Lög Nemendafélags Naustaskóla / starfsreglur nemendaráðs
- grein. Félagið heitir Nemendafélag Naustaskóla, skammstafað N.N.
- grein. Tilgangur N.N. er að efla félagslegan áhuga nemenda, stuðla að félagsstarfi í skólanum og standa vörð um hagsmuni og
velferð allra nemenda skólans.
- grein. Í upphafi hvers skólaárs er kosið nemendaráð sem gegnir jafnframt hlutverki stjórnar N.N. út skólaárið.
Í nemendaráði skulu sitja 8 fulltrúar. Úr 10. bekk koma 2 fulltrúar og úr 4., 5., 6., 7., 8. og 9. bekk kemur einn fulltrúi úr hverjum
bekk. Kosning fulltrúa í nemendaráði skal fara þannig fram að auglýst er eftir framboðum úr hverjum árgangi og að liðnum
framboðsfresti er síðan útbúinn kjörseðill sem nemendur merkja svo við. Allir nemendur í 4.-10. bekk kjósa fulltrúa í
nemendaráð vetrarins.
- Sá fulltrúi 10. bekkjar sem fleiri atkvæði hlýtur er formaður ráðsins, hinn fulltrúi 10. bekkjar er varaformaður. Nemendaráð
skipar sjálft ritara og gjaldkera (ef þörf krefur) auk meðstjórnenda. Nemendaráð tilnefnir tvo fulltrúa úr sínum hópi til
setu í skólaráði. (Ákvæði til bráðabirgða: Meðan ekki er 10. bekkur í skólanum skal kjósa í
nemendaráð einn fulltrúa úr hverjum árgangi ofan 3. bekkjar en tvo fulltrúa úr elsta árganginum, sá fulltrúi elsta árgangsins
sem fleiri atkvæði hlýtur er formaður nemendaráðs og hinn varaformaður.)
- grein. Allir nemendur skólans eru félagar í NN. Nemendaráð f.h. Nemendafélagsins getur haft með höndum sjoppurekstur og staðið
fyrir atburðum og uppákomum til fjáröflunar. Ágóða sem verður til við slíkan rekstur skal fyrst og fremst varið til
niðurgreiðslu á kostnaði vegna ferðalaga nemenda.
- grein. Nemendaráð er tengiliður nemenda við skólayfirvöld og hefur yfirumsjón með félagsstarfi við skólann. Nemendur geta
snúið sér til fulltrúa í nemendaráði til að koma málum á framfæri við skólastjórnendur og/eða
skólaráð.
- grein. Nemendaráð getur stofnsett nefndir til að annast ákveðin verkefni, t.d. ritnefnd, árshátíðarnefnd, sjoppunefnd og
íþróttaráð. Nemendaráð tilnefnir formenn nefnda og velur fulltrúa í þær í samráði við nefndaformenn.
- grein. Nemendaráð kemur að jafnaði saman til fundar einu sinni í mánuði. Fulltrúar bera upp mál til umfjöllunar. Einfaldur
meirihluti nægir til þess að samþykkja mál innan nemendaráðs.
(Starfsreglurnar voru samþykktar á fundi skólaráðs Naustaskóla 12. nóvember 2010)