verður til sölu Draugahús verður á staðnum og spákona, farðið verður í leiki og DJ sér um tónlist og fjör.
Lesa meira

Bleikur dagur föstudaginn 18. október, haustfrí 21. og 22. október.

Við ætlum að hafa bleikan dag í skólanum föstudaginn 18. október. Minnum svo á haustfríið mánudag og þriðjudag, 21. og 22. október. Frístund er opin frá kl. 08:00 - 16:15 þessa daga.
Lesa meira

Aðalfundur foreldrafélags Naustaskóla í dag, miðvikudaginn 25. september

Aðalfundur foreldrafélagsins verður haldinn í kvöld kl 20:00 í sal Naustaskóla. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundastörf og galopið fyrir góðar umræður. Lagabreytingar einnig á dagskránni og áhugavert erindi frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Sjáum ykkur vonandi sem allra flest. https://www.facebook.com/events/884302856428677 Stjórn foreldrafélagsins
Lesa meira