Skólastarf í byrjun árs

Við óskum ykkur gleðilegs árs og þökkum fyrir samstarfið á liðnu ári.

Á morgun þriðjudaginn 4. janúar klukkan 8:10 hefst kennsla og hefðbundið skólastarf aftur samkvæmt stundatöflu.

Í Naustaskóla verður skipulagið eins og fyrir jól og nemendur mæta og ljúka skóla á venjulegum tíma. Ein breyting hefur þó verið gerð á skipulagi í matsal – en samkvæmt reglugerð sem er í gildi til 12. janúar mega einungis 50 nemendur vera saman í matsal. Við höfum því skipt matsalnum í þrjú hólf með þremur skömmtunarstöðvum. Við erum svo heppin að geta nýtt okkur samkomusalinn innan við bókasafnið og stækkað þannig matsalinn. Vegna þessa ákvæðis verða breytingar hjá nemendum í 8.-10. bekk og munu þau ekki fara í mat a.m.k. þessa viku og ljúka því skóladegi aðeins fyrr en annars. Þetta gerum við til þess að mæta kröfum um fjöldatakmarkanir í matsal. Engin skerðing verður á kennslustundum en í stað þess að fara í mat verða þau í kennslustundum og fara því fyrr heima á daginn. Valgreinar og smiðjur falla niður þessa viku. Boðið verður upp á hafragraut í frímínútum og svo geta þau að sjálfsögðu haft með sér smá nesti.

Á  þessum covid tímum koma alltaf nýjar áskoranir í fangið á okkur sem við reynum að leysa eins og best verður á kosið með hagsmuni nemenda að leiðarljós. Við þökkum ykkur fyrir gott samstarf á liðnu ári og höldum inn í nýtt ár með þá vissu að þetta verði síðasti covidveturinn.

Nýárskveðjur
Stjórnendur Naustaskóla.