Skoðanir og bólusetningar

Skoðanir og bólusetningar eru framkvæmdar af skólaheilsugæslu sem hér segir:

SKOÐANIR

1. bekkur; Sjónpróf, heyrnarpróf, hæðar- og þyngdarmæling.

4. bekkur; Sjónpróf, hæðar- og þyngdarmæling.

7. bekkur; Sjónpróf, hæðar- og þyngdarmæling og athugun á litaskyni.

9. bekkur; Sjónpróf, heyrnarpróf, hæðar- og þyngdarmæling.

Nemendur í öðrum árgöngum eru skoðaðir ef ástæða þykir til.

BÓLUSETNINGAR

7. bekkur; Bólusett gegn mislingum, rauðum hundum og hettusótt (ein sprauta).

9. bekkur; Bólusett gegn mænusótt, barnaveiki, stífkrampa og kíghósta (ein sprauta).

Ef líkur eru á að barnið sé ekki að fullu bólusett þá eru foreldrar hvattir til að hafa samband við skólaheilsugæsluna. Bólusetningar barna eru alltaf á ábyrgð foreldra.