Gleðileg jól! - myndir

Litlu jólin voru haldin í dag hjá 1.-7. bekk sem hófust á sal skólans þar sem 4. bekkur sýndi fallegan helgileik. Síðan fóru allir inn í jólaskreyttan íþróttasalinn þar sem dansað var kringum jólatré við undirleik Bobbu okkar. Við fengum þrjá skemmtilega jólasveina í heimsókn sem tóku hressilega undir í söng og dansi. Börnin fóru síðan inn á sín svæði og áttu notalega stund með sínum kennurum áður en þau fóru heim í langþráð jólafrí. Unglingadeildin hélt sín Litlu jól í gærkvöldi.
Hér má sjá myndir frá jólaþema og viðburðum í desember.
Að lokum óskum við ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Minnum á að árið hefst á starfsdegi 3. janúar og þá er frístund lokuð. Skóli hefst svo samkvæmt stundarskrá mánudaginn 6. janúar.