Velkomin á heimasíđu Naustaskóla

Heimasíða Naustaskóla á Akureyri

Velkomin(n) á heimasíðu Naustaskóla á Akureyri
Naustaskóli við Hólmatún, sími 460 4100, netfang; naustaskoli@akureyri.is


Nýjustu fréttir

Skólabyrjun í Naustaskóla

Skólasetning í Naustaskóla verður fimmtudaginn 21. ágúst.  Nemendur mæti á eftirfarandi tímum:

  • kl. 10:00 2.-3.  og 6.-7. bekkur
  • kl. 11:00 4.-5. og 8.-10. bekkur

Nemendur í 1. bekk og forráðamenn mæta í viðtöl á skólasetningardaginn eða daginn eftir, tölvupóstur með upplýsingum varðandi viðtölin hjá 1. bekk hefur verið sendur út.  

Á skólasetningunni hitta nemendur umsjónarkennara, fá stundaskrá og fræðast um starfið í vetur. Foreldrar eru velkomnir og við mælumst sérstaklega til þess að foreldrar nýrra nemenda í skólanum fylgi sínum börnum.

Hér má nálgast fyrsta fréttabréf skólaársins en þar er að finna nánari upplýsingar varðandi skólabyrjunina..


Óskilafatnađur


Mikið af fatnaði hefur verið skilið eftir í skólanum við skólalok í vor og viljum við biðja foreldra og nemendur um að koma og skoða yfir snagana hjá okkur hvort þið eigið eitthvað. Hér eru reiðhjólahjálmar, snjóbuxur, íþróttafatnaður, töskur, peysur og margt fleira sem óskast sótt. Allur þessi fatnaður fer annars á Rauða Krossinn næsta þriðjudag 19. ágúst.
Hér er hægt að sjá sýnishorn af því sem skilið hefur verið eftir.

Innkaup námsgagna

Skólinn annast innkaup á námsgögnum fyrir nemendur og innheimtir gjald fyrir það, en foreldrar þurfa að versla lítillega fyrir nemendur í 4.-10. bekk. Ef einhver óskar eftir að annast öll innkaup sjálfur þarf viðkomandi að hafa samband við skólann og fá ítarlegri lista. Vegna hagstæðra innkaupa getum við lækkað gjaldið frá fyrra ári og námsgagnagjald haustið 2014 er því kr. 3.600.- fyrir alla nemendur. Foreldrar eru beðnir um að greiða gjaldið inn á reikning 565-26-460110, kt. 460110-1140, fyrir 21. ágúst, vinsamlegast setjið nafn barns sem skýringu/tilvísun.
Hér má finna innkaupalista fyrir 4.-10. bekk:
- Innkaupalisti 4.-5. bekkjar
- Innkaupalisti 6.-7. bekkjar
- Innkaupalisti 8.-10. bekkjar

Sumarfrí!

Nú eru nemendur komnir í sumarfrí og stendur það til 21. ágúst þegar skóli verður settur að nýju. Foreldrar munu fá tölvupóst upp úr miðjum ágúst með upplýsingum um skólabyrjunina. 
Skrifstofa skólans er opin til 20. júní en lokar þá til 5. ágúst.  Á þeim tíma er hægt að senda tölvupóst til skólastjóra agust@akureyri.is ef þörf krefur.
Við þökkum nemendum og foreldrum innilega fyrir samstarfið í vetur og hlökkum til að taka upp þráðinn að nýju í lok sumars.  Smellið hér til að sjá skemmtilegt dansmyndband frá 4.-5. bekk við lagið "Happy", alveg tilvalið til að komast í sumarskapið! 


Myndir frá vorţemadögum

Vorţemavinna í fullum gangi..
Nú er komið dáítið af myndum inn á síðuna okkar frá þemadögunum þetta vorið.  Vorþemað þetta árið var skipulagt þannig að annan daginn fóru nemendur í Kjarnaskóg en hinn daginn unnu þeir í aldursblönduðum hópum í stöðvavinnu þar sem afar margt var brallað.  Smellið hér til að sjá myndinar..

Skólaslit

Skólaslit vorið 2014 verða fimmtudaginn 5. júní sem hér segir:

Nemendur í 1., 3., 5., 7. og 9. bekk mæti á sal skólans kl. 13:00.
Nemendur í 2., 4., 6. og 8. bekk mæti á sal skólans kl. 14:30.
Skólastjóri flytur stutt ávarp og að því búnu hitta nemendur umsjónarkennara, taka við vitnisburði og fara í gegnum námsmöppur með forráðamönnum sínum. Forráðamenn eru því beðnir um að mæta á skólaslitin með börnum sínum.

Nemendur í 10. bekk mæta kl. 17:00 þar sem verður útskriftarathöfn 10. bekkjar.
Foreldar mæta að sjálfsögðu með en aðrir fjölskyldumeðlimir eru einnig velkomnir.


Auglýsingar

Hverfisnefnd
Naustatjörn
Heimili og skóli

InnskráningTeljari

Í dag: 28
Samtals: 85005

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrá inn