Velkomin á heimasíđu Naustaskóla

Heimasíða Naustaskóla á Akureyri

Velkomin(n) á heimasíðu Naustaskóla á Akureyri
Naustaskóli við Hólmatún, sími 460 4100, netfang; naustaskoli@akureyri.is


Nýjustu fréttir

Prýđileg árshátíđ og afmćlishátíđ ađ baki..

Magni var magnađur ađ vanda!
Árshátíð skólans þann 21. nóvember tókst aldeilis prýðilega og fór í alla staði vel fram.  Við notuðum tækifærið um morguninn og héldum upp á 5 ára afmæli skólans með því að rifja upp gamla tíma og skoða m.a. myndir og myndbönd frá fyrstu árum skólans.  Því næst var hátíðleg stund þar sem nemendur gæddu sér á kökum og kakói og að því loknu mætti Magni Ásgeirsson til okkar og reif svo sannarlega upp stemminguna með kröftugum söng.  Þá gæddum við okkur á lambasteik að hætti hússins og eftir hádegið voru svo sjálfar árshátíðarsýningarnar og kaffihlaðborðin svignuðu undan kræsingunum.  Hér má sjá nokkrar myndir frá deginum, takk kærlega fyrir góðan dag!

Ćvar vísindamađur í heimsókn


Nemendur í 1.-3. bekk fengu góða heimsókn í síðustu viku en þá kíkti hann Ævar vísindamaður við hjá okkur og las fyrir krakkana úr bók sinni, "Þín eigin þjóðsaga".  Smellið hér til að sjá nokkrar myndir frá heimsókninni..

Árshátíđ Naustaskóla 2014

Árshátíð Naustaskóla haustið 2014 verður fimmtudaginn 20. nóvember.  Á árshátíðinni verða þrjár sýningar, kl. 13:30, kl. 15:30 og kl. 17:30.  Eftir hverja sýningu verða seldar kaffiveitingar á neðri hæð skólans, verð fyrir fullorðna er 800 kr. en fyrir börn á grunnskólaaldri og að þriggja ára aldri 500 kr. - frítt fyrir tveggja ára og yngri. Athugið að ekki er hægt að greiða með greiðslukortum. Nemendum hefur verið raðað saman í þrjá hópa þannig að systkini sýni á sömu sýningu, skipan þessara hópa má sjá með því að smella hér...

Veitingaskipulagið á kaffisölu verður með svipuðu sniði og undanfarin ár þ.e. að öll heimili koma með einn rétt/köku.
Röðun rétta eftir bekkjum verður eftirfarandi:

Lesa meira

Nóvemberfréttabréfiđ

Fréttabréf nóvembermánaðar er komið út og má nálgast það hér...

 


Naustaskóli fćr nýtt málverk


Guðbjörg Ringsted afhenti í gær Akureyrarkaupstað að gjöf málverkið Flögrandi (90x90 sm) sem þakklætisvott fyrir þann heiður sem henni var sýndur með því að hafa verið valinn bæjarlistamaður 2012-2013. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri veitti verkinu viðtöku á Listasafninu á Akureyri en málverkinu hefur þegar verið valinn staður í Naustaskóla.
Guðbjörg sagði við þetta tækifæri meðal annars að titillinn bæjarlistamaður hafi verið henni talsverð lyftistöng og auðveldað henni að koma sér á framfæri sem listamanni.
Við í Naustaskóla þökkum einnig fyrir þann sóma sem okkur er sýndur með því að okkur er falið þetta fallega verk til varðveislu. 


Hrekkjavökuball

Föstudaginn 31. október munum við halda upp á hrekkjavökuna með dansleikjum fyrir nemendur skólans. Það er 7. bekkur sem heldur böllin og ágóði rennur í ferðasjóð vegna skólabúðaferðar þeirra í vor.
Kl. 17:00-18:30 verður ball fyrir nemendur í 1.-3. bekk og kl. 19:00-21:00 verður ball fyrir nemendur í 4.-6. bekk.  Aðgangseyrir er 500 kr., djús og popp innifalið fyrir 1.-3. bekk en sjoppan opin fyrir 4-6. bekk. 


Auglýsingar

Hverfisnefnd
Naustatjörn
Heimili og skóli

InnskráningTeljari

Í dag: 1
Samtals: 91736

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrá inn