15.10.2021
Í gær kusu nemendur í nemendaráð skólans.
Nemendaráð 2021-2022 skipa eftirtaldir:
4. bekkur: Heiðrún Anna Kristinsdóttir / Eldar Ísak Hlynsson varafulltrúi
5. bekkur: Egill Helgi Ólafsson / Friðrik Veigar Ólafsson varafulltrúi
6. bekkur: Kristdór Helgi Tómasson/ Ólafur Breki Sævarsson varafulltrúi
7. bekkur: Mikael Elí Einarsson / Styrmir Snær Þórðarson varafulltrúi
8. bekkur: Jóhann Valur Björnsson / Frosti Orrason varafulltrúi
9. bekkur: Ingólfur Árni Benediktsson / Mikael Leó Gíslason varafulltrúi
10. bekkur: Alexander Breki Jónsson / Amanda Eir Steindórsdóttir varafulltrúi
Lesa meira
01.10.2021
Í gær greindust þrír nemendur með COVID 19 í Naustaskóla og í samráði við rakningarteymi almannavarna ríkisins voru nemendur í 4. – 7. bekk sendir í sóttkví fram á miðvikudag.
Bæði kennarateymin fara einnig í sóttkví ásamt þremur skólaliðum. Alls eru 158 nemendur og 22 starfsmenn í sóttkví þar til í næstu viku. Ekki er talin ástæða til frekari aðgerða að svo stöddu.
Við óskum eftir því að foreldrar ræði við börn sín um að sýna aðgát í umtali um þá sem greinst hafa smitaðir. En nokkuð hefur borið á því að þeir nemendur sem greinst hafa smitaðir verði fyrir aðkasti á netinu.
Einnig beinum við þeim tilmælum til foreldra að senda börn sín ekki í skólann með kvef – eða flensueinkenni og fara með þau í sýnatöku til að taka af allan vafa um smit.
Lesa meira
23.09.2021
Minnum á starfsdaginn á morgun, föstudag. Frístund er opin eftir hádegi.
Lesa meira
10.09.2021
Í dag var brunaæfing í skólanum þar sem farið var yfir rýmingaráætlun og neyðarútgangar kynntir fyrir nemendum. Hópurinn safnaðist saman á fótboltavellinum eins og áætlunin segir til um.
Lesa meira
03.09.2021
Hér koma nokkrar myndir frá vel heppnuðum útivistardegi.
Lesa meira
18.08.2021
Kl. 10:00 nemendur í 2.- 5. bekkur. Nemendur mæta inn á sín svæði.
Kl. 11:00 nemendur í 6.-10. bekk. Nemendur mæta inn á sín svæði.
Á skólasetningunni hitta nemendur umsjónarkennara, fá stundaskrá og fræðast um starfið í vetur. Vegna fjölda smita í samfélaginu takmörkum við aðgang foreldra að skólanum. Foreldrum er ekki boðið að koma á skólasetningu að þessu sinn. Foreldrar 1. bekkjar mæta í viðtöl með börnum sínum en því miður getum við ekki leyft þeim að fylgja barni sínu inn í skólann fyrstu kennsludagana.
Kennsla hjá börnum í 2.-10. bekk hefst þriðjudaginn 24. ágúst samkvæmt stundarskrá en hjá 1. bekk hefst kennsla miðvikudaginn 25. ágúst.
Frístund opnar mánudaginn 23. ágúst kl.8:00 fyrir börn í 1. bekk og kl. 13:10 fyrir börn sem skráð eru í Frístund.
Nánari upplýsingar um skráningu í frístund mun berast frá forstöðumanni frístundar.
Kveðja
Stjórnendur Naustaskóla
Lesa meira
09.08.2021
Skólasetning Naustaskóla verður mánudaginn 23. ágúst nk. Tímasetning verður auglýst síðar.
Á skólasetningunni hitta nemendur umsjónarkennara, fá stundaskrá og fræðast um starfið í vetur. Foreldrar barna í 1. bekk fá nánari upplýsingar í bréfi á næstu dögum.
Kennsla hjá börnum 2.-10. bekk hefst þriðjudaginn 24. ágúst samkvæmt stundarskrá en hjá 1. bekk hefst kennsla miðvikudaginn 25. ágúst.
Lesa meira