Velkomin á heimasíđu Naustaskóla

Heimasíða Naustaskóla á Akureyri

Velkomin(n) á heimasíðu Naustaskóla á Akureyri
Naustaskóli við Hólmatún, sími 460 4100, netfang; naustaskoli@akureyri.is


Nýjustu fréttir

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk


Hin árlega upplestrarkeppni 7. bekkjar var haldin á sal skólans þann 25. febrúar.  Þar kepptu nemendur í upplestri og framsögn fyrir framan dómnefnd sem hafði það vandasama hlutverk að velja tvo fulltrúa skólans, og einn til vara, til að keppa á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Akureyri, sem haldin verður þann 11. mars nk. í sal Menntaskólans.  Nemendur stóðu sig að venju afskaplega vel en að lokum urðu það þau Íris Orradóttir og Arnór Ísak Haddsson sem urðu fyrir valinu sem fulltrúar okkar, en Sigurður Bogi Ólafsson er varamaður.  Við erum stolt af þessum glæsilegu fulltrúum okkar, óskum þeim til hamingju með árangurinn og góðs gengis í keppninni framundan.

Skólaval - innritun nemenda

Nú stendur yfir innritun í grunnskóla fyrir næsta vetur og er umsóknarfrestur til 27. febrúar nk.
Upplýsingar hafa verið sendar til foreldra barna sem fædd eru árið 2009 (verðandi 1. bekkjar) en rétt er að vekja athygli á því að ef foreldrar óska eftir að skipta um skóla fyrir börn sín þarf að sækja um í nýjum skóla fyrir þennan tíma. Vegna skipulagningar skólanna fyrir næsta skólaár er mjög mikilvægt að innritunum ljúki tímanlega.  Skólarnir hafa opin hús á mánudag og þriðjudag í næstu viku þar sem kostur gefst á að skoða og kynna sér starfið.
Opið hús í Naustaskóla verður mánudaginn 23. febrúar kl. 9-11
Af gefnu tilefni skal tekið fram að ekki þarf að innrita nemendur aftur í sama skóla og þeir ganga í nú þegar, aðeins ef óskað er eftir að þeir skipti um skóla. Innritunarreglur, tímasetningar kynninga/opinna húsa, eyðublöð og rafrænt form fyrir umsóknir um grunnskóla má nálgast hér..


Hundrađdagahátíđ í 1. bekk


Fastur liður í starfi 1. bekkjar ár hvert er að halda hina svokölluðu "hundraðdagahátíð" en þá fagna nemendur þeim áfanga að hafa verið í hundrað daga í grunnskóla.  Í leiðinni er síðan unnið með tugakerfið og talið upp í hundrað með ýmsu góðgæti sem börnin gæða sér á :)  Smellið hér til að sjá nokkrar myndir frá deginum..

Útivistardegi frestađ

Útivistardeginum í Hlíðarfjalli er frestað um óákveðinn tíma vegna hvassviðris, reynt verður að finna dag í mars fyrir skíðaferðina okkar.

Það verður því venjulegur skóladagur föstudaginn 6. febrúar.


Hungurleikarnir - nýtt myndband frá 6.-7. bekk

Síðasti smiðjuhópur 6.-7. bekkjar í tónmennt og leiklist bjó til stórskemmtilega stuttmynd sem er þeirra eigin útgáfa af Hungurleikunum.. Smellið hér til að sjá myndina

Fréttabréf febrúarmánađar

Nú má nálgast fréttabréf og matseðil febrúarmánaðar hér á heimasíðunni.  Smellið hér til að opna fréttabréfið..

Auglýsingar

Hverfisnefnd
Naustatjörn
Heimili og skóli

InnskráningTeljari

Í dag: 17
Samtals: 97756

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrá inn