Fréttir

Slæmt veðurútlit eftir hádegi í dag, þriðjudag

Samkvæmt veðurspá í dag mun veðrið versna um hádegisbil og eru foreldrar og forráðamenn beðnir um að fylgjast með veðrinu. Mikilvægt er að foreldrar hugi að heimferð barna sinna á þeim tíma.
Lesa meira

Frístund opnar kl. 13:00 í dag!

Í dag opnar Frístund kl. 13:00 fyrir þau börn sem eru skráð í Frístund.
Lesa meira

Ekkert skólahald á morgun, mánudaginn 7. febrúar vegna veðurs!

Á fundi aðgerðarstjórnar Almannavarna á Norðurlandi eystra núna seinnipartinn var þeim tilmælum beint til sveitarfélaga að aflýsa á morgun öllu skólahaldi í leik-, grunn- og tónlistarskólum á grundvelli veðurspár. Búist er við að bæði veðurhæð og aðstæður á okkar svæði verði með þeim hætti að enginn ætti að vera á ferli þegar veðrið gengur yfir. Því hefur verið ákveðið að fella niður skólahald bæði í leik- og grunnskólum Akureyrar og tónlistarskólanum á morgun mánudaginn 7. febrúar. Allt starfsfólk er beðið um að halda kyrru fyrir heima meðan veðrið gengur yfir. Aðgerðarstjórn mun fylgjast með framvindu mála og senda út tilkynningu þegar óhætt verður að vera á ferli.
Lesa meira

Skólastarf í byrjun árs

Við óskum ykkur gleðilegs árs og þökkum fyrir samstarfið á liðnu ári. Á morgun þriðjudaginn 4. janúar klukkan 8:10 hefst kennsla og hefðbundið skólastarf aftur samkvæmt stundatöflu. Í Naustaskóla verður skipulagið eins og fyrir jól og nemendur mæta og ljúka skóla á venjulegum tíma. Ein breyting hefur þó verið gerð á skipulagi í matsal – en samkvæmt reglugerð sem er í gildi til 12. janúar mega einungis 50 nemendur vera saman í matsal. Við höfum því skipt matsalnum í þrjú hólf með þremur skömmtunarstöðvum. Við erum svo heppin að geta nýtt okkur samkomusalinn innan við bókasafnið og stækkað þannig matsalinn. Vegna þessa ákvæðis verða breytingar hjá nemendum í 8.-10. bekk og munu þau ekki fara í mat a.m.k. þessa viku og ljúka því skóladegi aðeins fyrr en annars. Þetta gerum við til þess að mæta kröfum um fjöldatakmarkanir í matsal. Engin skerðing verður á kennslustundum en í stað þess að fara í mat verða þau í kennslustundum og fara því fyrr heima á daginn. Valgreinar og smiðjur falla niður þessa viku. Boðið verður upp á hafragraut í frímínútum og svo geta þau að sjálfsögðu haft með sér smá nesti. Á þessum covid tímum koma alltaf nýjar áskoranir í fangið á okkur sem við reynum að leysa eins og best verður á kosið með hagsmuni nemenda að leiðarljós. Við þökkum ykkur fyrir gott samstarf á liðnu ári og höldum inn í nýtt ár með þá vissu að þetta verði síðasti covidveturinn. Nýárskveðjur Stjórnendur Naustaskóla.
Lesa meira

Litlu jól mánudaginn 20. des.

Litlu jólin í Naustaskóla 20. desember 2021 Allir nemendur mæta í skólann 8:30 á sitt heimasvæði. Skipulag á litlu jólum 20. desember Hjá nemendum í 1.-3. bekk er dagskráin þannig: • 8:30 - mæting á heimasvæði • 8:40-9:00 – Helgileikur í boði 4. bekkjar fyrir 1. bekk og 2. – 3. bekk. • 9:00 – 10:00 - Stofu jól og jólasveinn í heimsókn – piparkökur og kakó með rjóma. • 10:00 – 10:30 - dansað í kringum jólatré í íþróttasal. Að því loknu fara nemendur heim eða í Frístund. Hjá nemendum í 4. bekk er dagskráin þannig: • 8:30 mæting inn á svæði • 8:40 – 9:00 helgileikur fyrir 1. – 3. bekk • 9:00- 9:15 helgileikur fyrir 5. – 7. Bekk • 9:15-9:45 dansað í kringum jólatré • 9:45-10:30 kakó og piparkökur og kósý upp á svæði og jólafrí Hjá nemendum í 5. bekk er dagskráin þannig: • 8:30 mæting inn á svæði • 8:30 til 9:00 kósý stund • 9:00- 9:15 helgileikur fyrir 5. – 7. bekk. • 9:15-9:45 dansað í kringum jólatré • 9:45-10:30 stofujól og kakó með rjóma og piparkökur Hjá nemendum í 6. – 7. Bekk er dagskráin þannig: • 8:30 mæting inn á svæði • 8:30 til 9:00 kósý stund • 9:00- 9:15 helgileikur fyrir 5. – 7. bekk. • 9:15 – 10:30 stofujól og kakó með rjóma og piparkökur. Nemendur í unglingadeild mæta kl. 9:00 – 11:00 Kakó með rjóma, piparkökur og mandarínur í boði foreldrafélagsins.
Lesa meira

Geðlestin í heimsókn

Í morgun fengum við heimsókn frá Geðlestinni sem er dagskrá með fræðslu um geðrækt. Markmiðið með Geðlestinni er að ræða við ungt fólk um geðheilsu og hvernig best sé að rækta hana og vernda. Lífið býður upp á allskonar áskoranir og stundum þurfum við að leita okkur aðstoðar við verkefni lífsins. Það er eðlilegasti hlutur í heimi að biðja um hjálp. Nemendur eru hvattir til þess að tjá tilfinningar sínar, spyrja spurninga og ræða við foreldra/aðstandendur eða kennara um það sem gengur á í amstri dagsins. Haldin voru stutt erindi og í lokin kom MC Gauti fram.
Lesa meira

Hrekkjavökuball fyrir 1.-4. bekk föstudaginn 29. október

Föstudaginn 29. október er Hrekkjavökuball fyrir 1. - 4. bekk í Naustaskóla kl. 15:00 - 16:15. Ballið er fjáröflun fyrir 10. bekk, sem er að fara í skólaferðalag í maí. Á föstudaginn er hrekkjavökudagur í skólanum og eiga krakkarnir endilega að mæta í búningum í skólann og á ballið. Aðgangseyrir á ballið er 1.000 kr en krakkarnir fá svala og popp á ballinu. Það verður Draugahús, Spámaður, limbókeppni og fleiri skemmtilegir leikir í boði fyrir krakkana. Þetta verður fjör :) Bestu kveðjur, Andri Snær og Maggi kennarar 10. bekkjar
Lesa meira

Foreldraviðtöl föstudaginn 5. nóvember

Ágætu foreldrar/forráðamenn nemenda í Naustaskóla. Nemenda – og foreldrarviðtöl verða föstudaginn 5. nóvember Foreldrar mæta til viðtals með börnum sínum í skólann. þennan dag fer ekki fram kennsla og nemendur mæta ekki í skólann en Frístund er opin fyrir þau börn sem þar eru skráð. Viðtölin taka mið af líðan nemenda og námi þeirra. Markmiðið er að leggja áherslu á að nemendur séu virkir í viðtalinu – að viðtalið sé nemendastýrt. Markmið með nemendastýrðum samtölum er að: ● nemendur séu virkir þátttakendur í að meta eigin líðan, náms- og félagslega stöðu og ræða hana ● auka ábyrgð nemenda í eigin námi. ● nemendur eru virkjaðir að ræða um námið sitt. ● auka þátttöku nemenda í ákvarðanatöku um skipulag náms. Bóka foreldraviðtöl Foreldrar bóka sjálfir viðtalstíma hjá umsjónarkennara í gegnum www.mentor.is – að þessu sinni er viðtalstíminn 15. mínútur. Til að skrá sig í viðtal er farið inn á fjölskylduvef Mentor og smellt á flís sem birtist, eftir innskráningu, efst í vinstra horninu á forsíðu Mentor. Hér eru hlekkir á leiðbeiningar um Mentor fyrir foreldra. https://www.youtube.com/watch?v=oBQvcTvz92Q&list=PLXN504onYI_ I0Jk4lm46UphLktxtfHv3&index=13 Opnað verður fyrir bókanir í dag - þriðjudaginn 26. október. Ef nemendur og foreldrar lenda í vandræðum með aðgang að Mentor eru þeir beðnir að snúa sér til ritara eða deildarstjóra. Með kveðju og ósk um gott samstarf. Stjórnendur Naustaskóla, Bryndís, Alla og Heimir.
Lesa meira