Velkomin á heimasíđu Naustaskóla

Heimasíða Naustaskóla á Akureyri

Velkomin á heimasíðu Naustaskóla!

Nýjustu fréttir

Sumarfrí !

Sumarfrí nemenda stendur til 21. ágúst þegar skóli verður settur að nýju. Foreldrar munu fá tölvupóst um miðjan ágúst með upplýsingum um skólabyrjunina. 
Skrifstofa skólans er lokuð frá 22. júní til  4. ágúst.  Á þeim tíma er hægt að senda tölvupóst til skólastjóra agust@akureyri.is ef þörf krefur.
Við þökkum nemendum og foreldrum innilega fyrir samstarfið í vetur og hlökkum til að taka upp þráðinn að nýju í lok sumars.

Innkaup námsgagna

Skólinn annast innkaup á námsgögnum fyrir nemendur og innheimtir gjald fyrir það, en foreldrar þurfa að versla lítillega fyrir nemendur í 8.-10. bekk.  Ef einhver óskar eftir að annast öll innkaup sjálfur þarf viðkomandi að hafa samband við skólann og fá ítarlegri lista. Námsgagnagjald ársins liggur ekki fyrir ennþá en búast má við að það verði á bilinu 4.000 - 4.500 kr. fyrir alla nemendur.
Nemendur í 4.-7. bekk þurfa að útvega eigin vasareikni til að hafa í skólanum og frá og með 4. bekk er gert ráð fyrir að nemendur séu í skóm í inniíþróttum.  (Allir nemendur þurfa svo að sjálfsögðu að eiga íþrótta- og sundfatnað)
Hér má finna innkaupalista fyrir 8.-10. bekk:
- Innkaupalisti 8.-10. bekkjar

Skólaslit 2015

Skólaslit vorið 2015 verða föstudaginn 5. júní sem hér segir:

 Nemendur í 1., 3., 5., 7. og 9. bekk mæti á sal skólans kl. 13:00.
 Nemendur í 2., 4., 6. og 8. bekk mæti á sal skólans kl. 14:30.
 Skólastjóri flytur stutt ávarp og að því búnu hitta nemendur umsjónarkennara, taka við vitnisburði og fara í gegnum námsmöppur með forráðamönnum sínum. Forráðamenn eru því beðnir um að mæta á skólaslitin með börnum sínum.

 Nemendur í 10. bekk mæta kl. 17:00 þar sem verður útskriftarathöfn 10. bekkjar.
 Foreldar mæta að sjálfsögðu með en aðrir fjölskyldumeðlimir eru einnig velkomnir.

Vettvangsferđir hjá 2.-3. bekk


Í vikunni fóru nemendur úr 2.-3. bekk í 2 vettfangsferðir.
Á þriðjudeginum fóru þau á listasýningu í Listasafninu sem ber heitið Sköpun bernskunnar. Þáttakendur eru nemendur leik- og grunnskóla Akureyrar, tíu starfandi myndlistamenn og Leikfangasýningin í Friðbjarnarhúsi. Þema sýningarinnar er börn og sköpun þeirra og eiga nokkrir nemendur úr 2.-3. bekk verk á sýningunni.
Á miðvikudaginn fór svo allur hópurinn saman í Krossanesborgir. Tekið var með sér gott nesti, stígvelin, háfa og góða skapið. Sumir létu það ekki stoppa sig að vaða heldur lengra en hæð stígvélana þoldi og komu nokkrir frekar blautir heim en með bros á vor.
Hér eru nokkrar myndir frá þessum ferðum.

Síđasta fréttabréf skólaársins

Nú er síðasta fréttabréf skólaársins komið út og hefur það að geyma upplýsingar um dagskrá síðustu daga skólaársins, kennsluteymi næsta vetrar o.fl.  Smellið hér til að opna fréttabréfið..

Vorhátíđ Naustahverfis

Vorhátíð Naustahverfis og Naustaskóla 2015 verður haldin fimmtudaginn 28. maí og hefst kl. 16:15.

Vegna veðurútlits verður hátíðin í þetta sinn haldin alfarið í og við Naustaskóla
Afþreying í boði við Naustaskóla kl. 16:15-18:00
· Þrautabraut
· Andlitsmálning
· Stultur, kastveggur o.fl.
· Trúðar
· Kubb, o.fl.
· Leikir
· Sápukúlublástur
· Hoppukastalar
· Grillaðar pylsur - ókeypis :)

Opið hús í Naustaskóla til kl. 19:00
· Kaffihús á neðri hæð skólans
         o Kaffi / djús / mjólk og vöfflur
           o Fullorðnir og unglingar 500 kr.
            o 6-12 ára 300 kr.
· Tombóla – 100 kr. miðinn
· Spákona
Allir íbúar hverfisins velkomnir!


Auglýsingar

Hverfisnefnd
Naustatjörn
Heimili og skóli

InnskráningTeljari

Í dag: 3
Samtals: 103922

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrá inn