Velkomin á heimasíđu Naustaskóla

Heimasíða Naustaskóla á Akureyri

Velkomin(n) á heimasíðu Naustaskóla á Akureyri
Naustaskóli við Hólmatún, sími 460 4100, netfang; naustaskoli@akureyri.is


Nýjustu fréttir

Fréttabréf og dagskrá félagsmiđstöđvarinnar

Félagsmiðstöðin Trója heldur úti öflugri starfsemi í Naustaskóla og Rósenborg.  Opin hús fyrir 8.-10. bekk eru í Naustaskóla á þriðjudögum kl. 19:30-21:30 en auk þess eru opin hús fyrir 5.-7. bekk í Naustaskóla að jafnaði 2. miðvikudag í mánuði kl. 14:30-16:00. Með því að smella á hlekkina hér á eftir má nálgast dagskrá Tróju fyrir aprílmánuð, og fréttabréf félagsmiðstöðvarinnar.
Fréttabréf Tróju
Dagskrá aprílmánaðar

Áćtluđ koma 7. bekkjar frá Reykjum

7. bekkur leggur af stað frá Reykjum klukkan 12.00 í dag og er áætluð koma um 14.30

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar í tölvupósti sem sendur var út til foreldra fyrir ferð, og eða ritara skólans.

Páskabingó

Næstkomandi fimmtudag, 10. apríl, kl. 18.00 ætlar 10.bekkur við Naustaskóla að halda Páskabingó. 
Spjaldið kostar 500 kr og ætla krakkarnir einnig að selja vöfflur og kaffi á staðnum.
Fjöldi góðra vinninga í boði. Hlökkum til að sjá ykkur.
Nemendur í 10. bekk


Fréttabréf aprílmánađar

Fréttabréf aprílmánaðar er nú komið á vefinn og má nálgast það hér..

Frábćr frammistađa í Stóru upplestrarkeppninni

Lovísa Marý og Bjarney Guđrún
Þann 2. apríl fór fram lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar á Akureyri þar sem tveir nemendur úr 7. bekkjum hvers skóla reyndu með sér í upplestri og framsögn.  Það er skemmst frá því að segja að keppendur okkar í Naustaskóla, þær Bjarney Guðrún Jónsdóttir og Lovísa Marý Kristjánsdóttir, stóðu sig frábærlega og fór svo að lokum að Bjarney Guðrún hlaut 2. sætið í keppninni.  Stórgóður árangur sem byggir auðvitað á mikilli æfingu og vandvirkni, til hamingju! 

Tilnefningar til viđurkenninga skólanefndar

Samkvæmt skólastefnu Akureyrarbæjar skal árlega, veita þeim einstaklingum eða stofnunum sem skarað hafa fram úr í skólastarfi viðurkenningar. Markmiðið er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna og jafnvel gera enn betur. Viðurkenning er einnig staðfesting á að viðkomandi skóli/kennari/nemandi er fyrirmynd annarra á því sviði sem viðurkenning nær til.

Skólar/Kennarahópar/Kennari
Foreldrar, nemendur, kennarar, skólar og bæjarstofnanir geta tilnefnt verkefni í skóla til viðurkenningar. Tilnefna má nýbreytniverkefni um hvaðeina í skólastarfi sem unnið hefur verið að á yfirstandandi skólaári, nemendavinnu, vinnu hópa eða einstaklinga, upplýsingamiðlun (s.s. heimasíður og fréttabréf), stefnumótun og skipulag, starf eins kennara eða samvinnu þeirra, verkefni í almennri kennslu, sérgreinum eða sérkennslu, framlag annars starfsfólks skólans, forvarnarstarf, félagsstarf eða foreldrasamstarf.

Nemendur
Grunnskólar og Tónlistarskólinn setja sér almennar reglur um það hvaða nemendur þeir tilnefna til viðurkenninga og senda til valnefndar. Tilnefning er háð því að viðkomandi nemandi sé orðinn 10 ára eða eldri. Viðurkenningu má t.d. veita fyrir góðar framfarir í námi, góðan námsárangur, virkni í félagsstarfi, að vera jákvæð fyrirmynd, sýna frumkvæði eða leiðtogahæfileika, frábæra frammistöðu í íþróttum eða listum, listsköpun eða tjáningu í skólastarfi, félagslega færni, samskiptahæfni og framlag til að bæta eða auðga bekkjaranda/skólaanda, nýsköpun og/eða hönnun.

Tilnefningar fyrir skólaárið 2013-2014 skulu berast rafrænt fyrir 6. apríl næstkomandi.
Smellið hér til að nálgast nánari upplýsingar


Auglýsingar

Hverfisnefnd
Naustatjörn
Heimili og skóli

InnskráningTeljari

Í dag: 3
Samtals: 80479

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrá inn