Í gær, miðvikudag fór fram undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk. Nemendur lásu texta og ljóð sem þau höfðu æft að undanförnu undir stjórn kennara sinna, Þóru Sveinsdóttur og Sunnu Friðþjófsdóttur. Krakkarnir stóðu sig öll með prýði og dómnefnd valdi tvo fulltrúa og einn til vara fyrir aðalkeppnina sem fram í Menntaskólanum á Akureyri þann 23. mars nk. Þau sem urðu fyrir valinu eru Styrmir Snær Þórðarson, Lilja Maren Jónsdóttir og til vara Richard Örn Blischke. Dómnefndina skipuðu Berglind Bergvinsdóttir, Heimir Örn Árnason og Kristjana Sigurgeirsdóttir.
Hólmatún 2 | 600 Akureyri Sími: 460 4100 Frístund: 460 4111 Netfang: naustaskoli@akureyri.is
|
|
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 460 4100 / naustaskoli@akureyri.is